Þann 19. mars næstkomandi er von á fimm fjölskyldum frá Úganda til Mosfellsbæjar.
Vegna þess verður haldinn opinn fræðslufundur um áætlaða móttöku þeirra mánudaginn 12. mars 2018 kl. 17:00 í Listasal bókasafns Mosfellsbæjar.
Fulltrúar Mosfellsbæjar, velferðarráðuneytisins og Rauða krossins munu gera grein fyrir verkefninu á fundinum.
Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.
Tengt efni
Mosfellsbær óskar eftir íbúðum eða herbergjum til leigu
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum og/eða herbergjum fyrir flóttafólk til leigu, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði velferðarmála í Mosfellsbæ.
Gott að eldast í Mosfellsbæ