Þann 19. mars næstkomandi er von á fimm fjölskyldum frá Úganda til Mosfellsbæjar.
Vegna þess verður haldinn opinn fræðslufundur um áætlaða móttöku þeirra mánudaginn 12. mars 2018 kl. 17:00 í Listasal bókasafns Mosfellsbæjar.
Fulltrúar Mosfellsbæjar, velferðarráðuneytisins og Rauða krossins munu gera grein fyrir verkefninu á fundinum.
Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið.
Tengt efni
Mosfellsbær tekur við starfsemi Skálatúns og ríkið kemur að uppbyggingu fyrir börn og fjölskyldur í Skálatúni í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar.
Ert þú með íbúð til leigu?
Mosfellsbær leitar að íbúðum fyrir flóttafólk, bæði fyrir einstaklinga og barnafjölskyldur.
Nýtt umdæmisráð og barnaverndarnefndir lagðar niður
Í gær, 12. desember, skrifuðu bæjarstjórar Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnarnesbæjar, Kjósarhrepps og framkvæmdastjóri SSH undir samning um rekstur sameiginlegs umdæmisráðs barnaverndar sem tekur til starfa nú um áramót.