Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. mars 2018

Íbúa­sam­tök Helga­fells­hverf­is ósk­uðu eft­ir við Mos­fells­bæ að fá upp­lýs­ing­ar um stöðu og fram­tíð­ar­sýn Helga­fell­skóla inn á fund á sam­tak­anna.

Sjálf­sagt var að verða við beiðni íbúa­sam­tak­anna og boð­uðu sam­tökin til fund­ar í Krika­skóla þriðju­dag­inn 6. mars kl. 20:00. Formað­ur sam­tak­anna sendi fyr­ir­spurn­ir til Mos­fells­bæj­ar og ósk­aði eft­ir svör­um á fund­in­um.

Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs og deilda­stjóri ný­fram­kvæmda hjá um­hverf­is­sviði svör­uðu fyr­ir­spurn­um og upp­lýstu fund­ar­menn með ann­ars um stöðu á bygg­inga­fram­kvæmd­um, hönn­un og hug­mynd­ar­fræði skól­ans.

Vel var mætt á fund­inn og líf­leg­ar um­ræð­ur spunn­ust um skóla­mál í hverf­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00