Íbúasamtök Helgafellshverfis óskuðu eftir við Mosfellsbæ að fá upplýsingar um stöðu og framtíðarsýn Helgafellskóla inn á fund á samtakanna.
Sjálfsagt var að verða við beiðni íbúasamtakanna og boðuðu samtökin til fundar í Krikaskóla þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00. Formaður samtakanna sendi fyrirspurnir til Mosfellsbæjar og óskaði eftir svörum á fundinum.
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og deildastjóri nýframkvæmda hjá umhverfissviði svöruðu fyrirspurnum og upplýstu fundarmenn með annars um stöðu á byggingaframkvæmdum, hönnun og hugmyndarfræði skólans.
Vel var mætt á fundinn og líflegar umræður spunnust um skólamál í hverfinu.
Tengt efni
Nemendur úr Helgafellsskóla komu í heimsókn
Nemendurnir unnu verkefni um aðgengismál fatlaðra.
Helgafellsskóli afhentur Mosfellsbæ
Helgafellsskóli var afhentur Mosfellsbæ í formlegri athöfn í skólanum þann 7. september að viðstöddum bæjarfulltrúum, nefndarmönnum í fræðslunefnd, starfsmönnum fræðslu- og frístundasviðs og umhverfissviðs Mosfellsbæjar.
Skrifað undir samning vegna 2. og 3. áfanga Helgafellsskóla
Mosfellsbær vinnur að byggingu leik- og grunnskólans Helgafellsskóla og hefur það verið gert í nokkrum áföngum.