Íbúasamtök Helgafellshverfis óskuðu eftir við Mosfellsbæ að fá upplýsingar um stöðu og framtíðarsýn Helgafellskóla inn á fund á samtakanna.
Sjálfsagt var að verða við beiðni íbúasamtakanna og boðuðu samtökin til fundar í Krikaskóla þriðjudaginn 6. mars kl. 20:00. Formaður samtakanna sendi fyrirspurnir til Mosfellsbæjar og óskaði eftir svörum á fundinum.
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og deildastjóri nýframkvæmda hjá umhverfissviði svöruðu fyrirspurnum og upplýstu fundarmenn með annars um stöðu á byggingaframkvæmdum, hönnun og hugmyndarfræði skólans.
Vel var mætt á fundinn og líflegar umræður spunnust um skólamál í hverfinu.
Tengt efni
Gönguskíðakennsla fyrir nemendur leikskóladeildar Helgafellsskóla
Nemendur í leikskóladeild Helgafellsskóla hafa fagnað miklum snjó undanfarið og notið sín á gönguskíðum í útikennslu.
Snjallræði í Helgafellsskóla
Á næstu vikum verða birt myndbönd sem veita innsýn í skóla- og frístundastarf Mosfellsbæjar.
Nemendur úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum
Tveir vinabekkir 1.B og 8.B úr Helgafellsskóla plöntuðu birkiplöntum úr Yrkjusjóði nálægt Köldukvísl nýlega.