10 nemendur úr grunnskólum Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla kepptu til úrslita.
Úrslitin urðu þannig að Tómas Berg Þórðarson úr Varmárskóla, varð í fyrsta sæti, Emma Ósk Gunnarsdóttir, Lágafellsskóla varð í öðru sæti og Guðrún Embla Finnsdóttir, Varmárskóla varð í þriðja sæti.
Margt var um manninn á þessu hátíðlega kvöldi og fengu gestir að heyra keppendur lesa brot úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn og ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðarson. Auk þess lásu keppendur ljóð sem þeir völdu sjálfir. Skólakór Varmárskóla söng þrjú lög auk þess sem nemendur úr Listaskóla Mosfellsbæjar fluttu lifandi tónlist.