Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. mars 2018

Mos­fells­bær í sam­vinnu við Hönn­un­ar­mið­stöð Ís­lands efn­ir til sam­keppni um hönn­un á nýju að­komu­tákni/ein­kenni til að marka þær þrjár að­kom­ur að bæn­um.

Að­komu­tákn­inu er ætlað að vekja at­hygli á Mos­fells­bæ og marka það svæði sem hon­um til­heyr­ir.

Leitað er að tákni fyr­ir bæ­inn sem er ætlað að marka að­komu­staði við bæj­ar­mörk en einn­ig að þema þess verði nýtt á marg­vís­leg­an hátt eins og við gerð list­muna, bréfs­efn­is, vef­síðu o.s.f.v.

Vinn­ings hug­mynd­in verð­ur fram­kvæmd á þeim þrem­ur bæj­ar­mörk­um að Mos­fells­bæ, frá Reykja­vík, Þing­valla­vegi og Kjal­ar­nesi.

Unn­ið verð­ur með vinn­ings­hafa að frek­ari hönn­un og út­færslu til­lög­unn­ar og fer sam­keppn­in fram sam­kvæmt sam­keppn­is­lýs­ingu, fylgigögn­um og sam­keppn­is­regl­um Hönn­un­ar­mið­stöðv­ar Ís­lands.

Helstu áhersl­ur sem horft verð­ur til í mati á til­lög­um kepp­enda:
Að­komu­tákn­ið þarf að vera gríp­andi, falla vel að um­hverf­inu, vera dæmi um góða hönn­un og list­sköp­un, auk þess að vera lýs­andi fyr­ir það sem ein­kenn­ir Mos­fells­bæ. Sér­stak­lega skal horft til ein­stakr­ar nátt­úru bæj­ar­lands­ins.

Í ág­úst 2017 eru lið­in 30 frá því að Mos­fells­bær fékk kaup­stað­ar­rétt­indi. Ákveð­ið var af því til­efni að efna til þess­ar­ar hug­mynda­sam­keppni um að­komutákn og er stefnt að því að vígja vinn­ingstil­lög­una á 31. árs af­mæli bæj­ar­ins í ág­úst nk.

Fyrstu verð­laun eru sam­tals 2.000.000 króna og verða veitt fyr­ir þá til­lögu sem valin verð­ur í fyrsta sæti.

Skila­frest­ur til­lagna er til há­deg­is þriðju­dag­inn 10. apríl 2018.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00