Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni/einkenni til að marka þær þrjár aðkomur að bænum.
Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbæ og marka það svæði sem honum tilheyrir.
Leitað er að tákni fyrir bæinn sem er ætlað að marka aðkomustaði við bæjarmörk en einnig að þema þess verði nýtt á margvíslegan hátt eins og við gerð listmuna, bréfsefnis, vefsíðu o.s.f.v.
Vinnings hugmyndin verður framkvæmd á þeim þremur bæjarmörkum að Mosfellsbæ, frá Reykjavík, Þingvallavegi og Kjalarnesi.
Unnið verður með vinningshafa að frekari hönnun og útfærslu tillögunnar og fer samkeppnin fram samkvæmt samkeppnislýsingu, fylgigögnum og samkeppnisreglum Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Helstu áherslur sem horft verður til í mati á tillögum keppenda:
Aðkomutáknið þarf að vera grípandi, falla vel að umhverfinu, vera dæmi um góða hönnun og listsköpun, auk þess að vera lýsandi fyrir það sem einkennir Mosfellsbæ. Sérstaklega skal horft til einstakrar náttúru bæjarlandsins.
Í ágúst 2017 eru liðin 30 frá því að Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi. Ákveðið var af því tilefni að efna til þessarar hugmyndasamkeppni um aðkomutákn og er stefnt að því að vígja vinningstillöguna á 31. árs afmæli bæjarins í ágúst nk.
Fyrstu verðlaun eru samtals 2.000.000 króna og verða veitt fyrir þá tillögu sem valin verður í fyrsta sæti.
Skilafrestur tillagna er til hádegis þriðjudaginn 10. apríl 2018.
Tengt efni
Menningarmars í Mosó
Menningarmars í Mosó er nýtt verkefni á vegum Mosfellsbæjar sem hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og hjálpa þeim sem að því standa að kynna sig.
Glæsilegt aðkomutákn vígt við Úlfarsfell
Á 30 ára afmæli bæjarins hinn 9. ágúst 2017 var tekin ákvörðun um að efna til hönnunarsamkeppni um aðkomutákn Mosfellsbæjar.
Aðkomutákn reist við bæjarmörkin
Á 30 ára afmæli bæjarins árið 2017 var samþykkt af bæjarstjórn að efna til hugmyndasamkeppni um aðkomutákn að bænum og varð tillaga A stúdíó fyrir valinu.