Verkefnislýsing deiliskipulags - alifuglabú Syðri-Reykjum
Markmið með væntanlegu deiliskipulagi er að gera það mögulegt að bæta aðstöðu núverandi alifuglabús með frekari byggingum á lóðinni. Unnt er að setja fram ábendingar og athugasemdir við lýsinguna.
Strætóskýlis teiti í Mosfellsbæ
Viktor Weisshappel hefur verið ráðinn af Mosfellsbæ til að mála strætóskýli bæjarins.
Þúsund gestir í Mosfellsbæ
Þjóðdansafélagið, í samvinnu við Nordlek, stendur fyrir norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti fyrir börn í Mosfellsbæ daga 9. til 12. júlí nk. BARNLEK 2014.Föstudaginn 11. júlí klukkan 13:15 verður farið í skrúðgöngu frá Varmárskóla að Miðbæjartorgi þar sem dansað verður á nokkrum stöðum fram til kl 16:00 og er það von forsvarsmanna mótsins að sem flestir muni hafa gleði af því að fylgjast með en einnig verður farið í heimsókn á Eirhamra og dansað þar.
Nýtt í Ævintýragarðinum
Sett hefur verið upp nýtt 1500 fermetra hundagerði í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga.
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2014.
Nýtt tímabil frístundaávísunar hefst í dag
Frá og með deginum í dag hefst nýtt tímabil frístundarávísunar í Mosfellsbæ.
Klúbba- og sumarsmiðjur fyrir 10 – 12 ára í félagsmiðstöðinni Ból
10-12 ára starfið hefur gengið vonum framar í sumar. Nú má byrja að skrá sig á miðvikudagana í júlí. skráning er á bolid@mos.is
Framkvæmdir við Æðarhöfða
Hafnar eru framkvæmdir vegna nýs útibús Lágafellsskóla sem reist verður við Æðarhöfða. Þar verður starfræktur sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir 5-7 ára börn frá og með haustinu 2014.
Gæsluvöllur Mosfellsbæjar
Gæsluvöllur verður opinn frá 7. júlí til og með 1. ágúst. Opnunartími vallarins er frá 9.00 – 12.00 og frá 13.00 – 16.00.Á gæsluvöllinn geta komið börn frá 20 mánaða – 6 ára aldurs.
Skipað í nefndir og ráð
Búið er að uppfæra nöfn kjörinna fulltrúa og þeirra sem skipaðir hafa verið í nefndir og ráð bæjarins eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar á vef Mosfellsbæjar.
Útboð: Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla og Varmárskóla
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi tvö verk:
Samkomulag um meirihlutasamstarf í höfn
Sjálfstæðismenn og Vinstri græn hafa undirritað samkomulag um áframhaldandi í bæjarstjórnarsamstarfi í Mosfellsbæ kjörtímabilið 2014-2018.
17. júní í Mosfellsbæ 2014
Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ líkt og verið hefur síðustu fimmtíu ár.
Starfsleyfistillaga SORPU - Frestur framlengdur
Framlengdur frestur er til 5. ágúst nk.
Tuttugu og átta nemendur brautskráðir úr FMOS
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 31. maí s.l. kl. 14 við hátíðlega athöfn í nýju húsnæði skólans við Háholt 35 í Mosfellsbæ.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ
Kvennahlaupið verður haldið í 25. sinn í ár hinn 14. júní. Að venju verður hlaupið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 konur þátt, en hlaupið er alla jafna einn stærsti almenningsíþróttaviðburður á hverju ári. Fyrsta kvennahlaupið í Mosfellsbæ var haldið árið 1997 og stöðugt bætist í hópinn með hverju árinu sem líður.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi: Stækkun félagsheimilis hestamanna
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis á Varmárbökkum, síðast breyttu 21.9.2005.
Kerfisstjóri hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær óskar að ráða kerfisstjóra til starfa. Ábyrgð starfsmannsins lýtur einkum að daglegum rekstri tölvukerfis og þjónustu við notendur. Rík þjónustulund, geðprýði, skipulagshæfileikar og úrlausnarhæfni eru nauðsynlegir þættir í fari þess sem ráðinn verður í starfið.
Kjörsókn í Mosfellsbæ
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Kjörstaður í Mosfellsbæ er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð. Allar helstu upplýsingar er varðar bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ má finna hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Í kjörstjórn Mosfellsbæjar eru: Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður kjörstjórnar, Haraldur Sigurðsson og Valur Oddsson. Aðsetur kjörstjórnar verður í Lágafellsskóla. Síminn þar er: 525 9200.
Við erum öll flott eins og við erum - Sýning á forvarnarverkefni
Í dag, 30.maí, munum við í Félagsmiðstöðinni Ból opna sýningu á forvarnarverkefni sem við höfum verið að vinna með stelpuhópnum okkar í vetur. Opnunin verður kl. 17:00 á föstudaginn í Kjarnanum. Verkefnið snýst um að sýna að við erum öll flott eins og við erum og að við þurfum ekki að vera öll eins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Lágafellsskóla, Varmárskóla og FMOS.