Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. júní 2014

  Kvenna­hlaup­ið verð­ur hald­ið í 25. sinn í ár hinn 14. júní. Að venju verð­ur hlaup­ið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 kon­ur þátt, en hlaup­ið er alla jafna einn stærsti al­menn­ingsí­þrótta­við­burð­ur á hverju ári. Fyrsta kvenna­hlaup­ið í Mos­fells­bæ var hald­ið árið 1997 og stöð­ugt bæt­ist í hóp­inn með hverju ár­inu sem líð­ur.

  Kvenna­hlaup­ið verð­ur hald­ið í 25. sinn í ár hinn 14. júní. Að venju verð­ur hlaup­ið um allt land og víða um heim. Í fyrra tóku um 16.000 kon­ur þátt, en hlaup­ið er alla jafna einn stærsti al­menn­ingsí­þrótta­við­burð­ur á hverju ári. Fyrsta kvenna­hlaup­ið í Mos­fells­bæ var hald­ið árið 1997 og stöð­ugt bæt­ist í hóp­inn með hverju ár­inu sem líð­ur. Á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­ur hlaup­ið á þrem­ur stöð­um. Í Garða­bæ, Mos­fells­bæ og í fyrsta skipti í Við­ey. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hlaup­ið er hægt að fá á heima­síðu Sjóvá.

  Líkt og und­an­farin ár verð­ur far­ið í Kvenna­hlaup frá Eir­hömr­um mið­viku­dag­inn 11. júní klukk­an 14.00. Hlaup­ið verð­ur frá Íþróttamið­stöð­inni við Varmá klukk­an 11.00 14. júní. Bol­ir verða seld­ir í Lága­fells­laug frá 4.júní og við Varmá á hlaupa­dag­inn sjálf­an. Einn­ig verða bol­ir seld­ir í Bón­us í Mos­fells­bæ dag­ana fyr­ir hlaup­ið. Þátt­töku­gjald­ið er óbreytt frá því í fyrra. 1000 kr. fyr­ir 12 ára og yngri og 1500 kr. fyr­ir 13 ára og eldri. 

  Kort af hlaupaleið :  Kvenna­hlaup í Mos­fells­bæ (.pdf 425 kb)

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00