Í dag, 30.maí, munum við í Félagsmiðstöðinni Ból opna sýningu á forvarnarverkefni sem við höfum verið að vinna með stelpuhópnum okkar í vetur. Opnunin verður kl. 17:00 á föstudaginn í Kjarnanum. Verkefnið snýst um að sýna að við erum öll flott eins og við erum og að við þurfum ekki að vera öll eins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Lágafellsskóla, Varmárskóla og FMOS.
Í dag, 30.maí, munum við í Félagsmiðstöðinni Ból opna sýningu á forvarnarverkefni sem við höfum verið að vinna með stelpuhópnum okkar í vetur. Verkefnið snýst um að sýna að við erum öll flott eins og við erum og að við þurfum ekki að vera öll eins.
Verkefnið var unnið í samvinnu við Lágafellsskóla, Varmárskóla og FMOS.
Teknar voru myndir af flottu fólki á aldrinum 11-20 ára.
Opnunin verður kl. 17:00 á föstudaginn í Kjarnanum en verkin munu hanga uppi í nokkra daga.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kær kveðja
Starfsfólk og unglingar Félagsmiðstöðvarinnar Ból