Mosfellsbær óskar að ráða kerfisstjóra til starfa. Ábyrgð starfsmannsins lýtur einkum að daglegum rekstri tölvukerfis og þjónustu við notendur. Rík þjónustulund, geðprýði, skipulagshæfileikar og úrlausnarhæfni eru nauðsynlegir þættir í fari þess sem ráðinn verður í starfið.
Mosfellsbær óskar að ráða kerfisstjóra til starfa. Ábyrgð starfsmannsins lýtur einkum að daglegum rekstri tölvukerfis og þjónustu við notendur. Rík þjónustulund, geðprýði, skipulagshæfileikar og úrlausnarhæfni eru nauðsynlegir þættir í fari þess sem ráðinn verður í starfið.
Helstu verkefni:
- Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón í Lágafellsskóla og á bæjarskrifstofum
- Uppsetning og þjónusta á vél- og hugbúnaði
- Skipulögð dreifing hugbúnaðarlausna á vinnustöðvar
- Umsjón og rekstur á Windows netþjónum
- Stefnumótun
- Námskeið og fræðsluefni fyrir notendur
- Samskipti við birgja og þjónustuaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kerfisfræðingur eða sambærileg tölvumenntun
- Góð þekking og reynsla á kerfislegu viðhaldi vinnustöðva í Windows umhverfi
- Góð þekking og reynsla á kerfislegu viðhaldi Windows netþjóna, Active Directory og Exchange Server
- Góð þekking og reynsla af skipulagðri dreifingu hugbúnaðar á vinnustöðvar
- Góð þekking á Microsoft Office og öðrum hugbúnaði frá Microsoft
- Microsoft gráður eru kostur
Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri.
Umsóknarfrestur er til og með 12. júní n.k.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið sigriduri[hja]mos.is
Jákvæðni – virðing – framsækni – umhyggja