Mosfellingurinn Oddný Þórarinsdóttir vann til verðlauna á lokahátíð Nótunnar í Hörpu
Nótan er nafn á árlegri uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi.
Bæjarráð Mosfellsbæjar hvetur til sáttar um Evrópumál
Bæjarráð Mosfellsbæjar tók til umræðu á síðasta fundi sínum þrjár þingsályktunartillögur frá Alþingi.
Úrslit í Stóru upplestrarkeppninni 2014
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram í hátíðarsal Varmárskóla fimmtudagskvöldið 27. mars.
Kynning á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040
Nú stendur yfir forkynning í samræmi við 23. gr. skipulagslaga á tillögu að svæðisskipulagi, sem er enn í vinnslu.
Innritun nemenda í Listaskólann
Innritun nemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar,tónlistardeild, stendur yfir fyrir skólaárið 2014 – 2015. Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2014.
Kynna sér Barnasáttmálann
Nemendur í 6. bekk í Varmárskóla eru þessa dagana að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Afmælisveisla í Reykjakoti
Þann 25. febrúar átti leikskólinn Reykjakot 20 ára afmæli.
Lionsklúbburinn Úa gefur grunnskólunum spjaldtölvur
Lionsklúbburinn Úa afhenti á dögunum spjaldtölvur til grunnskólanna í Mosfellsbæ.
Menningarvor 2014 - Ég bið að heilsa
Ég bið að heilsa þriðjudaginn 25. mars kl. 20:30 – 22:00.
Glæsileg sýning hjá Hestamannafélaginu Herði
Hestamannafélagið Hörður stóð fyrir glæsilegri sýningu í reiðhöll sinni að Varmárbökkum í Mosfellsbæ föstudaginn 21. mars.
Stóra upplestrarkeppnin 2014
Fer fram í Varmárskóla fimmtudaginn 27. mars kl. 20:00.
Leiksýning í Lágafellsskóla
Leiklistarval 9. og 10. bekkjar í Lágafellsskóla hefur í mars sýnt leikritið Konung ljónanna fyrir nær fullu húsi á þeim 7 sýningum sem búnar eru.
Seljadalsnáma, tillaga að matsáætlun
Efla verkfræðistofa f.h. malbikunarstöðvarinnar Höfða hefur lagt fram til Skipulagsstofnunar tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat á efnistöku í Seljadal. Um er að ræða áform um framhald grjótnáms sem hófst 1985, en hefur legið niðri síðan 2012 þar sem nauðsynleg leyfi skorti. Samningur malbikunarstöðvarinnar við Mosfellsbæ um vinnsluna gildir hinsvegar til 2015, og gerir matsáætlunin ráð fyrir að í væntanlegu umhverfismati verði einungis fjallað um vinnslu út þann tíma.
OPIÐ HÚS - SJÁLFSMYND BARNA
Síðasta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu, miðvikudaginn 26. mars klukkan 20:00 í Listasal. Að þessu sinni er fjallað um hvernig hægt er að stuðla að sterkri sjálfsmynd barna og unglinga. Rætt verður um mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar og hvernig sjálfsmynd þróast.
Hefurðu séð hesta í fótbolta?
Hestafjör er sýning fyrir alla grunnskólanema í Mosfellsbæ sem samanstendur af atriðum sem veita innsýn inn í hestamennsku, ásamt því að blanda saman fjörugum atriðum og tónlist.
Höfuðborgarsvæðið verði leiðandi í skólamálum á Norðurlöndunum
Sameiginleg framtíðarsýn og aðgerðaáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í menntamálum kynnti í dag helstu niðurstöður tveggja verkefna: Gæði skólastarfs í alþjóðlegum samanburði og Samvinnu skólastiga, sem tengjast menntamálahluta Sóknaráætlunar höfuðborgarsvæðisins: Skólar og menntun í fremstu röð.
Frítt í sund fyrir framhaldsskólanema í Mosfellsbæ
Framhaldsskólanemendum í Mosfellsbæ er boðið að fara frítt í sund gegn framvísun skólaskírteinis á meðan verkfall framhaldskólakennara stendur yfir. Einnig er vert að benda á lesaðstöðu á Bókasafninu en þar er opið alla virka daga frá klukkan 12-18 nema á miðvikudögum þá opnar safnið klukkan 10.
Íbúar í Brekkutanga athugið
Heitavatnslaust verður í Brekkutanga vegna viðgerðar á hitaveitu, frá klukkan 10 og fram eftir degi, mánudaginn 17.mars.
Mosfellsbær styrkir afreksfólk í íþróttum árið 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í gær styrki til afreksfólks í íþróttum samkvæmt reglum bæjarins þar um.
Helgafellshverfi - miðsvæði, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Breytingarnar varða lóðirnar nr 13-23 við Gerplustræti og felast m.a. í færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrirkomulagi bílastæða og innkeyrslna í bílakjallara. Athugasemdafrestur er til og með 24. apríl 2014.