Nótan er nafn á árlegri uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi.
Haldnir eru forvalstónleikar á fjórum stöðum á landinu og svo lokahátíð í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars. Oddný Þórarinsdóttir, 9 ára fiðlunemandi í Listaskóla Mosfellsbæjar, var valin af dómnefnd til þáttöku í lokahátíðinni. Þar stóð hún sig með glæsibrag og fékk ásamt þrem öðrum atriðum í grunnstigi, sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi tónlistarfluttning. Hún hefur náð gríðarlega góðum árangri eftir einungis tveggja ára nám í skólanum undir handleiðslu Vigdísar Másdóttur fiðlukennara.
Listaskólinn óskar Oddnýju, Vigdísi kennaranum hennar og Arnhildi Valgarðsdóttur píanóleikara, sem lék með henni á tónleikunum, innilega til hamingju með þennan árangur.
Það var dómnefnd skipuð þeim Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara, Martial Nardeau flautuleikara og Þóru Einarsdóttur söngkonu, sem var í því erfiða hlutverki að velja vinningshafanna og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin.
Ríkissjónvarpið tók upp öll vinningsatriðin, 10 talsins og verða þau flutt í sérstakri sjónvarpsdagskrá síðar á árinu.
Oddný Þórarinsdóttir.
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stundin okkar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er að taka þátt í skemmtilegu verkefni með RÚV.
Dagur Listaskólans 5. mars 2022
Opið hús kl. 11:00-13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð.
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í NETnótunni
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar var flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur var á N4 þann 13. júní sl.