Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. mars 2014

Nót­an er nafn á ár­legri upp­skeru­há­tíð tón­list­ar­skól­anna á Ís­landi.

Haldn­ir eru for­vals­tón­leik­ar á fjór­um stöð­um á land­inu og svo loka­há­tíð í Eld­borg­ar­sal Hörpu sunnu­dag­inn 23. mars. Oddný Þór­ar­ins­dótt­ir, 9 ára fiðlu­nem­andi í Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar, var valin af dóm­nefnd til þát­töku í loka­há­tíð­inni. Þar stóð hún sig með glæsi­brag og fékk ásamt þrem öðr­um at­rið­um í grunn­stigi, sér­staka við­ur­kenn­ingu fyr­ir framúrsk­ar­andi tón­listar­fluttn­ing. Hún hef­ur náð gríð­ar­lega góð­um ár­angri eft­ir ein­ung­is tveggja ára nám í skól­an­um und­ir hand­leiðslu Vig­dís­ar Más­dótt­ur fiðlu­kenn­ara.

Lista­skól­inn ósk­ar Odd­nýju, Vig­dísi kenn­ar­an­um henn­ar og Arn­hildi Val­garðs­dótt­ur pí­anó­leik­ara, sem lék með henni á tón­leik­un­um, inni­lega til ham­ingju með þenn­an ár­ang­ur.

Það var dóm­nefnd skip­uð þeim Helgu Þór­ar­ins­dótt­ur víólu­leik­ara, Martial Nardeau flautu­leik­ara og Þóru Ein­ars­dótt­ur söng­konu, sem var í því erf­iða hlut­verki að velja vinn­ings­haf­anna og Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af­henti verð­laun­in.

Rík­is­sjón­varp­ið tók upp öll vinn­ings­at­rið­in, 10 tals­ins og verða þau flutt í sér­stakri sjón­varps­dagskrá síð­ar á ár­inu.

Oddný Þór­ar­ins­dótt­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00