Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Nem­end­ur í 6. bekk í Varmár­skóla eru þessa dag­ana að kynna sér Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Um er að ræða verk­efni í áfang­an­um fram­sögn og tján­ing. Nem­end­ur vinna í hóp­um, ræða um sátt­mál­ann og hvaða þýð­ingu hann hef­ur.

„Mark­mið­ið er að nem­end­ur tjái sig, æfi fram­sögn og hlust­un, séu virk­ir og sýni frum­kvæði og sjálf­stæði í vinnu­brögð­um,“ seg­ir Kristrún M. Heið­berg, sem kenn­ir áfang­ann. „Síð­ast en ekki síst læra nem­end­ur um rétt­indi barna og að setja sig í spor ann­arra. Við velt­um fyr­ir okk­ur spurn­ing­um eins og af hverju öll börn eigi þess ekki kost að fara í skóla og mennta sig, af hverju börn megi ekki vera úti seint á kvöld­in, hvaða hætt­ur geti stafað af því að ræða við ókunn­uga á net­inu og margt fleira. Ég tel svona um­ræð­ur til þess falln­ar að fræða og virkja nem­end­ur, fá þá til að velta fyr­ir sér ýms­um hlut­um, sjá þá með öðr­um aug­um og það er já­kvætt og þrosk­andi.“

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00