Nemendur í 6. bekk í Varmárskóla eru þessa dagana að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Um er að ræða verkefni í áfanganum framsögn og tjáning. Nemendur vinna í hópum, ræða um sáttmálann og hvaða þýðingu hann hefur.
„Markmiðið er að nemendur tjái sig, æfi framsögn og hlustun, séu virkir og sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum,“ segir Kristrún M. Heiðberg, sem kennir áfangann. „Síðast en ekki síst læra nemendur um réttindi barna og að setja sig í spor annarra. Við veltum fyrir okkur spurningum eins og af hverju öll börn eigi þess ekki kost að fara í skóla og mennta sig, af hverju börn megi ekki vera úti seint á kvöldin, hvaða hættur geti stafað af því að ræða við ókunnuga á netinu og margt fleira. Ég tel svona umræður til þess fallnar að fræða og virkja nemendur, fá þá til að velta fyrir sér ýmsum hlutum, sjá þá með öðrum augum og það er jákvætt og þroskandi.“
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.