Fyrsta Menningarkvöldið er í kvöld og verða þræðirnir raktir milli Mosfellssveitar og Austurlands. Yfirskrift kvöldsins er Ég bið að heilsa…
Þórunn Lárusdóttir, leik- og söngkona og Hlöðver Smári Haraldsson píanóleikari flytja sönglög eftir Austfirðingana Þórarin Jónsson, Helga Pálsson, Inga T. Lárusson, Svavar Benediktsson og Svavar Lárusson.
Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar lesa úr Veturnóttakyrrum eftir Jónas Árnason.
Dagskrá kvöldsins er í höndum Birgis D. Sveinssonar.
Menningarvor 2014 fer fram þrjú þriðjudagskvöld í röð, 25. mars, 1. apríl og 8. apríl.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.