Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur stóð fyr­ir glæsi­legri sýn­ingu í reið­höll sinni að Varmár­bökk­um í Mos­fells­bæ föstu­dag­inn 21. mars.

Lík­lega hafa aldrei mætt jafn marg­ir í reið­höll­ina og þetta kvöld eða um 800 manns. Sýn­ing­in var keyrð tvisvar um kvöld­ið, en á hana var boð­ið frítt öll­um grunn­skóla­nem­um í Mos­fells­bæ. Yngri nem­end­ur mættu á fyrri sýn­ing­una og þeir eldri á þá síð­ari.

Boð­ið var uppá fjöl­breytt at­riði sem sett voru sam­an af krökk­um í æsku­lýðs­starf­inu hjá fé­lag­inu, auk þess sem þau fengu hina frá­bæru Harð­ar­konu Ragn­heiði Þor­valds­dótt­ur til að sýna hinar ýmsu hestak­únst­ir. Í einu at­rið­inu sem kall­að­ist „það hljóp ein­hver hund­ur í hest­inn“ fékk hún til liðs við sig Súsönnu Katarínu Sand Guð­munds­dótt­ur og tík­ina Sönnu. Vakti það at­riði mikla lukku með­al áhorf­enda.

Stór hóp­ur krakka í barna­flokki klæddi sig upp í hina ýmsu grímu­bún­inga og sýndi glæsi­lega mynstur­reið. Þá var keppt í hesta­fót­bolta og kom í ljós að það leynd­ist bleik­álótt­ur „Mesi“ í hesta­kosti krakk­anna, en hann skor­aði flest mörk­in. Sýnt var hvernig hægt er að þjálfa hesta með mis­mun­andi að­ferð­um. Ung­ar Harð­ar­stúlk­ur kepptu í boð­hlaupi og Smala, auk þess að boð­ið var uppá glens og grín.

All­ir sem mættu fengu happ­drætt­ismiða og voru dregn­ir úr fjöldi veg­legra vinn­inga.

Allt var þetta gert með þeim til­gangi að vekja at­hygli á hesta­mennsku sem skemmti­legu og gef­andi áhuga­máli, en þul­irn­ir fóru á kost­um í lýs­ing­um at­rið­anna og náðu án ef að kveikja áhuga ein­hverra áhorf­enda. Þá voru full­trú­ar hesta­manna­fé­lags­ins með upp­lýs­inga­bás þar sem streymdi að áhuga­sam­ir krakk­ar að kynna sér hvað þurfi til að byrja í hesta­mennsku. Að lok­um sýndu nokkr­ir af­reksknap­ar af yngri kyn­slóð­inni gang­teg­und­ir ís­lenska hests­ins og buðu svo áhorf­end­um að stíga inná völl­inn og klappa hest­un­um.

Þótti sýn­ing­in tak­ast með ein­dæm­um vel og fékk Æsku­lýðs­nefnd Harð­ar mik­ið lof fyr­ir fram­tak­ið.

Tengt efni

  • Mos­fell­ing­ur tvö­fald­ur heims­meist­ari

    Bene­dikt Ólafs­son 19 ára Mos­fell­ing­ur var val­inn úr stór­um hópi Lands­liðs Ís­lands í hestaí­þrótt­um til að taka þátt í Heims­meist­ara­móti ís­lenska hests­ins sem fram fór í Hollandi í sum­ar.

  • For­eldra­fund­ur í kvöld

    Fræðslu og frí­stunda­við Mos­fells­bæj­ar stend­ur fyr­ir for­eldra­fundi í kvöld, þriðju­dag 22. ág­úst. Fund­ur­inn hefst kl. 17:30 og er hald­inn á Teams.

  • Frí­stunda­á­vís­un hækk­ar

    Þann 15. ág­úst hófst nýtt tíma­bil frí­stunda­á­vís­un­ar í Mos­fells­bæ.