Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. mars 2014

Li­ons­klúbbur­inn Úa af­henti á dög­un­um spjald­tölv­ur til grunn­skól­anna í Mos­fells­bæ.

Þær eru einkum ætl­að­ar til notk­un­ar í lestri fyr­ir börn með sér­þarf­ir og sér­tæka lestr­arörð­ug­leika.

Þetta er lið­ur í lestr­ar­átaki klúbbs­ins og á vin­kvenna­kvöldi sem hald­ið var í haust var ákveð­ið að hluti ágóð­ans færi í þetta verk­efni. Lestr­ar­átak Li­ons er 10 ára al­þjóð­legt verk­efni sem hófst á síð­asta starfs­ári. Li­ons­hreyf­ing­in um all­an heim mun hvetja til lestr­ar og vinna gegn ólæsi. Eitt af verk­efn­un­um er að af­henda öll­um nem­end­um í 5. bekk bóka­merki sem er með til­vitn­un­um eft­ir Þór­arin Eldjárn. Síð­an stend­ur til að gefa öll­um sex ára börn­um á Ís­landi bók haust­in 2015 og 2016 og er það gert í sam­vinnu með IBBY á Ís­landi sem eru frjáls fé­laga­sam­tök áhuga­manna um barna­bók­mennt­ir.

Skóla­stjór­arn­ir Þrúð­ur Hjelm, Jó­hanna Magnús­dótt­ir og Þór­hild­ur Elfars­dótt­ir ásamt Svöfu Harð­ar­dótt­ur formanni Li­ons­klúbbs­ins Úu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00