Bæjarráð Mosfellsbæjar tók til umræðu á síðasta fundi sínum þrjár þingsályktunartillögur frá Alþingi.
Þær lúta allar að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sem mikið hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Bæjarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi umsögn við þingsályktunartillögurnar sem sendar verða Alþingi:
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið sem sterkt hefur komið fram í umræðum að undanförnu um þetta mál að þjóðin hafi aðkomu i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og síðar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Bæjarráð skorar á og treystir því að kjörnir fulltrúar á vettvangi Alþingis leiði málið til lykta svo að sem mest sátt megi nást um þetta mikilvæga mál.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði