Bæjarráð Mosfellsbæjar tók til umræðu á síðasta fundi sínum þrjár þingsályktunartillögur frá Alþingi.
Þær lúta allar að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sem mikið hefur verið í umræðunni síðustu vikur. Bæjarráð samþykkti samhljóða eftirfarandi umsögn við þingsályktunartillögurnar sem sendar verða Alþingi:
Bæjarráð Mosfellsbæjar tekur undir það sjónarmið sem sterkt hefur komið fram í umræðum að undanförnu um þetta mál að þjóðin hafi aðkomu i þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður og síðar um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mikilvægt er að sem breiðust sátt verði um næstu skref vegna aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Bæjarráð skorar á og treystir því að kjörnir fulltrúar á vettvangi Alþingis leiði málið til lykta svo að sem mest sátt megi nást um þetta mikilvæga mál.
Tengt efni
Anna Sigríður í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.