Mál númer 202401260
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2025
Afgreiðsla 438. fundar fræðslunefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.
Afgreiðsla 24. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda og gjaldskrár ársins 2025 lagðar fram.
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Fjárhagsáætlun 2025 lögð fram og kynnt
Afgreiðsla 284. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Tillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun lagðar fram.
Afgreiðsla 1649. fundar bæjarráðs samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.
Afgreiðsla 24. fundar velferðarnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Lögð eru fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði, frá fyrri umræðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram við síðari umræðu. Einnig eru lagðar fram fyrirliggjandi breytingatillögur.
Forseti gaf Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra orðið og fór hún yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árin 2025 til 2028, með áorðnum breytingum, ásamt greinargerð.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 22.938 m.kr.
Gjöld: 20.244 m.kr.
Afskriftir: 690 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 1.288 m.kr.
Tekjuskattur: 12 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 702 m.kr.
Eignir í árslok: 38.707 m.kr.
Eigið fé í árslok: 9.209 m.kr.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum: 5.379 m.kr.***
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2025 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur).
Fasteignaskattur A 0,20% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga A 0,310% af fasteignamati lóðar.Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur).
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar.Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur).
Fasteignaskattur C 1,495% af fasteignamati húss og lóðar.
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
Fráveitugjald 0,089% af fasteignamati húss og lóðar.
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar.
***
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 1. mars.
***
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1. janúar 2025.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ, framfærslugrunnur
Reglur um tekjuviðmið vegna viðbótarniðurgreiðslu leikskólagjalda
***
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 1. janúar 2025 voru samþykktar:
Gjaldskrá í frístundaseljum grunnskóla og viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá mötuneytis í grunnskólum
Gjaldskrá leikskóla, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrá bleyjugjalds í leikskólum
Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá heimilisúrgangs
Gjaldskrá skipulagsmála
Gjaldskrá byggingarmála
Gjaldskrá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá fráveitugjald
Gjaldskrá rotþróargjald
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá frístundasels fyrir fötluð börn og ungmenni
Gjaldskrár stuðningsfjölskyldna við fötluð börn og skv. barnaverndarlögum
Gjaldskrá akstursþjónustu eldri borgara
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 1. ágúst 2025 voru samþykktar:
Gjaldskrá tónlistardeildar Listaskóla
Gjaldskrá skólahlómsveit Listaskóla
***
Umræða fór fram um fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2025-2028.
Fundarhlé hófst kl. 14:42. Fundur hófst aftur kl. 14:59.
Fundarhlé hófst kl. 15:15. Fundur hófst aftur kl. 15:25.
***
Umræða fór fram um fyrirliggjandi breytingatillögur, sex tillögur frá D lista Sjálfstæðisflokks og þrjár tillögur frá L lista Vina Mosfellsbæjar.
Fundarhlé hófst kl. 16:33. Fundur hófst aftur kl. 17:04.
Gengið var til atkvæða um fyrirliggjandi breytingatillögur við fjárhagsáætlun ársins 2025-2028:
1. D1 - Endurskoðun á fyrirkomulagi Vinnuskólans, tillaga í tveimur liðum.
Fram kom málsmeðferðartillaga um að a-lið tillögu D1 væri vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar og var sú tillaga samþykkt með 11 atkvæðum.B-lið tillögu D1 var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Anna Sigríður Guðnadóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
2. D2 - Unnið verði að gerð deiliskipulags eldri hverfa Mosfellsbæjar.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson og Ásgeir Sveinsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.3. D3 - Unnið verði að stofnun FabLab smiðju í Mosfellsbæ.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Sævar Birgisson, Halla Karen Kristjánsdóttir og Ásgeir Sveinsson gerðu grein fyrir atkvæðum sínum.4. D4 - Úthlutun lóða í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfisins.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Halla Karen Kristjánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.5. D5 - Lækkun fasteignaskatta.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.6. D6 - Tekjur á móti tillögum.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fjórir bæjarfulltrúar D lista greiddu atkvæði með tillögunni. Bæjarfulltrúi L lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.7. L1 - Námssjóður fyrir starfsfólk Mosfellsbæjar.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Aldís Stefánsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.8. L2 - Efling almenningssamgangna, tillaga í þremur liðum.
A-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.B-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
C-lið tillögunnar var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista greiddu atkvæði með tillögunni. Valdimar Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
9. L3 - Fjármálaráðgjafi fyrir skólastjórnendur.
Tillögunni var synjað með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Bæjarfulltrúi L lista greiddi atkvæði með tillögunni. Fjórir bæjarfulltrúar D lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fundarhlé hófst kl. 17:30. Fundur hófst aftur kl. 17:34.
***
Forseti bar upp tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2025-2028, með áorðnum breytingum, ásamt greinargerð til atkvæða. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa B, C og S lista. Fimm bæjarfulltrúar D og L lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Fundarhlé hófst kl. 17:35. Fundur hófst aftur kl. 17:39.
***
Forseti tók undir þakkir bæjarstjóra og bæjarfulltrúa til starfsfólks bæjarins fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunarinnar.
Bókun B, S og C lista:
Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er eins og í fyrri áætlunum meirihlutans lögð áhersla á öfluga grunnþjónustu og uppbyggingu innviða. Stærstur hluti rekstrar Mosfellsbæjar hverfist um skólastarf og aðra þjónustu við börn og ungmenni er varðar íþróttir og aðrar tómstundir. Lögð er áhersla á velferðarþjónustu svo þau sem hennar njóta upplifi gott aðgengi að henni, traust og öryggi. Útgjöld til þessara málaflokka nema tæplega 80% af heildarrekstrarkostnaði sveitarfélagsins.Segja má að rauði þráðurinn í fjárhagsáætluninni sé áherslan á forvarnir, velferð og lýðheilsu með sérstakri áherslu á börn og ungmenni, eldri borgara í sveitarfélaginu og málefni sem skipta fjölskyldurnar máli. Aðgerðaáætlunin Börnin okkar inniheldur 27 ígrundaðar og fjármagnaðar aðgerðir til að búa enn betur að ungviðinu og felur í sér m.a. aukið aðgengi að sálfræðiþjónustu og félagsráðgjöf, hækkun frístundastyrks, eflingu starfsemi Bólsins, rýmkun opnunartíma íþróttamiðstöðva sérstaklega fyrir unglinga, eflingu foreldrasamstarfs, aukið framboð íþrótta fyrir öll börn ásamt því að starfsemi barnaverndar verður efld. Þá heldur áfram vinna við innleiðingu farsældarlaga og Barnvæns sveitarfélags.
Eins og áður er leitast við að sinna vel uppbyggingu innviða í vaxandi sveitarfélagi ásamt því að halda vel við þeim innviðum sem fyrir eru. Byggingu nýs leikskóla í Helgafellshverfi lýkur á árinu 2025, sem og íþróttahúss við Helgafellsskóla. Miklar framkvæmdir eru á Varmársvæðinu þar sem unnið er að uppbyggingu á nýjum gervigrasvelli og frjálsíþróttasvæði sem og að farið verður í hönnun þjónustubyggingar og stúku samhliða á árinu 2025. Þá verður 220 milljónum varið í endurnýjun skólalóða á árinu.
Gjaldskrárhækkunum er stillt í hóf og hækka þær gjaldskrár sem snerta börn og fjölskyldur um 3,5% en aðrar um 3.9% að meðaltali. Með þessum hóflegu hækkunum, þrátt fyrir að í Mosfellsbæ sé að finna lægstu gjaldskrár í leikskólum og skólaþjónustu, vill Mosfellsbær leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að lækka verbólguna.
Álagningarprósenta útsvars verður óbreytt í 14,97% og álagningarprósenta fasteignaskatts í flokki A verður 0.2 % en fasteignaskattur verður óbreyttur að öðru leyti.
Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir 702 m.kr. afgangi á næsta ári. Þá verður veltufé frá rekstri jákvætt um 1.968 m.kr. Gert er ráð fyrir að skuldaviðmið A og B hluta verði 106,7% sem er vel undir mörkum sveitarstjórnarlaga.
Við þökkum bæjarstjóra og starfsfólki bæjarins fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessari fjárhagsáætlun. Nú sem endranær hafa kjörnir fulltrúar treyst á þekkingu og reynslu þeirra sem að vinnunni koma og við erum þakklát fyrir þeirra framlag.
Bókun D og L lista:
Rekstrarumhverfi sveitarfélaga hefur verið krefjandi á undanförnum árum og virðist sem svo verði áfram. Þrátt fyrir að vextir og verðbólga séu á niðurleið ríkir enn mikil óvissa. Því þarf að sýna sérstaka ráðdeild og skynsemi í rekstrinum á komandi ári. Sú fjárfestingaráætlun sem liggur fyrir er mjög kostnaðarsöm og ljóst er að Mosfellsbær þarf að taka hæsta lán sem bæjarfélagið hefur tekið á einu ári. Skuldahlutfall sveitarfélagsins mun hækka áfram á næstu árum til að standa undir áætluðum framkvæmdum. Rekstur A hluta Mosfellsbæjar mun ekki vera sjálfbær á árinu 2025.Að mati bæjarfulltrúa D og L lista er það áhyggjuefni en engar tillögur um niðurskurð liggja fyrir á rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúar D og L lista hafa ekki haft beina aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar komandi árs og telja sér því ekki fært að greiða atkvæði með henni. Við sitjum því hjá við afgreiðsluna.
Bæjarfulltrúar D og L lista þakka starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - seinni umræða í bæjarstjórn - í gildi.pdfFylgiskjalBreytingar milli umræðna.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2025-2028 - framkomnar tillögur til breytinga - uppfært.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalGjaldskrár og álagning fasteignagjalda Mosfellsbæjar 2025.pdfFylgiskjalKynning - síðari umræða í bæjarstjórn.pdf
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Lögð eru fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028, vegna helstu verkefna skipulagsmála á umhverfissviði, frá fyrri umræðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt. Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir drög að fjárhagsáætlun.
- 28. nóvember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1649
Tillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun lagðar fram.
Framkomnar tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun 2025 til 2028 lagðar fram og eftir atvikum vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
- 28. nóvember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1649
Yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda og gjaldskrár ársins 2025 lagðar fram.
Bæjarstjóri og staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs gerðu grein fyrir tillögum um álagningu fasteignagjalda og þjónustugjalda vegna ársins 2025, ásamt reglum um afslátt af fasteignagjöldum.
- 26. nóvember 2024
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #284
Fjárhagsáætlun 2025 lögð fram og kynnt
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynningu á drögum að fjárhagsáætlun 2025.
- 26. nóvember 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #24
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar fyrir kynningu á drögum að fjárhagsáætlun 2025.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Afgreiðsla 18. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 lögð fyrir umhverfisnefnd
Afgreiðsla 253. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 39. fundar öldungaráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Tillögur sem lagðar voru fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn til breytinga á fjárhagsáætlun 2025-2028 lagðar fram.
Afgreiðsla 1647. fundar bæjarráðs samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Breytingatillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun 2025-2028 lagðar fram.
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til umfjöllunar í bæjarráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
- 19. nóvember 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #24
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 kynnt.
Lagt fram og kynnt.
- 14. nóvember 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #39
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Lagt fram og kynnt.
- 14. nóvember 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1647
Tillögur sem lagðar voru fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn til breytinga á fjárhagsáætlun 2025-2028 lagðar fram.
Tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun 2025 til 2028 sem lagðar voru fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn lagðar fram og eftir atvikum vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
- 13. nóvember 2024
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #438
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2025
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti helstu verkefni og áherslur sem lagðar hafa verið fram í fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Helstu áherslur, sem endurspegla forgangsröðun í þágu barna og fjölskylda, eru:
1 Gjaldskrár vegna þjónustu við börn hækka einungis um 3,5 %
2 Frístundastyrkur verður hækkaður um 14%
3 Lægstu leikskólagjöldin eru í Mosfellsbæ
4 Sama gjald er fyrir börn hjá dagforeldrum og í leikskólum
5 Nýr leikskóli verður tekinn í notkun
6 Endurnýjun skólalóða
7 Krakka Mosó, lýðræðisverkefni
8 Fjárfestum í framtíðinni - aðgerðir fyrir börn og ungmenni:
Aukið aðgengi að fagfólki
Fræðsla fyrir foreldra, börn og ungmenni
Efling á starfi Bólsins
Íþróttir fyrir alla - 12. nóvember 2024
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd #18
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd og nefndin vill þakka fyrir skýra og aðgengilega framsetningu gagna.
- 12. nóvember 2024
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #253
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 lögð fyrir umhverfisnefnd
Lagt fram til kynningar og rætt.
Bókun fulltrúa L lista:
Í málefnasamningi meirihlutans er lögð áhersla á að fagnefndir komi að gerð og undirbúningi fjárhagsáætlunar. Vinir Mosfellsbæjar eru sammála um mikilvægi þess. Nú er kjörtímabilið hálfnað en aðkoma fagnefnda er enn óbreytt frá því sem áður hefur tíðkast og koma drög að fjárhagsáætlun komandi árs fyrst inn á borð Umhverfisnefndar til kynningar að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn. - 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Trúnaðarmerkt drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram.
Afgreiðsla 1645. fundar bæjarráðs samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalKynning - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalTillögur Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.pdf
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Drög að fjárfestingaáætlun velferðarsviðs 2025 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 23. fundar velferðarnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalKynning - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalTillögur Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.pdf
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð þar sem helstu markmið og niðurstöður eru raktar nánar.
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs þökkuðu starfsfólki bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku aðrir bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsfólks.
***
Lagðar voru fram tillögur bæjarfulltrúa D lista Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlun 2025:
Tillaga 1 - Endurskoðun á fyrirkomulagi Vinnuskólans.
Lagt er til að endurskoðað verði fyrirkomulag Vinnuskólans með það í huga að byggja enn frekar ofan á það góða starf sem þar er unnið. Mikilvægt er í dag að styðja vel við vellíðan og öryggi unglinga, styrkja samskiptafærni þeirra, vinnusiðferði og fræða þau á jákvæðan hátt í góðu umhverfi um málefni líðandi stundar. Vinnuskólinn er umhverfi sem hægt er að nýta enn frekar í ofangreint.Endurskoðun þessi gæti jafnvel farið fram með leiðandi sérfræðingum í málefnum unglinga til dæmis í háskólum landsins. Endurskoðun sem hefði það markmið að gera vinnuskólann að krefjandi en á sama tíma gefandi reynslu, jákvæðri vinnu, samvinnu, samstarfi og vináttu.
Auk þess er lagt til að bætt verði við stöðugildi í Vinnuskólanum til að hægt sé að veita eldri borgurum Mosfellsbæjar meiri garðaþjónustu og samliða verði áhöld og tækjabúnaður til verksins endurnýjuð.
Tillaga 2 - Unnið verði að gerð deiliskipulags eldri hverfa Mosfellsbæjar.
Lagt er til að aukið fjármagn verði sett árið 2025 til að vinna við gerð deiliskipulags fyrir eldri hverfi Mosfellsbæjar. Vinna er hafin við þetta verkefni og mikilvægt að klára þessa vinnu til að spara starfsfólki umhverfissviðs tíma og vinnu vegna mála er tengjast ódeiliskipulöguðum hverfum Mosfellsbæjar og samhliða bæta þjónustu við Mosfellinga.Tillaga 3 - Unnið verði að stofnun FabLab smiðju í Mosfellsbæ.
Að sett verði í gang vinna við að koma á stofn FabLab smiðja/nýsköpunarsmiðja sem styður við framsetta atvinnustefnu Mosfellsbæjar.Farið verði í vinnu við að kynna verkefnið fyrir fyrirtækjum í Mosfellsbæ sem myndu vera þátttakendur í verkefninu og gætu komið að því á fjölbreyttan og ólíkan hátt með beinni þátttöku og eða styrkjum.
Tillaga 4 - Úthlutun lóða í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfisins.
Lagt er til að úthlutun lóða í hesthúsahverfinu í nýju deiliskipulagi hesthúsahverfis verði framkvæmd sem fyrst. Taka þarf ákvörðun um lágmarksverð lóða með tilliti til kostnaðar vegna gatnagerðar og kostnaðar við lagnir og ákveða hvernig lóðunum verður úthlutað.Tillaga 5 - Lækkun fasteignaskatta.
Lagt er til að fasteignaskattar verði lækkaðir en ekki hækkaðir eins og boðað er í fjárhagsáætlun.Fasteignagjöld í Mosfellsbæ hafa hækkað mjög mikið undanfarin 2 ár vegna mikillar hækkunar á fasteignamati og mál til komið að þeim hækkunum linni á heimili og fjölskyldur í Mosfellsbæ, sem búa við hátt vaxtastig og verðbólgu.
Tillaga 6 - Tekjur á móti tillögum.
Lagt er til að endurskoðuð verði áætlun á tekjum vegna lóðasölu og byggingarétti í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025. Miðað við þær úthlutanir á lóðum sem eru fram undan í sveitarfélaginu sem eru í eigu Mosfellsbæjar ætti að vera raunhæft að tekjur vegna lóðaúthlutunar og á byggingarétti verði mun hærri en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025.***
Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til umfjöllunar í bæjarráði fyrir síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 og eftir atvikum til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fari 4. desember 2024 og til umfjöllunar í fastanefndum.
- FylgiskjalFjárhagsáætlun 2025 - tillögur um skatta og gjöld.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalGreinargerð með fjárhagsáætlun - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalForsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028 (til birtingar).pdfFylgiskjalKynning - fyrri umræða í bæjarstjórn.pdfFylgiskjalTillögur Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.pdf
- 31. október 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1645
Trúnaðarmerkt drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, gerðu grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025 og árin 2026-2028 og greinargerð með henni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 2. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar nr. 1225/2022.
Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 6. nóvember 2024. Gögn samkvæmt þessum lið njóta trúnaðar fram að fyrri umræðu í bæjarstjórn.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Kynning og umræða um drög að áherslum menningar- og lýðræðisnefndar við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og drög að fjárfestingaáætlun menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs 2025.
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #859
Tillögur velferðarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2025 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 22. fundar velferðarnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. október 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #23
Drög að fjárfestingaáætlun velferðarsviðs 2025 lögð fyrir til kynningar og umræðu.
Lagt fram og kynnt.
- 15. október 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd #22
Kynning og umræða um drög að áherslum menningar- og lýðræðisnefndar við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og drög að fjárfestingaáætlun menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs 2025.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir samhljóða framlagðar áherslur nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Kynning og umræða um drög að áherslum íþrótta- og tómstundanefndar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Afgreiðsla 281. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 9. október 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #858
Tillögur velferðarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2025 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Afgreiðsla 22. fundar velferðarnefndar samþykkt á 858. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. október 2024
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #281
Kynning og umræða um drög að áherslum íþrótta- og tómstundanefndar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða framlagðar áherslur nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.
- 25. september 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #857
Tillaga að uppfærðri tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1639. fundar bæjarráðs samþykkt á 857. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. september 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #22
Tillögur velferðarsviðs vegna fjárhagsáætlunar 2025 lagðar fyrir til kynningar og umræðu.
Lagt fram og rætt.
- 19. september 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1639
Tillaga að uppfærðri tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2025-2028.
- 10. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #848
Tillaga um upphaf vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar 2025 til 2028.
Afgreiðsla 1619. fundar bæjarráðs samþykkt á 848. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. apríl 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1619
Tillaga um upphaf vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar 2025 til 2028.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.