12. nóvember 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Sævar Birgisson (SB) formaður
- Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
- Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
- Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
- Sif Sturludóttir skrifstofa umbóta og þróunar
Fundargerð ritaði
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Innleiðing atvinnustefnu202311200
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir og fer yfir stöðu aðal- og deiliskipulags atvinnusvæða í sveitarfélaginu.
Nefndin þakkar Kristni Pálssyni fyrir góða yfirferð yfir aðal- og deiliskipulag atvinnusvæða. Yfirferðin sýnir að það eru mjög fjölbreytt atvinnusvæði og miklir möguleikar til staðar til að koma á öflugri atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ. Það ásamt þeirri vinnu við að bæta upplýsingagjöf á vef Mosfellsbæjar um atvinnulóðir og atvinnulíf eru mikilvægar aðgerðir í atvinnustefnu Mosfellsbæjar.
Gestir
- Kristinn Pálsson
2. Fab Lab smiðja í Mosfellsbæ202206539
Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar
Tillaga D-lista:
Afgreiðsla á tillögu þessari (tillaga um nýsköpunarsmiðju í Mosfellsbæ) verði frestað.Tillögu hafnað með 3 atkvæðum B og C lista gegn 2 atkvæðum D-lista.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir með 3 atkvæðum B og C lista að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar. Nýsköpunarsmiðja í bókasafni mun vera öflug nýjung í sveitarfélaginu sem mun styðja við og auk möguleika á nýsköpun í öllu skólastarfi. Auk þess að tryggja aðgengi almennings, atvinnulífs og frumkvöðla að nýsköpunarsmiðju í sveitarfélaginu. Fulltrúar D-lista sátu hjá.Bókun D-lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fagna því að málefni þetta sé loksins komið á dagskrá enda hefur flokkurinn lengi haft það að stefnumáli sínu að koma á fót slíkri starfsemi í bænum. Í tillögu þessari er hins vegar að finna ítarlegar og fullmótaðar hugmyndir og stefnur um fyrirkomulag á viðkomandi starfsemi en framangreint hefur fengið enga efnislega umfjöllun á fundum nefndarinnar. Þá hefur ekkert samráð átt sér stað um framangreint innan nefndarinnar. Þessu fyrirkomulagi á starfsháttum atvinnu- og nýsköpunarnefndar er harðlega mótmælt. Sem dæmi má nefna að valin er sú leið í framlagðri tillögu að fremur setja á fót svokallaða nýsköpunarsmiðju fremur en FabLab en mun meiri reynsla er fyrir síðarnefndu starfseminni á landsvísu. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ ítrekað mikilvægi þess að fyrirtæki og atvinnustarfsemi í bænum hafi aðkomu að stofnun slíkrar starfsemi. Auk þess hafa önnur mikilvæg atriði eins og staðsetning, umfang starfsemi og ríkisstyrkir ekki verið rædd í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ telja það því óhjákvæmilegt að fresta beri afgreiðslu á tillögu þessari (Tillögu um nýsköpunarmiðstöð í Mosfellsbæ) og er því hér með lögð fram tillaga þess efnis.Bókun B, C og S lista:
Nýsköpunarsmiðja hefur reglulega verið á dagskrá Atvinnu- og nýsköpunarnefndar og hefur verið vilji og full samstaða innan nefndarinnar um verkefnið. Að setja á laggirnar Nýsköpunarsmiðju er í samræmi við markmið Atvinnustefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var í lok árs 2023 og hluti af innleiðingu hennar. Það er því komið að þeim tímapunkti að setja verkefnið af stað og er tillagan þess efnis. Samkvæmt greinargerð með tillögu þá er hugmyndin að fara skynsamlega af stað í verkefnið og geta þá frekar leyft því að þróast og vaxa með tilliti til notkunar og eftirspurnar. Með staðsetningu á bókasafninu mun nýsköpunarsmiðjan geta þjónað öllum íbúum Mosfellsbæjar og á sama tíma aukið við þjónustu bókasafnsins. Varðandi styrkveitingar þá er ekki verið að útiloka þá með því að setja verkefnið af stað og munu styrkir geta nýst til að stækka verkefnið enn frekar. Meirihluti B, C og S lista sjá ekki ástæðu til að fresta málinu enn frekar, eigi það að geta orðið að veruleika á árinu 2025.Bókun D-lista:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sjá sig knúna til að sitja hjá við atkvæðagreiðslu á tillögu þessari vegna skorts á samráði við undirbúning tillögunnar. Þó vilja fulltrúarnir taka fram að því sé fagnað að málefni þetta sé loksins tekið fyrir3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd og nefndin vill þakka fyrir skýra og aðgengilega framsetningu gagna.
4. Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025202408432
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.
Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á vinnunni við markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ 2024-2025. Tilboð bárust frá nokkrum auglýsingstofum og er stjórnsýslan að yfirfara og meta tilboðin m.t.t. verðs, aðferðafræði og skiluðum afurðum. Gera má ráð fyrir að fyrsta markaðsefnið muni líta dagsins ljós í upphafi árs 2025.