Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. nóvember 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Sævar Birgisson (SB) formaður
  • Jóna Guðrún Kristinsdóttir (JGK) varaformaður
  • Davíð Örn Guðnason (DÖG) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Rúnar Már Jónatansson (RMJ) aðalmaður
  • Guðfinna Birta Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir (ÓDÁ) skrifstofa umbóta og þróunar
  • Sif Sturludóttir skrifstofa umbóta og þróunar

Fundargerð ritaði

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir Skrifstofustjóri umbóta og þróunar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Inn­leið­ing at­vinnu­stefnu202311200

    Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynnir og fer yfir stöðu aðal- og deiliskipulags atvinnusvæða í sveitarfélaginu.

    Nefnd­in þakk­ar Kristni Páls­syni fyr­ir góða yf­ir­ferð yfir aðal- og deili­skipu­lag at­vinnusvæða. Yf­ir­ferð­in sýn­ir að það eru mjög fjöl­breytt at­vinnusvæði og mikl­ir mögu­leik­ar til stað­ar til að koma á öfl­ugri at­vinnu­starf­semi í Mos­fells­bæ. Það ásamt þeirri vinnu við að bæta upp­lýs­inga­gjöf á vef Mos­fells­bæj­ar um at­vinnu­lóð­ir og at­vinnu­líf eru mik­il­væg­ar að­gerð­ir í at­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson
  • 2. Fab Lab smiðja í Mos­fells­bæ202206539

    Tillaga um að komið verði á fót nýsköpunarsmiðju í bókasafni Mosfellsbæjar

    Til­laga D-lista:
    Af­greiðsla á til­lögu þess­ari (til­laga um ný­sköp­un­ar­smiðju í Mos­fells­bæ) verði frestað.

    Til­lögu hafn­að með 3 at­kvæð­um B og C lista gegn 2 at­kvæð­um D-lista.

    At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um B og C lista að kom­ið verði á fót ný­sköp­un­ar­smiðju í bóka­safni Mos­fells­bæj­ar. Ný­sköp­un­ar­smiðja í bóka­safni mun vera öfl­ug nýj­ung í sveit­ar­fé­lag­inu sem mun styðja við og auk mögu­leika á ný­sköp­un í öllu skólastarfi. Auk þess að tryggja að­gengi al­menn­ings, at­vinnu­lífs og frum­kvöðla að ný­sköp­un­ar­smiðju í sveit­ar­fé­lag­inu. Full­trú­ar D-lista sátu hjá.

    Bók­un D-lista:
    Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Mos­fells­bæ fagna því að mál­efni þetta sé loks­ins kom­ið á dagskrá enda hef­ur flokk­ur­inn lengi haft það að stefnu­máli sínu að koma á fót slíkri starf­semi í bæn­um. Í til­lögu þess­ari er hins veg­ar að finna ít­ar­leg­ar og full­mót­að­ar hug­mynd­ir og stefn­ur um fyr­ir­komulag á við­kom­andi starf­semi en fram­an­greint hef­ur feng­ið enga efn­is­lega um­fjöllun á fund­um nefnd­ar­inn­ar. Þá hef­ur ekk­ert sam­ráð átt sér stað um fram­an­greint inn­an nefnd­ar­inn­ar. Þessu fyr­ir­komu­lagi á starfs­hátt­um at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar er harð­lega mót­mælt. Sem dæmi má nefna að valin er sú leið í fram­lagðri til­lögu að frem­ur setja á fót svo­kall­aða ný­sköp­un­ar­smiðju frem­ur en FabLab en mun meiri reynsla er fyr­ir síð­ar­nefndu starf­sem­inni á landsvísu. Þá hef­ur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í Mos­fells­bæ ít­rekað mik­il­vægi þess að fyr­ir­tæki og at­vinnu­starf­semi í bæn­um hafi að­komu að stofn­un slíkr­ar starf­semi. Auk þess hafa önn­ur mik­il­væg at­riði eins og stað­setn­ing, um­fang starf­semi og rík­is­styrk­ir ekki ver­ið rædd í nefnd­inni. Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Mos­fells­bæ telja það því óhjá­kvæmi­legt að fresta beri af­greiðslu á til­lögu þess­ari (Til­lögu um ný­sköp­un­ar­mið­stöð í Mos­fells­bæ) og er því hér með lögð fram til­laga þess efn­is.

    Bók­un B, C og S lista:
    Ný­sköp­un­ar­smiðja hef­ur reglu­lega ver­ið á dagskrá At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar og hef­ur ver­ið vilji og full sam­staða inn­an nefnd­ar­inn­ar um verk­efn­ið. Að setja á lagg­irn­ar Ný­sköp­un­ar­smiðju er í sam­ræmi við markmið At­vinnu­stefnu Mos­fells­bæj­ar sem sam­þykkt var í lok árs 2023 og hluti af inn­leið­ingu henn­ar. Það er því kom­ið að þeim tíma­punkti að setja verk­efn­ið af stað og er til­lag­an þess efn­is. Sam­kvæmt grein­ar­gerð með til­lögu þá er hug­mynd­in að fara skyn­sam­lega af stað í verk­efn­ið og geta þá frek­ar leyft því að þró­ast og vaxa með til­liti til notk­un­ar og eft­ir­spurn­ar. Með stað­setn­ingu á bóka­safn­inu mun ný­sköp­un­ar­smiðj­an geta þjón­að öll­um íbú­um Mos­fells­bæj­ar og á sama tíma auk­ið við þjón­ustu bóka­safns­ins. Varð­andi styrk­veit­ing­ar þá er ekki ver­ið að úti­loka þá með því að setja verk­efn­ið af stað og munu styrk­ir geta nýst til að stækka verk­efn­ið enn frek­ar. Meiri­hluti B, C og S lista sjá ekki ástæðu til að fresta mál­inu enn frek­ar, eigi það að geta orð­ið að veru­leika á ár­inu 2025.

    Bók­un D-lista:
    Full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Mos­fells­bæ sjá sig knúna til að sitja hjá við at­kvæða­greiðslu á til­lögu þess­ari vegna skorts á sam­ráði við und­ir­bún­ing til­lög­unn­ar. Þó vilja full­trú­arn­ir taka fram að því sé fagn­að að mál­efni þetta sé loks­ins tek­ið fyr­ir

  • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

    Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 kynnt fyrir atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

    Drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 kynnt fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd og nefnd­in vill þakka fyr­ir skýra og að­gengi­lega fram­setn­ingu gagna.

  • 4. Mark­aðs­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ 2024-2025202408432

    Starfsmaður nefndarinnar fór yfir stöðuna á verkefninu Markaðsáætlun fyrir Mosfellsbæ sem er hluti af aðgerðaáætlun atvinnustefnu.

    Starfs­mað­ur nefnd­ar­inn­ar fór yfir stöð­una á vinn­unni við mark­aðs­áætlun fyr­ir Mos­fells­bæ 2024-2025. Til­boð bár­ust frá nokkr­um aug­lýs­ing­stof­um og er stjórn­sýsl­an að yf­ir­fara og meta til­boð­in m.t.t. verðs, að­ferða­fræði og skil­uð­um af­urð­um. Gera má ráð fyr­ir að fyrsta mark­aðs­efn­ið muni líta dags­ins ljós í upp­hafi árs 2025.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30