Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. október 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
  • Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
  • Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
  • Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
  • Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
  • Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs

Fundargerð ritaði

Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. End­ur­skoð­un menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar202410216

    Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sam­þykk­ir sam­hljóða fram­komna til­lögu um end­ur­skoð­un á menn­ing­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Í tún­inu heima 2024202408060

    Lögð fram greinargerð um framkvæmd bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2024

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd þakk­ar starfs­mönn­um menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs fyr­ir kynn­ing­una. Dagskrá var fjöl­breytt og vel hald­ið utan um við­burði. Nefnd­in mun vinna ásamt bæj­ar­stjóra og starfs­mönn­um MÍL að því að rýna dagskrá bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima og þróa hana þann­ig að hún styðji sem best við markmið Mos­fells­bæj­ar um að há­tíð­in sé vett­vang­ur menn­ing­ar, hreyf­ing­ar og þátt­töku íbúa í ör­uggu um­hverfi.

    Gestir
    • Hilmar Gunnarsson
  • 3. Vina­bæj­ar­ráð­stefna í Uddevalla í sept­em­ber 2024202405089

    Lagt fram minnisblað um þátttöku Mosfellsbæjar í vinabæjarráðstefnu í Uddevalla í Svíþjóð.

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd þakk­ar Auði Hall­dórs­dótt­ur rit­ara vina­bæj­ar­sam­starfs­ins fyr­ir kynn­ingu á þátt­töku Mos­fells­bæj­ar í vina­bæj­ar­ráð­stefnu í Uddevalla. Jafn­framt fel­ur nefnd­in sendi­nefnd­inni að koma lær­dómi ráð­stefn­unn­ar á fram­færi við við­eig­andi starfs­menn hjá Mos­fells­bæ.

  • 4. Okk­ar Mosó 2025202410207

    Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um framkvæmd lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.

    Lögð fram svohljóð­andi til­laga B, S og C lista:

    Lagt er til að á ár­inu 2025 verði lögð áhersla á þátt­töku barna í verk­efn­inu Okk­ar Mosó. Starfs­mönn­um Menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs verði fal­ið að vinna að út­færslu verk­efn­is­ins í sam­starfi við fræðslu- og frí­stunda­svið og um­hverf­is­svið.

    Með til­lög­unni fylgdi grein­ar­gerð.

    Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sam­þykk­ir sam­hljóða fram­komna til­lögu um Okk­ar Mosó árið 2025

    • 5. Inn­kaupanefnd lista­verka202311073

      Lögð fram drög að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ.

      Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd ræddi fram­komna til­lögu að starfs­regl­um fyr­ir inn­kaupanefnd lista­verka hjá Mos­fells­bæ og fól for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála að upp­færa til­lög­una á grunni hjá­lagðra minn­ispunkta.

      • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

        Kynning og umræða um drög að áherslum menningar- og lýðræðisnefndar við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og drög að fjárfestingaáætlun menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs 2025.

        Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd sam­þykk­ir sam­hljóða fram­lagð­ar áhersl­ur nefnd­ar­inn­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar Mos­fells­bæj­ar 2025.

      • 7. Óform­leg rými til sýn­ing­ar­halds lista­manna í Mos­fells­bæ202403195

        Forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir stöðu mála varðandi óformleg sýningarrými í Mosfellsbæ.

        Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd þakk­ar for­stöðu­manni bóka­safns og menn­ing­ar­mála fyr­ir kynn­ingu á stöðu verk­efn­is­ins.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35