15. október 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) formaður
- Hilmar Tómas Guðmundsson(HTG) varaformaður
- Franklín Ernir Kristjánsson (FEK) aðalmaður
- Kristján Erling Jónsson (KEJ) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Kjartan Jóhannes Hauksson (KJH) áheyrnarfulltrúi
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) varamaður
- Auður Halldórsdóttir þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
Fundargerð ritaði
Auður Halldórsdóttir Forstöðumaður menningarmála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar202410216
Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir samhljóða framkomna tillögu um endurskoðun á menningarstefnu Mosfellsbæjar.
2. Í túninu heima 2024202408060
Lögð fram greinargerð um framkvæmd bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2024
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar starfsmönnum menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs fyrir kynninguna. Dagskrá var fjölbreytt og vel haldið utan um viðburði. Nefndin mun vinna ásamt bæjarstjóra og starfsmönnum MÍL að því að rýna dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima og þróa hana þannig að hún styðji sem best við markmið Mosfellsbæjar um að hátíðin sé vettvangur menningar, hreyfingar og þátttöku íbúa í öruggu umhverfi.
Gestir
- Hilmar Gunnarsson
3. Vinabæjarráðstefna í Uddevalla í september 2024202405089
Lagt fram minnisblað um þátttöku Mosfellsbæjar í vinabæjarráðstefnu í Uddevalla í Svíþjóð.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar Auði Halldórsdóttur ritara vinabæjarsamstarfsins fyrir kynningu á þátttöku Mosfellsbæjar í vinabæjarráðstefnu í Uddevalla. Jafnframt felur nefndin sendinefndinni að koma lærdómi ráðstefnunnar á framfæri við viðeigandi starfsmenn hjá Mosfellsbæ.
4. Okkar Mosó 2025202410207
Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um framkvæmd lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.
Lögð fram svohljóðandi tillaga B, S og C lista:
Lagt er til að á árinu 2025 verði lögð áhersla á þátttöku barna í verkefninu Okkar Mosó. Starfsmönnum Menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs verði falið að vinna að útfærslu verkefnisins í samstarfi við fræðslu- og frístundasvið og umhverfissvið.
Með tillögunni fylgdi greinargerð.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir samhljóða framkomna tillögu um Okkar Mosó árið 2025
5. Innkaupanefnd listaverka202311073
Lögð fram drög að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd ræddi framkomna tillögu að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ og fól forstöðumanni bókasafns og menningarmála að uppfæra tillöguna á grunni hjálagðra minnispunkta.
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Kynning og umræða um drög að áherslum menningar- og lýðræðisnefndar við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og drög að fjárfestingaáætlun menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs 2025.
Menningar- og lýðræðisnefnd samþykkir samhljóða framlagðar áherslur nefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2025.
7. Óformleg rými til sýningarhalds listamanna í Mosfellsbæ202403195
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir stöðu mála varðandi óformleg sýningarrými í Mosfellsbæ.
Menningar- og lýðræðisnefnd þakkar forstöðumanni bókasafns og menningarmála fyrir kynningu á stöðu verkefnisins.