31. október 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Trúnaðarmerkt drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 ásamt greinargerð lögð fram.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs, gerðu grein fyrir drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025 og árin 2026-2028 og greinargerð með henni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn samkvæmt 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 2. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar nr. 1225/2022.
Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð miðvikudaginn 6. nóvember 2024. Gögn samkvæmt þessum lið njóta trúnaðar fram að fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
- Pétur J. Lockton, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2025202410436
Gjaldskrá Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu 2025 lögð fram til samþykktar
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og vísar henni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
3. Reiðstígar í Mosfellsbæ202310509
Lögð er fyrir bæjarráð stöðuskýrsla um reiðstíga í Mosfellsbæ og tillaga um næstu skref.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að stofna starfshóp varðandi reiðstíga og reiðslóða í Mosfellsbæ í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Ályktun Skógræktarfélags Íslands um vörsluskyldu búfjár202410653
Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár.
Lagt fram.
5. Samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar202410176
Tillaga um þátttöku í samstarfi á sviði endurhæfingar lögð fyrir til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um þátttöku í samstarfi þjónustuaðila á sviði endurhæfingar og felur sviðsstjóra velferðarsviðs að undirrita samkomulagið fyrir hönd Mosfellsbæjar.