4. apríl 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stofnframlög vegna kaupa á félagslegu húsnæði 2024-2025202403837
Lagt er til að samþykkt verði stofnframlag vegna kaupa Mosfellsbæjar á allt að fjórum íbúðum á árunum 2024 og 2025. Stofnframlag Mosfellsbæjar er 12%.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum stofnframlag vegna kaupa Mosfellsbæjar á allt að fjórum íbúðum til félagslegrar leigu á árunum 2024 og 2025 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
2. Umsókn Brynju leigufélags um stofnframlag202304054
Lagt er til að samþykkt verði stofnframlag til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum stofnframlag til Brynju leigufélags vegna kaupa á tveimur íbúðum í Mosfellsbæ, einni tveggja herbergja og einni þriggja herbergja, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs
3. Innleiðing snjallmæla í Mosfellsbæ202403893
Óskað er heimildar bæjarráðs til að kaupa snjallmælalausn (mæla, lesara og hugbúnað) fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila kaup á snjallmælalausn fyrir Hitaveitu Mosfellsbæjar í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
4. Helgafellskóli - íþróttahús, nýframkvæmdir202201418
Óskað er heimildar bæjarráðs til að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda í útboði um innréttingu íþróttahúss Helgafellsskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Land og verk, í kjölfar útboðs að því gefnu að skilyrði útboðsgagna hafi verið uppfyllt.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða fimm daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
Gestir
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
5. Yfirborðsfrágangur í eldri og nýrri hverfum202402420
Óskað er heimildar bæjarráðs til útboðs á yfirborðsfrágangi gangstétta í eldri og nýrri hverfum sumarið 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út yfirborðsfrágang í eldri og nýrri hverfum í Mosfellsbæ sumarið 2024 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfandi deildarstjóri eignasjóðs
6. Leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ202305240
Lagt er til að bæjarráð samþykki fyrirliggjandi samstarfsyfirlýsingu við Hopp vegna ársins 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum hjálagða samstarfsyfirlýsingu við Hopp í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Tillaga um upphaf vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar 2025 til 2028.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hefja vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028 í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
8. Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi útleigu á lausum tímum í Fellinu202402401
Erindi Ungmennafélagsins Aftureldingar varðandi útleigu á lausum tímum í Fellinu lagt fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að undirbúa gerð samnings við Aftureldingu um leigu á lausum tímum í Fellinu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
9. Tindahlaup Mosfellsbæjar201502343
Lagt er til að samningur vegna Tindahlaups Mosfellsbæjar til næstu þriggja ára verði samþykktur af hálfu Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi samning um Tindahlaup Mosfellsbæjar og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
10. Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun202403768
Bréf umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis þar sem kallað er eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.
Lagt fram.
11. Hljóðvist í skólum202403694
Bréf frá umboðsmanni barna þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið um mikilvægi þess að hljóðvist í skólum sé góð og vísar bréfinu til skoðunar á umhverfissviði.
12. Kæra til ÚUA vegna stjórnvaldsákvörðunar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar um fjárlægingu tveggja smáhýsa á lóð Hamrabrekku 11 92024202401562
Úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála lagður fram til kynningar.
Lagt fram.
13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra202403886
Frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Umsagnarfestur er til 8. apríl nk.
Lagt fram.