28. nóvember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Samþykkt var með fimm atkvæðum að taka á dagskrá fundarins tvö ný mál sem verði nr. 8 og 9 á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - álagning fasteignaskatta og gjalda202401260
Yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda og gjaldskrár ársins 2025 lagðar fram.
Bæjarstjóri og staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs gerðu grein fyrir tillögum um álagningu fasteignagjalda og þjónustugjalda vegna ársins 2025, ásamt reglum um afslátt af fasteignagjöldum.
Gestir
- Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - breytingatillögur202401260
Tillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun lagðar fram.
Framkomnar tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun 2025 til 2028 lagðar fram og eftir atvikum vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
3. Meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi - framvinduskýrsla202309272
Upplýsingar um stöðu urðunar í Álfsnesi lagðar fram.
Bæjarstjóri kynnti stöðu og þróun urðunar í Álfsnesi og þau verkefni sem hafa verið efst á baugi frá því síðasta framvinduskýrsla var kynnt.
Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með góðan framgang verkefnisins.
- FylgiskjalStaða urðunar við Álfsnes - eftirfylgni vegna viðauka við eigendasamkomulag.pdfFylgiskjal4. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjalKynning á 4. fundi verkefnastjórnar.pdfFylgiskjal5. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal6. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjal7. fundur verkefnastjórnar urðunarstaðar.pdfFylgiskjalHugmyndasamkeppni um frágang og framtíðarnýtingu urðunarstaðar í Álfnesi - Verkefnalýsing.pdf
4. Félagsaðstaða í Varmá - hönnun og fyrsti áfangi202411617
Tillaga að hönnun og fyrsta áfanga félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í Varmá.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila undirbúning hönnunar og framkvæmda fyrsta áfanga félagsaðstöðu að Varmá í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og vísar tillögunni til síðari umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
5. Aðstæður að Varmá fyrir Bestu deildina tímabilið 2025202410254
Tillaga menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að úrbótum að Varmá til að mæta kröfum KSÍ og UEFA um umgjörð á leikvöngum félaga sem leika í Bestu deild karla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að úrbótum að Varmá og vísar tillögunni til síðari umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
6. Heitur pottur með rampi fyrir hreyfihamlaða202411616
Tillaga um fjármögnun framkvæmdar við heitan pott með rampi fyrir hreyfihamlaða í Lágafellslaug.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu er varðar vinnu við fjármögnun framkvæmda við heitan pott með rampi fyrir hreyfihamlaða.
Gestir
- Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
7. Þrettándabrenna neðan Holtahverfis við Leirvog - umsagnarbeiðni202411566
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi erindi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
8. Boðað verkfall i leikskólanum Höfðabergi202411729
Boðað ótímabundið verkfall í leikskólanum Höfðabergi sem hefst 10. desember 2024 kl. 00:01.
Tilkynning Kennarasamband Íslands um úrslit atkvæðagreiðslu meðal félaga í Félagi leikskólakennara sem starfa í leikskólanum Höfðabergi, Mosfellsbæ, um ótímabundið verkfall sem hefst 10. desember 2024 kl. 00:01 lögð fram.
Bæjarstjóri upplýsti um áhrif boðaðs verkfalls á starfsem leikskólans.
9. Kosning í nefndir og ráð202205456
Tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í yfirkjörstjórn.
Fyrir fundinum lá tillaga D lista um að Sigurður Árni Reynisson verði varafulltrúi í yfirkjörstjórn í stað Davíðs Arnar Guðnasonar. Ekki komu fram aðrar tillögur og taldist viðkomandi því rétt kjörinn.