Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. nóvember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Sam­þykkt var með fimm at­kvæð­um að taka á dagskrá fund­ar­ins tvö ný mál sem verði nr. 8 og 9 á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 - álagn­ing fast­eigna­skatta og gjalda202401260

    Yfirlit yfir álagningu fasteignagjalda og gjaldskrár ársins 2025 lagðar fram.

    Bæj­ar­stjóri og stað­gengill sviðs­stjóra fjár­mála- og áhættu­stýr­ing­ar­sviðs gerðu grein fyr­ir til­lög­um um álagn­ingu fast­eigna­gjalda og þjón­ustu­gjalda vegna árs­ins 2025, ásamt regl­um um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um.

    Gestir
    • Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs
  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 - breyt­inga­til­lög­ur202401260

    Tillögur L lista Vina Mosfellsbæjar við fjárhagsáætlun lagðar fram.

    Fram­komn­ar til­lög­ur til breyt­inga á fjár­hags­áætlun 2025 til 2028 lagð­ar fram og eft­ir at­vik­um vísað til frek­ari vinnslu inn­an stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar.

  • 3. Með­höndl­un úr­gangs í Álfs­nesi - fram­vindu­skýrsla202309272

    Upplýsingar um stöðu urðunar í Álfsnesi lagðar fram.

    Bæj­ar­stjóri kynnti stöðu og þró­un urð­un­ar í Álfs­nesi og þau verk­efni sem hafa ver­ið efst á baugi frá því síð­asta fram­vindu­skýrsla var kynnt.

    Bæj­ar­ráð lýs­ir yfir mik­illi ánægju með góð­an fram­gang verk­efn­is­ins.

  • 4. Fé­lags­að­staða í Varmá - hönn­un og fyrsti áfangi202411617

    Tillaga að hönnun og fyrsta áfanga félagsaðstöðu fyrir Aftureldingu í Varmá.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila und­ir­bún­ing hönn­un­ar og fram­kvæmda fyrsta áfanga fé­lags­að­stöðu að Varmá í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu og vís­ar til­lög­unni til síð­ari um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar í bæj­ar­stjórn.

    Gestir
    • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
    • 5. Að­stæð­ur að Varmá fyr­ir Bestu deild­ina tíma­bil­ið 2025202410254

      Tillaga menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs að úrbótum að Varmá til að mæta kröfum KSÍ og UEFA um umgjörð á leikvöngum félaga sem leika í Bestu deild karla.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu að úr­bót­um að Varmá og vís­ar til­lög­unni til síð­ari um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar í bæj­ar­stjórn.

      Gestir
      • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
      • 6. Heit­ur pott­ur með rampi fyr­ir hreyfi­haml­aða202411616

        Tillaga um fjármögnun framkvæmdar við heitan pott með rampi fyrir hreyfihamlaða í Lágafellslaug.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu er varð­ar vinnu við fjár­mögn­un fram­kvæmda við heit­an pott með rampi fyr­ir hreyfi­haml­aða.

        Gestir
        • Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs
        • 7. Þrett­ánda­brenna neð­an Holta­hverf­is við Leir­vog - um­sagn­ar­beiðni202411566

          Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna þrettándabrennu neðan Holtahverfis við Leirvog.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi er­indi með fyr­ir­vara um já­kvæða um­sögn slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

        • 8. Boð­að verk­fall i leik­skól­an­um Höfða­bergi202411729

          Boðað ótímabundið verkfall í leikskólanum Höfðabergi sem hefst 10. desember 2024 kl. 00:01.

          Til­kynn­ing Kenn­ara­sam­band Ís­lands um úr­slit at­kvæða­greiðslu með­al fé­laga í Fé­lagi leik­skóla­kenn­ara sem starfa í leik­skól­an­um Höfða­bergi, Mos­fells­bæ, um ótíma­bund­ið verk­fall sem hefst 10. des­em­ber 2024 kl. 00:01 lögð fram.

          Bæj­ar­stjóri upp­lýsti um áhrif boð­aðs verk­falls á starf­sem leik­skól­ans.

          • 9. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð202205456

            Tillaga um breytingu á skipan varafulltrúa í yfirkjörstjórn.

            Fyr­ir fund­in­um lá til­laga D lista um að Sig­urð­ur Árni Reyn­is­son verði var­a­full­trúi í yfir­kjör­stjórn í stað Dav­íðs Arn­ar Guðna­son­ar. Ekki komu fram að­r­ar til­lög­ur og tald­ist við­kom­andi því rétt kjör­inn.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:51