19. september 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vetrarþjónusta í Mosfellsbæ - útboð202405205
Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til töku tilboða vegna útboðs á vetrarþjónustu í Mosfellsbæ.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði töku tilboða vegna útboðs á vetrarþjónustu í Mosfellsbæ að því gefnu að kröfur útboðsgagna séu uppfylltar.
Vakin er athygli á því að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða tíu daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um framangreinda ákvörðun.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - tíma- og verkáætlun.202401260
Tillaga að uppfærðri tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum uppfærða tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2025-2028.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027 - viðauki202303627
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024. Heildaráhrif viðaukans á fjárhagsáætlun ársins eru þau að rekstrarniðurstaða lækkar um 15,1 m.kr., fjárfestingar aukast um 19 m.kr. og handbært fé lækkar um 34,1 m.kr.
4. Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029202409226
Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 lögð fram til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.