Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. september 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður

Fundargerð ritaði

Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vetr­ar­þjón­usta í Mos­fells­bæ - út­boð202405205

    Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að ganga til töku tilboða vegna útboðs á vetrarþjónustu í Mosfellsbæ.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði töku til­boða vegna út­boðs á vetr­ar­þjón­ustu í Mos­fells­bæ að því gefnu að kröf­ur út­boðs­gagna séu upp­fyllt­ar.

    Vakin er at­hygli á því að sam­kvæmt 86. gr. laga um op­in­ber inn­kaup þarf að líða tíu daga bið­tími frá ákvörð­un um töku til­boðs til gerð­ar samn­ings. Heim­ilt er að skjóta ákvörð­un bæj­ar­ráðs til kær­u­nefnd­ar út­boðs­mála og er kæru­frest­ur sam­kvæmt 106. gr. laga um op­in­ber inn­kaup 20 dag­ar frá því að kær­anda var eða mátti vera kunn­ugt um fram­an­greinda ákvörð­un.

  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028 - tíma- og ver­káætlun.202401260

    Tillaga að uppfærðri tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2025-2028 lögð fram til afgreiðslu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um upp­færða tíma- og ver­káætlun vegna und­ir­bún­ings og af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2025-2028.

    • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027 - við­auki202303627

      Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til afgreiðslu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi við­auka 2 við fjár­hags­áætlun 2024. Heild­aráhrif við­auk­ans á fjár­hags­áætlun árs­ins eru þau að rekstr­arnið­ur­staða lækkar um 15,1 m.kr., fjárfestingar aukast um 19 m.kr. og handbært fé lækkar um 34,1 m.kr.

    • 4. Fjár­hags­áætlun Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2025-2029202409226

      Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 lögð fram til staðfestingar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2025.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 07:59