14. nóvember 2024 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir upplýsinga- og skjalastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 - breytingatillögur202401260
Tillögur sem lagðar voru fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn til breytinga á fjárhagsáætlun 2025-2028 lagðar fram.
Tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun 2025 til 2028 sem lagðar voru fram við fyrri umræðu í bæjarstjórn lagðar fram og eftir atvikum vísað til frekari vinnslu innan stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
2. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ202405362
Tillaga um töku tilboðs vegna útboðs á endurskoðun ársreikninga Mosfellsbæjar og stofnunum sveitarfélagsins 2024-2028.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að gengið verði til samninga við Enor ehf., lægstbjóðanda í útboði á endurskoðun Mosfellsbæjar og stofnana sveitarfélagsins, til fimm ára með heimild til framlengingar um eitt ár.
3. Starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2025202411092
Starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) fyrir árið 2025 ásamt tillögu um árgjald lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi starfs- og fjárhagsáætlun SSH fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
4. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni aldraðra202411099
Frá velferðarnefnd Alþingis frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni aldraðra. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember nk.
Lagt fram.
5. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum202411100
Frá velferðarnefnd Alþingis tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Umsagnarfrestur er til 20. nóvember nk.
Lagt fram.