13. nóvember 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
- Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
- Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
- Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
- Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Viktoría Unnur Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslu- og frístundasvið
- Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
- Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
Fundargerð ritaði
Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundasviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Farsæld barna 2024202403152
Staða innleiðingar á lögum um farsæld barna
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á stöðumati á framkvæmd við innleiðingu á Farsæld barna og aðgerðaráætlun næsta árs. Fræðslunefnd mun fylgjast áfram með framkvæmdinni og fá frekari kynningu eftir því sem fram líður.
Gestir
- Elvar Jónsson leiðtogi farsældar barna
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028202401260
Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2025
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs kynnti helstu verkefni og áherslur sem lagðar hafa verið fram í fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028.
Helstu áherslur, sem endurspegla forgangsröðun í þágu barna og fjölskylda, eru:
1 Gjaldskrár vegna þjónustu við börn hækka einungis um 3,5 %
2 Frístundastyrkur verður hækkaður um 14%
3 Lægstu leikskólagjöldin eru í Mosfellsbæ
4 Sama gjald er fyrir börn hjá dagforeldrum og í leikskólum
5 Nýr leikskóli verður tekinn í notkun
6 Endurnýjun skólalóða
7 Krakka Mosó, lýðræðisverkefni
8 Fjárfestum í framtíðinni - aðgerðir fyrir börn og ungmenni:
Aukið aðgengi að fagfólki
Fræðsla fyrir foreldra, börn og ungmenni
Efling á starfi Bólsins
Íþróttir fyrir alla
Fræðslunefnd vill koma á framfæri innilegum hamingjuóskum til Helgafellsskóla sem hlaut Íslensku menntaverðlaunin í síðustu viku fyrir framúrskarandi þróunarverkefni, Snjallræði. Verkefnið ber öflugu skólastarfi í Helgafellsskóla fagurt vitni.