Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. nóvember 2024 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) formaður
  • Hrafnhildur Gísladóttir (HG) varaformaður
  • Elín María Jónsdóttir (EMJ) aðalmaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) aðalmaður
  • Elín Anna Gísladóttir (EAG) áheyrnarfulltrúi
  • Elín Árnadóttir (EÁ) aðalmaður
  • Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóna Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Viktoría Unnur Viktorsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslu- og frístundasvið
  • Þrúður Hjelm fræðslu- og frístundasvið
  • Ólöf Kristín Sívertsen sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs

Fundargerð ritaði

Gunnhildur Sæmundsdóttir ráðgjafi á fræðslu- og frístundasviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Far­sæld barna 2024202403152

    Staða innleiðingar á lögum um farsæld barna

    Fræðslu­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu á stöðumati á fram­kvæmd við inn­leið­ingu á Far­sæld barna og að­gerðaráætlun næsta árs. Fræðslu­nefnd mun fylgjast áfram með fram­kvæmd­inni og fá frek­ari kynn­ingu eft­ir því sem fram líð­ur.

    Gestir
    • Elvar Jónsson leiðtogi farsældar barna
  • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2025 til 2028202401260

    Kynning á drögum að fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs 2025

    Sviðs­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs kynnti helstu verk­efni og áhersl­ur sem lagð­ar hafa ver­ið fram í fjár­hags­áætlun fyr­ir árin 2025-2028.

    Helstu áhersl­ur, sem end­ur­spegla for­gangs­röðun í þágu barna og fjöl­skylda, eru:
    1 Gjald­skrár vegna þjón­ustu við börn hækka ein­ung­is um 3,5 %
    2 Frí­stunda­styrk­ur verð­ur hækk­að­ur um 14%
    3 Lægstu leik­skóla­gjöld­in eru í Mos­fells­bæ
    4 Sama gjald er fyr­ir börn hjá dag­for­eldr­um og í leik­skól­um
    5 Nýr leik­skóli verð­ur tek­inn í notk­un
    6 End­ur­nýj­un skóla­lóða
    7 Krakka Mosó, lýð­ræð­is­verk­efni
    8 Fjár­fest­um í fram­tíð­inni - að­gerð­ir fyr­ir börn og ung­menni:
    Auk­ið að­gengi að fag­fólki
    Fræðsla fyr­ir for­eldra, börn og ung­menni
    Efl­ing á starfi Bóls­ins
    Íþrótt­ir fyr­ir alla

    Fræðslu­nefnd vill koma á fram­færi inni­leg­um ham­ingjuósk­um til Helga­fells­skóla sem hlaut Ís­lensku mennta­verð­laun­in í síð­ustu viku fyr­ir framúrsk­ar­andi þró­un­ar­verk­efni, Snjall­ræði. Verk­efn­ið ber öfl­ugu skólastarfi í Helga­fells­skóla fag­urt vitni.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00