Mál númer 202209298
- 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs.
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #586
Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samræmi við umræður.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Lagt er til að bæjarráð samþykki að vinna við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Afgreiðsla 1569. fundar bæjarráðs samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. febrúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1569
Lagt er til að bæjarráð samþykki að vinna við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vinnu við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1558
Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og nánari skoðunar bæjarstjóra.
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna undirbúnings hugsanlegrar viljayfirlýsingar um frekari skoðun deiliskipulagsbreytinga. Skipulagsnefnd vísar málinu jafnframt til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins vegna umfjöllunar um mögulega fjölgun íbúða innan skilgreinds íbúðarfleka ÍB120.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.
Lagt fram og kynnt. Erindinu og efni þess er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns.
Samþykkt með fimm atkvæðum.