Mál númer 202209298
- 4. desember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #862
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 621. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 29. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #621
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd synjar með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu og því umfangi uppbyggingar sem útfærslan sýnir.
- 20. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #861
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 620. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 861. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #620
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Frestað vegna tímaskorts
- 6. nóvember 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #860
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.
Afgreiðsla 619. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 860. fundi bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.
- 1. nóvember 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #619
Lögð eru fram til kynningar vinnslutillaga og drög að deiliskipulagsbreytingu fyrir uppbyggingu að Bröttuhlíð.
Frestað vegna tímaskorts.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkfræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 607. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 1. mars 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #607
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkfræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa endurskoðun tillagna með áherslu á áhrif uppbyggingar á nærliggjandi svæði. Þannig skal við frekari úrfærslur í auknu mæli líta til núverandi byggðarmynsturs við Bröttuhlíð. Skipulagsnefnd áréttar að umrætt landsvæði er og hefur á uppdráttum aðalskipulags Mosfellsbæjar verið fyrirhugað sem íbúðar- og uppbyggingarsvæði. Verkefnið skal unnið og rýnt samhliða nýju aðalskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir því ekki að auglýsa og kynna fyrirliggjandi gögn og útfærslur.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkefræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar.
Afgreiðsla 606. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. febrúar 2024
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #606
Lögð eru fram til kynningar og umræðu drög að frekari umferðarrýni Eflu verkefræðistofu vegna deiliskipulagstillögu fyrir uppbyggingu við Bröttuhlíð, í samræmi við afgreiðslu á 603. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru tillögudrög að deiliskipulagsbreytingu til umfjöllunar.
Frestað vegna tímaskorts
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Lögð eru fram til kynningar og umræðu vinnslutillögur og drög frekari uppbyggingar og deiliskipulagsbreytingar Bröttuhlíðar. Til umræðu eru uppdrættir, greinargerð og byggingarskilmálar hönnuða auk minnisblaðs umhverfissviðs með ábendingum og spurningum af forkynningar- og samráðsfundi íbúa og hagaðila, sem haldinn var þann 12.12.2023 í sal bókasafns Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 603. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 15. desember 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #603
Lögð eru fram til kynningar og umræðu vinnslutillögur og drög frekari uppbyggingar og deiliskipulagsbreytingar Bröttuhlíðar. Til umræðu eru uppdrættir, greinargerð og byggingarskilmálar hönnuða auk minnisblaðs umhverfissviðs með ábendingum og spurningum af forkynningar- og samráðsfundi íbúa og hagaðila, sem haldinn var þann 12.12.2023 í sal bókasafns Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd fagnar og þakkar íbúum fyrir góða þátttöku á forkynningarfundi. Einnig þakkar nefndin starfsfólki, hönnuðum og ráðgjöfum fyrir greinargóð svör og fundarstjórn. Nefndin telur mikilvægt að vandað sé til verka við hönnun og framkvæmd frekari uppbyggingar við Bröttuhlíð, svo nýta megi svæðið áfram til uppbyggingar í samræmi við áætlanir aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði áframhaldandi vinnu máls. Rýna skal ábendingar og spurningar íbúa vandlega og í samræmi við þær huga að umferð og umferðaröryggi götu og svæðis, athuga aðrar mögulegar gatnatengingar auk þess að greina byggingarmagn vandlega. Þá vill skipulagsnefnd leggja sérstaka áherslu á að við gerð uppbyggingarsamninga verði sett ströng skilyrði um framkvæmd, framvindu, frágang og alla helstu þætti uppbyggingarinnar. Skipulagsnefnd setur það sem skilyrði fyrir mögulegri samþykkt skipulags að verkefni verði tímasett og áfangaskipt með bindandi hætti svo takmarka megi rask og truflun aðliggjandi íbúa eins og kostur er.
- 13. september 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #834
Lögð eru fram til frekari umræðu drög tillagna Undra arkitekta að breytingum og uppbyggingu við Bröttuhlíð, í framhaldi af kynningu á 594. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 595. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 834. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 8. september 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #595
Lögð eru fram til frekari umræðu drög tillagna Undra arkitekta að breytingum og uppbyggingu við Bröttuhlíð, í framhaldi af kynningu á 594. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að unnin verði frekari kynningargögn og undirbúið samráð og kynning frumdraga fyrir íbúum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- 30. ágúst 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #833
Kynning á vinnsludrögum og tillögum að frekari nýtingu svæðis að Hulduhóla við Bröttuhlíð. Arkitektar frá Undra Arkitektum sýna frumdrög gagna og kynna sínar tillögur.
Afgreiðsla 590. fundar skipulagsefndar samþykkt á 833. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 25. ágúst 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #594
Sindri Birgisson, verkefnastjóri skipulagsmála á umhverfissviði, tók sæti á fundinum undir 6. lið.Kynning á vinnsludrögum og tillögum að frekari nýtingu svæðis að Hulduhóla við Bröttuhlíð. Arkitektar frá Undra Arkitektum sýna frumdrög gagna og kynna sínar tillögur.
Lagt fram og kynnt. Arkitektarnir Fernando de Mendonça, Gísli Jónsson og Hans H. Tryggvason taka þátt í umræðum og svara spurningum. Skipulagsnefnd þakkar kynninguna og felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinna máls og frekari rýni nýrra gagna.
- 21. júní 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #831
Innra minnisblað og vinnugögn skipulagsfulltrúa lögð fram til upplýsinga um stöðu greiningarvinnu og gerð rýnigagna vegna hugmynda um frekari uppbyggingu Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð.
Afgreiðsla 592. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 831. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #592
Innra minnisblað og vinnugögn skipulagsfulltrúa lögð fram til upplýsinga um stöðu greiningarvinnu og gerð rýnigagna vegna hugmynda um frekari uppbyggingu Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 15. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #823
Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs.
Afgreiðsla 586. fundar bæjarráðs samþykkt á 823. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. mars 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #586
Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls í samræmi við umræður.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Lagt er til að bæjarráð samþykki að vinna við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Afgreiðsla 1569. fundar bæjarráðs samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. febrúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1569
Lagt er til að bæjarráð samþykki að vinna við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vinnu við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
- 7. desember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #817
Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 1558. fundar bæjarráðs samþykkt á 817. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. nóvember 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1558
Erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., með ósk um frekari uppbyggingu og breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Málinu var vísað til bæjarráðs eftir umræður og afgreiðslu á 576. fundi skipulagsnefndar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og nánari skoðunar bæjarstjóra.
- 9. nóvember 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #815
Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.
Afgreiðsla 576. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 815. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 4. nóvember 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #576
Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna undirbúnings hugsanlegrar viljayfirlýsingar um frekari skoðun deiliskipulagsbreytinga. Skipulagsnefnd vísar málinu jafnframt til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins vegna umfjöllunar um mögulega fjölgun íbúða innan skilgreinds íbúðarfleka ÍB120.
Samþykkt með fimm atkvæðum. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.
Lagt fram og kynnt. Erindinu og efni þess er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns.
Samþykkt með fimm atkvæðum.