4. nóvember 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - deiliskipulagsbreyting202203513
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 06.10.2022, með athugasemdum við samþykkta deiliskipulagsbreytingu fyrir Sunnukrika 3, 5 og 7. Mosfellsbær sendi erindi, uppdrætti og gögn til yfirferðar þann 19.09.2022. Athugasemdir lúta að hljóðvist, bílastæðum og bílakjöllurum. Hjálagður er uppfærður deiliskipulagsuppdráttur þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda auk svarbréfar til Skipulagsstofnunar.
Athugasemdir kynntar ásamt drögum að svörum. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar og er skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemdum í samræmi við fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt að nýju og mun Mosfellsbær því í samræmi við svörun annast gildistöku skipulagsins með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna uppfærslu á greinargerð, bættra skilmála og lagfærðrar uppdráttar í samræmi við athugasemdir. Samþykkt með fimm atkvæðum.
2. Hamrar hjúkrunarheimili - deiliskipulagsbreyting202209130
Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar og stækkunar hjúkrunarheimilisins Hamra að Langatanga. Lýsingin var kynnt og auglýst í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Lýsingin var send til umsagnar- og hagsmunaaðila í samræmi við gögn. Umsagnafrestur var frá 06.10.2022 til og með 24.10.2022. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 18.10.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 24.10.2022 og Skipulagsstofnun, dags. 24.10.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalHjúkrunarheimilið Hamar- ábendingar frá Veitum.pdfFylgiskjalDeiliskipulagslýsing, Eirhamrar. Umsögn Skipulagsstofnunnar.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ 24 október 2022 - Hamrar skipulagslýsing.pdfFylgiskjalMiðsvæði Mosfellsbær Eirhamrar- Skipulagslýsing - tillaga.pdfFylgiskjalAuglýsing í Mosfellingi.pdf
3. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna undirbúnings hugsanlegrar viljayfirlýsingar um frekari skoðun deiliskipulagsbreytinga. Skipulagsnefnd vísar málinu jafnframt til yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins vegna umfjöllunar um mögulega fjölgun íbúða innan skilgreinds íbúðarfleka ÍB120.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Almenn fyrirspurn Skipulagsstofnunar vegna endurskoðunar aðalskipulags í kjölfar kosninga202210559
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.2022, þar sem spurst er fyrir um áform um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Erindið er almennt í kjölfar yfirstaðinna kosninga og nýs kjörtímabils. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Ákvörðun sveitarstjórnar skal liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum nr. 725, þann 21.09.2018 tillögu skipulagsnefndar um að hefja endurskoðun aðalskipulags með vísan í 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 4.8.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Ákvörðun sú var í framhaldinu tilkynnt Skipulagsstofnun. Endurskoðun aðalskipulagsins er enn yfirstandandi og hefur því miður tafist vegna ytri aðstæðna og umfangs. Vinnan hófst formlega haustið 2020 þegar skipulagslýsingin var lögð fyrir bæjarstjórn og hún í framhaldinu kynnt. Endurskoðun mun ljúka á kjörtímabilinu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Orkugarður - deiliskipulag og uppbygging í Reykjahverfi202101213
Í samræmi við afgreiðslu á 558. fundi nefndarinnar er lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir áningarstað Orkugarðs á vegamótum Reykjavegar og Reykjahvols. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Vogatunga 59 - fyrirspurn vegna skipulags og rekstrarleyfis gistileyfa202210394
Borist hefur erindi frá Ástu Birnu Björnsdóttur, dags. 18.10.2022, með ósk um skipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi svo hægt verði að fá samþykkt rekstrarleyfi fyrir gistileyfi í flokki 2 fyrir skilgreint íbúðarhús í raðhúsi að Vogatungu 59.
Skipulagsnefnd synjar ósk um breytt skipulag Leirvogstunguhverfis eða breytta skilgreiningu ákvæða þess. Hverfið Leirvogstunga er skilgreint sem íbúðahverfi með sérbýliseignum auk lóðar fyrir samfélagsþjónustu leik- og grunnskóla. Byggja ákvæði nýtingar svæðis á gildandi aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Lóðin Vogatunga 59 er skráð íbúðarhúsalóð, raðhús, innan íbúðarsvæðis (ÍB104). Lóð og skilgreint íbúðarhús, skv. deiliskipulagi, er ekki ætlað fyrir rekstur atvinnustarfsemi sem truflað geta nærliggjandi íbúa og húseigendur. Líta verður til grenndarhagsmuna og hugsanlegs ónæðis sem umferð annara getur valdið í gróinni íbúabyggð. Breytingin getur talist fordæmisgefandi og haft afgerandi áhrif á skilgreiningu húsa í hverfinu. Rekstur gististaða ætti frekar heima innan svæða sem skilgreind eru Miðsvæði (M), Verslun og þjónusta (VÞ) eða þá á lóðum íbúðarsvæða sem skilgreindar eru fyrir annað en íbúðir. Ósk og erindi fellur því ekki að samþykktum áætlunum sveitarfélagsins og skilgreiningum þess á minniháttar atvinnustarfsemi innan íbúðarsvæða. Mat á starfsemi í hverfum gæti þurf að eiga sér stað í hverju tilfelli fyrir sig.
Synjað með fimm atkvæðum.7. Engjavegur 6 - deiliskipulag og skráning aukahúss202210528
Borist hefur erindi frá Hildi Dís Jónsdóttur Scheving, dags. 27.102022, með ósk um frávik og breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags til þess að geta skráð sérstaklega stakstæða eign á lóð sem hýsir bílskúr og íverurými/íbúð.
Skipulagsnefnd synjar ósk um breytingu deiliskipulags.
Synjað með fimm atkvæðum.8. Þrastarhöfði 14, 16 og 20 - deiliskipulagsbreyting202210556
Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari skýringargögnum málsaðila svo hægt verði að meta grenndaráhrif tillögunnar út frá ásýnd götunnar og hugsanlegu skuggavarpi á nágrannalóðir vegna hækkunar húsa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 483202210014F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Bergrúnargata 3 - 3A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202101145
Uppreist ehf. Lynghálsi 4 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Bergrúnargata nr. 3 og 3A í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.2. Háholt 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209275
N1 ehf. Dalvegi 10-14 Kópavogi sækir um leyfi til breytinga innra skipulags verslunar- og þjónustuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.3. Reykjahvoll 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208836
Klakkur verktakar ehf. Gerplustræti 18 sækja um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu ásamt stakstæðu gróðurhúsi á lóðinni Reykjahvoll nr. 8, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 239,9 m², bílgeymsla 35,7 m², gróðurhús 14,8 m², 1023,15 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
9.4. Úr Miðdalslandi 125204 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208387
Ingibjörg Thomsen Digranesheiði 29 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á einni hæð ásamt steyptum lagnakjallara og bílgeymslu á lóð við Lynghólsveg, L125204, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Hús 163,6 m², bílgeymsla 30,7 m², 647,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 484202210032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Arnar Þór Ingólfssonsækir Arkarholti 4 sækir um leyfi til að breyta bílgeymslu í íbúðarrými á lóðinni Arkarholt nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Eignarhlutum fjölgar ekki, stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.2. Brúarfljót 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202107084
Tungumelar ehf. Síðumúla 27 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.3. Laxatunga 131 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109411
Nýbyggingar og viðhald ehf. Kvíslartungu 33 sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Laxatunganr. 131 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.4. Lundur 123710 - MHL 04 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006496
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lundur nr. 1, mhl 04, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.5. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209001
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags 1. hæðar skólahúsnæðis Kvíslarskóla á lóðinni Skólabraut nr. 6-10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
10.6. Snæfríðargata 30, Umsókn um byggingarleyfi. 201801280
Skjaldargjá ehf. Rauðarárstíg 42 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Snæfríðargata nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 61202210028F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Arkarholt 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202205642
Skipulagsnefnd samþykkti á 570. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingum og breytta notkun bílskúrs að Arkarholti 4 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til nærliggjandi húsa, Arkarholts 2 og 6. Athugasemdafrestur var frá 01.09.2022 til og með 05.10.2022. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.
11.2. Hamrabrekkur 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206006
Skipulagsnefnd samþykkti á 571. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju aukahúsi innan frístundalóðar að Hamrabrekkum 11 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með kynningarbréfi og gögnum sem send voru til nærliggjandi landeigenda, eigenda að Miðdalslandi L221372, Hamrabrekkum 5, 10, 12 og 13. Athugasemdafrestur var frá 06.09.2022 til og með 07.10.2022. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram og kynnt.