Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. nóvember 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Mið­svæði Sunnukrika 401-M - deili­skipu­lags­breyt­ing202203513

    Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 06.10.2022, með athugasemdum við samþykkta deiliskipulagsbreytingu fyrir Sunnukrika 3, 5 og 7. Mosfellsbær sendi erindi, uppdrætti og gögn til yfirferðar þann 19.09.2022. Athugasemdir lúta að hljóðvist, bílastæðum og bílakjöllurum. Hjálagður er uppfærður deiliskipulagsuppdráttur þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda auk svarbréfar til Skipulagsstofnunar.

    At­huga­semd­ir kynnt­ar ásamt drög­um að svör­um. Deili­skipu­lags­breyt­ing­in hef­ur ver­ið upp­færð í sam­ræmi við ábend­ing­ar og er skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara at­huga­semd­um í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lags­breyt­ing­in er sam­þykkt að nýju og mun Mos­fells­bær því í sam­ræmi við svörun ann­ast gildis­töku skipu­lags­ins með birt­ingu aug­lýs­ing­ar í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda í sam­ræmi við 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna upp­færslu á grein­ar­gerð, bættra skil­mála og lag­færðr­ar upp­drátt­ar í sam­ræmi við at­huga­semd­ir. Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 2. Hamr­ar hjúkr­un­ar­heim­ili - deili­skipu­lags­breyt­ing202209130

    Skipulagsnefnd samþykkti á 572. fundi sínum að kynna lýsingu vegna deiliskipulagsbreytingar og stækkunar hjúkrunarheimilisins Hamra að Langatanga. Lýsingin var kynnt og auglýst í Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Lýsingin var send til umsagnar- og hagsmunaaðila í samræmi við gögn. Umsagnafrestur var frá 06.10.2022 til og með 24.10.2022. Hjálagðar eru til kynningar umsagnir sem bárust frá Veitum ohf, dags. 18.10.2022, Minjastofnun Íslands, dags. 24.10.2022 og Skipulagsstofnun, dags. 24.10.2022.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

    Í samræmi við afgreiðslu á 573. fundi nefndarinnar er lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns vegna kynnts erindis. Minnisblað fjallar um erindi málsaðila og ósk um deiliskipulagsbreytingu og frekari uppbyggingu íbúða við Bröttuhlíð að Hulduhólasvæði.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu til bæj­ar­ráðs vegna und­ir­bún­ings hugs­an­legr­ar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar um frek­ari skoð­un deili­skipu­lags­breyt­inga. Skipu­lags­nefnd vís­ar mál­inu jafn­framt til yf­ir­stand­andi vinnu við end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags­ins vegna um­fjöll­un­ar um mögu­lega fjölg­un íbúða inn­an skil­greinds íbúð­ar­fleka ÍB120.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Al­menn fyr­ir­spurn Skipu­lags­stofn­un­ar vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags í kjöl­far kosn­inga202210559

    Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10.10.2022, þar sem spurst er fyrir um áform um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Erindið er almennt í kjölfar yfirstaðinna kosninga og nýs kjörtímabils. Samkvæmt ákvæði 1. mgr. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins í upphafi nýs kjörtímabils. Ákvörðun sveitarstjórnar skal liggja fyrir innan 12 mánaða frá kosningum og niðurstaðan tilkynnt Skipulagsstofnun.

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um nr. 725, þann 21.09.2018 til­lögu skipu­lags­nefnd­ar um að hefja end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags með vís­an í 1. mgr. 35. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 4.8.1. gr. skipu­lags­reglu­gerð­ar nr. 90/2013. Ákvörð­un sú var í fram­hald­inu til­kynnt Skipu­lags­stofn­un. End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags­ins er enn yf­ir­stand­andi og hef­ur því mið­ur taf­ist vegna ytri að­stæðna og um­fangs. Vinn­an hófst form­lega haust­ið 2020 þeg­ar skipu­lags­lýs­ing­in var lögð fyr­ir bæj­ar­stjórn og hún í fram­hald­inu kynnt. End­ur­skoð­un mun ljúka á kjör­tíma­bil­inu.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Orkugarð­ur - deili­skipu­lag og upp­bygg­ing í Reykja­hverfi202101213

    Í samræmi við afgreiðslu á 558. fundi nefndarinnar er lögð fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir áningarstað Orkugarðs á vegamótum Reykjavegar og Reykjahvols. Tillagan felur í sér að breyta umferðarflæði við endastöð Strætó, tryggja umferðaröryggi, hanna níu bílastæði við upphaf gönguleiðar Reykjafells, auk þess að festa í sessi stærri hluta garðsins, stíga, torg og gróður innan garðsins.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­laga að breyttu deili­skipu­lagi verði kynnt og aug­lýst í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 6. Voga­tunga 59 - fyr­ir­spurn vegna skipu­lags og rekstr­ar­leyf­is gisti­leyfa202210394

    Borist hefur erindi frá Ástu Birnu Björnsdóttur, dags. 18.10.2022, með ósk um skipulagsbreytingu fyrir Leirvogstunguhverfi svo hægt verði að fá samþykkt rekstrarleyfi fyrir gistileyfi í flokki 2 fyrir skilgreint íbúðarhús í raðhúsi að Vogatungu 59.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um breytt skipu­lag Leir­vogstungu­hverf­is eða breytta skil­grein­ingu ákvæða þess. Hverf­ið Leir­vogstunga er skil­greint sem íbúða­hverfi með sér­býliseign­um auk lóð­ar fyr­ir sam­fé­lags­þjón­ustu leik- og grunn­skóla. Byggja ákvæði nýt­ing­ar svæð­is á gild­andi að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 og skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013. Lóð­in Voga­tunga 59 er skráð íbúð­ar­húsalóð, rað­hús, inn­an íbúð­ar­svæð­is (ÍB104). Lóð og skil­greint íbúð­ar­hús, skv. deili­skipu­lagi, er ekki ætlað fyr­ir rekst­ur at­vinnu­starf­semi sem truflað geta nær­liggj­andi íbúa og hús­eig­end­ur. Líta verð­ur til grennd­ar­hags­muna og hugs­an­legs ónæð­is sem um­ferð ann­ara get­ur vald­ið í gró­inni íbúa­byggð. Breyt­ing­in get­ur tal­ist for­dæm­is­gef­andi og haft af­ger­andi áhrif á skil­grein­ingu húsa í hverf­inu. Rekst­ur gisti­staða ætti frek­ar heima inn­an svæða sem skil­greind eru Mið­svæði (M), Verslun og þjón­usta (VÞ) eða þá á lóð­um íbúð­ar­svæða sem skil­greind­ar eru fyr­ir ann­að en íbúð­ir. Ósk og er­indi fell­ur því ekki að sam­þykkt­um áætl­un­um sveit­ar­fé­lags­ins og skil­grein­ing­um þess á minni­hátt­ar at­vinnu­starf­semi inn­an íbúð­ar­svæða. Mat á starf­semi í hverf­um gæti þurf að eiga sér stað í hverju til­felli fyr­ir sig.
    Synjað með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Engja­veg­ur 6 - deili­skipu­lag og skrán­ing auka­húss202210528

    Borist hefur erindi frá Hildi Dís Jónsdóttur Scheving, dags. 27.102022, með ósk um frávik og breytingu á skilmálum gildandi deiliskipulags til þess að geta skráð sérstaklega stakstæða eign á lóð sem hýsir bílskúr og íverurými/íbúð.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar ósk um breyt­ingu deili­skipu­lags.
    Synjað með fimm at­kvæð­um.

  • 8. Þrast­ar­höfði 14, 16 og 20 - deili­skipu­lags­breyt­ing202210556

    Borist hefur erindi frá Ívari Haukssyni, dags. 31.10.2022, f.h. Brynjólfs Flosasonar húseiganda að Þrastarhöfða 14, Guðmundar Björnssonar húseiganda að Þrastarhöfða 16 og Elíasar Víðissonar húseigenda að Þrastarhöfða 20, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir umrædd einbýlishús. Breytingin byggir á að breyta heimildum skipulagsins svo hækka megi Þrastarhöfða 14, 16 og 20 um eina hæð, mest 60 fermetra.

    Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari skýr­ing­ar­gögn­um máls­að­ila svo hægt verði að meta grenndaráhrif til­lög­unn­ar út frá ásýnd göt­unn­ar og hugs­an­legu skugga­varpi á ná­granna­lóð­ir vegna hækk­un­ar húsa.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

Fundargerðir til kynningar

  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 483202210014F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 9.1. Bergrún­argata 3 - 3A - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202101145

      Upp­reist ehf. Lyng­hálsi 4 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Bergrún­argata nr. 3 og 3A í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram og kynnt.

    • 9.2. Há­holt 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202209275

      N1 ehf. Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næð­is á lóð­inni Há­holt nr. 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram og kynnt.

    • 9.3. Reykja­hvoll 8 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208836

      Klakk­ur verk­tak­ar ehf. Gerplustræti 18 sækja um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús á einni hæð með inn­byggðri bíl­geymslu ásamt stak­stæðu gróð­ur­húsi á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 239,9 m², bíl­geymsla 35,7 m², gróð­ur­hús 14,8 m², 1023,15 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram og kynnt.

    • 9.4. Úr Mið­dalslandi 125204 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208387

      Ingi­björg Thomsen Digra­nes­heiði 29 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á einni hæð ásamt steypt­um lagna­kjall­ara og bíl­geymslu á lóð við Lyng­hóls­veg, L125204, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Hús 163,6 m², bíl­geymsla 30,7 m², 647,6 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram og kynnt.

    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 484202210032F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 10.1. Ark­ar­holt 4 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202205642

        Arn­ar Þór Ing­ólfs­son­sæk­ir Ark­ar­holti 4 sæk­ir um leyfi til að breyta bíl­geymslu í íbúð­ar­rými á lóð­inni Ark­ar­holt nr. 4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Eign­ar­hlut­um fjölg­ar ekki, stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 10.2. Brú­arfljót 5 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107084

        Tungu­mel­ar ehf. Síðumúla 27 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 5, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 10.3. Laxa­tunga 131 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109411

        Ný­bygg­ing­ar og við­hald ehf. Kvísl­artungu 33 sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Laxa­tung­anr. 131 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 10.4. Lund­ur 123710 - MHL 04 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006496

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Lund­ur nr. 1, mhl 04, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 10.5. Skóla­braut 6-10 6R - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202209001

        Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags 1. hæð­ar skóla­hús­næð­is Kvísl­ar­skóla á lóð­inni Skóla­braut nr. 6-10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 10.6. Snæfríð­argata 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201801280

        Skjald­ar­gjá ehf. Rauð­ar­árstíg 42 Reykja­vík sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Snæfríð­argata nr. 30, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram og kynnt.

      • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 61202210028F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:58