Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. febrúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested

Fundargerð ritaði

Þóra Margrét Hjaltested lögmaður


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Breyt­ing á regl­um Mos­fells­bæj­ar um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing202207074

    Tillaga um hækkun á samanlagðri hámarksfjárhæð húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning til samræmis við hækkun á almennum húsnæðisbótum.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi til­lögu um hækk­un á sam­an­lagðri há­marks­fjár­hæð húsa­leigu­bóta og sér­staks hús­næð­isstuðn­ings.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
  • 2. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2023202301251

    Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga. Um er að ræða lang­tíma­lán kr. 800.000.000, með loka­gjald­daga þann 20. fe­brú­ar 2039, í sam­ræmi við skil­mála sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 2303_12.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­ur og fram­lög til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

    Er lán­ið tek­ið til að fjár­magna fram­kvæmd­ir sveit­ar­fé­lags­ins og end­ur­fjármögn­un af­borg­ana eldri lána sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

    Jafn­framt er Regínu Ás­valds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

    Gestir
    • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
  • 3. Upp­bygg­ing við Bröttu­hlíð inn­an Huldu­hóla­svæð­is202209298

    Lagt er til að bæjarráð samþykki að vinna við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að vinnu við mögu­lega upp­bygg­ingu verði hald­ið áfram í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
    • 4. Stjórn­sýslukæra - Lóð­ar­út­hlut­un Skar­hóla­braut 3202302438

      Framkomin kæra vegna lóðaúthlutunar Skarhólabrautar 3 lögð til kynningar.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni að fara með hags­muni bæj­ar­ins í mál­inu.

      • 5. Bók­un stjórn­ar Sam­taka orku­sveit­ar­fé­laga202302471

        Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:13