23. febrúar 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested lögmaður
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Breyting á reglum Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning202207074
Tillaga um hækkun á samanlagðri hámarksfjárhæð húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í 2. mgr. 4. gr. reglna Mosfellsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning til samræmis við hækkun á almennum húsnæðisbótum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um hækkun á samanlagðri hámarksfjárhæð húsaleigubóta og sérstaks húsnæðisstuðnings.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, framkvæmdastjóri velferðarsviðs
2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2023202301251
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2303_12.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri
3. Uppbygging við Bröttuhlíð innan Hulduhólasvæðis202209298
Lagt er til að bæjarráð samþykki að vinna við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vinnu við mögulega uppbyggingu verði haldið áfram í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Gestir
- Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
4. Stjórnsýslukæra - Lóðarúthlutun Skarhólabraut 3202302438
Framkomin kæra vegna lóðaúthlutunar Skarhólabrautar 3 lögð til kynningar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni að fara með hagsmuni bæjarins í málinu.
5. Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga202302471
Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram.