Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. október 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
 • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Há­eyri 1-2 - breyt­ing á skipu­lagi202108920

  Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir.

  Frestað.

 • 2. Land­spilda úr Mið­dal L222498 og L226358 - upp­skipt­ing lands202205305

  Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 16.05.2022, í umboði landeigenda Margrétar Tryggvadóttur, dags. 04.09.2022, með ósk um skiptingu landa L222498 og L226358 og stofnunar nýs lands.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar upp­skipt­ingu lands í sam­ræmi við hnit­sett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Land­eig­andi ber ábyrgð á að tryggja að­komu lands í gegn­um önn­ur einka­lönd. Eng­ar upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir fylgja nýju landi. Mál­inu er vísað til úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði og skal máls­að­ili greiða þann kostn­að sem af verk­inu hlýst.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 3. Skelja­tangi 10 - deili­skipu­lags­breyt­ing202209393

  Borist hefur erindi frá Henný Rut Kristinsdóttur, dags. 20.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeljatanga 10 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram full­unna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Við­bygg­ing skal fylgja mörk­um nú­ver­andi bygg­ing­ar­reits til aust­urs.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 4. Reykja­hvoll 12 - deili­skipu­lags­breyt­ing202210058

  Borist hefur erindi frá Lárusi Kristni Ragnarssyni, dags. 03.10.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjahvol 12 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.

  Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að leggja fram full­unna til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu í sam­ræmi við 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 5. Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

  Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.

  Lagt fram og kynnt. Er­ind­inu og efni þess er vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og bæj­ar­lög­manns.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

 • 6. Bjark­ar­holt 32-34 - upp­bygg­ing202208559

  Lagðar fram til kynningar og umsagnar drög að nýjum útlitsteikningum af Bjarkarholti 32-34, í framhaldi af umfjöllun á 571. fundi nefndarinnar.

  Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir frek­ari gögn­um með sam­ræmd­um þrívídd­ar­mynd­um og drög­um að­al­upp­drátta. Skipu­lags­nefnd ósk­ar jafn­framt eft­ir frek­ari gögn­um og skýr­ing­um á fyr­ir­hug­aðri notk­un efstu hæða bygg­ing­ar­inn­ar.
  Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Vatns­enda­hvarf - nýtt deili­skipu­lag og að­al­skipu­lags­breyt­ing202105014

   Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 04.09.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2022 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð. Fyrirhuguð breyting er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við þær ábendingar og umsagnir sem bárust. Umsagnafrestur er til og með 27.10.2022.

   Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við breyt­ing­una.

  • 8. Mið­svæði Sunnukrika 401-M - aðal- og deili­skipu­lags­breyt­ing202203513

   Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 29.09.2022, þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi staðfest samþykkta breytingu Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 er lýtur að íbúðaruppbyggingu í Sunnukrika innan reitar 401-M.

   Lagt fram og kynnt.

  Fundargerðir til kynningar

  • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 482202209032F

   Fundargerð lögð fram til kynningar.

   Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

   • 9.1. Brú­arfljót 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202106073

    Bull Hill Capital hf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sækja um leyfi til til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta geymslu­hús­næð­is á lóð­inni Brú­arfljót nr. 6 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 9.2. Hamra­brekk­ur 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202209214

    Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús ásamt gesta­húsi á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 7 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Frí­stunda­hús 93,6 m², 463,8 m³, Gesta­hús 36,4 m², 172,9 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   • 9.3. Skóla­braut 6-10 6R - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202208242

    Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri fjór­ar fær­an­leg­ar kennslu­stofu­ein­ing­ar með sam­tals átta kennslu­stof­um á einni hæð á lóð­inni Skóla­braut nr. 2-6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
    Ein­ing A - tvær kennslu­stof­ur: 143,9 m², 421,8 m³.
    Ein­ing B - tvær kennslu­stof­ur: 143,9 m², 421,8 m³.
    Ein­ing C - tvær kennslu­stof­ur: 143,9 m², 421,8 m³.
    Ein­ing D - tvær kennslu­stof­ur: 122,3 m², 358,2 m³.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Lagt fram.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:49