7. október 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Háeyri 1-2 - breyting á skipulagi202108920
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu ný tillaga að aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á tveimur einbýlishúsalóðum í tvær parhúsalóðir, fjórar íbúðir.
Frestað.
2. Landspilda úr Miðdal L222498 og L226358 - uppskipting lands202205305
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 16.05.2022, í umboði landeigenda Margrétar Tryggvadóttur, dags. 04.09.2022, með ósk um skiptingu landa L222498 og L226358 og stofnunar nýs lands.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigandi ber ábyrgð á að tryggja aðkomu lands í gegnum önnur einkalönd. Engar uppbyggingarheimildir fylgja nýju landi. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði og skal málsaðili greiða þann kostnað sem af verkinu hlýst.
Samþykkt með fimm atkvæðum.3. Skeljatangi 10 - deiliskipulagsbreyting202209393
Borist hefur erindi frá Henný Rut Kristinsdóttur, dags. 20.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeljatanga 10 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðbygging skal fylgja mörkum núverandi byggingarreits til austurs.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Reykjahvoll 12 - deiliskipulagsbreyting202210058
Borist hefur erindi frá Lárusi Kristni Ragnarssyni, dags. 03.10.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjahvol 12 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á húsi í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að leggja fram fullunna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með fimm atkvæðum.5. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Borist hefur erindi frá arkitektastofunni Undra, f.h. Tré-Búkka ehf., dags. 15.09.2022, með ósk um breytingu á deiliskipulagi Hulduhólasvæðis við Bröttuhlíð. Erindinu er tvískipt og varðar annars vegar niðurrif og breytingu skipulags fyrir Láguhlíð, að Bröttuhlíð 16-22, og hins vegar frekari uppbyggingu á óbyggðu svæði Hulduhóla.
Lagt fram og kynnt. Erindinu og efni þess er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og bæjarlögmanns.
Samþykkt með fimm atkvæðum.6. Bjarkarholt 32-34 - uppbygging202208559
Lagðar fram til kynningar og umsagnar drög að nýjum útlitsteikningum af Bjarkarholti 32-34, í framhaldi af umfjöllun á 571. fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd óskar eftir frekari gögnum með samræmdum þrívíddarmyndum og drögum aðaluppdrátta. Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir frekari gögnum og skýringum á fyrirhugaðri notkun efstu hæða byggingarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.7. Vatnsendahvarf - nýtt deiliskipulag og aðalskipulagsbreyting202105014
Borist hefur erindi frá Kópavogsbæ, dags. 04.09.2022, með ósk um umsögn skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Kópavogs 2019-2022 fyrir Vatnsendahvarf-Vatnsendahæð. Fyrirhuguð breyting er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við þær ábendingar og umsagnir sem bárust. Umsagnafrestur er til og með 27.10.2022.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
8. Miðsvæði Sunnukrika 401-M - aðal- og deiliskipulagsbreyting202203513
Lagt er fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dags. 29.09.2022, þar sem tilkynnt er að stofnunin hafi staðfest samþykkta breytingu Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 er lýtur að íbúðaruppbyggingu í Sunnukrika innan reitar 401-M.
Lagt fram og kynnt.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 482202209032F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.1. Brúarfljót 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106073
Bull Hill Capital hf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækja um leyfi til til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta geymsluhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.2. Hamrabrekkur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202209214
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús ásamt gestahúsi á lóðinni Hamrabrekkur nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Frístundahús 93,6 m², 463,8 m³, Gestahús 36,4 m², 172,9 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
9.3. Skólabraut 6-10 6R - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202208242
Mosfellsbær Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr timbri fjórar færanlegar kennslustofueiningar með samtals átta kennslustofum á einni hæð á lóðinni Skólabraut nr. 2-6, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Eining A - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³.
Eining B - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³.
Eining C - tvær kennslustofur: 143,9 m², 421,8 m³.
Eining D - tvær kennslustofur: 122,3 m², 358,2 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.