Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. desember 2023 kl. 07:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Funda­dagskrá 2024202311032

    Lögð eru fram til kynningar drög að fundardagskrá skipulagsnefndar fyrir árið 2024.

    Lagt fram og kynnt.

  • 2. Mark­holt 13 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2,202309358

    Skipulagsfulltrúi samþykkti á 71. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir stækkun húss og bílskúrs að Markholti 13, sem og að byggja garðskúr, í samræmi við gögn dags. 26.09.2023. Stækkun húss og bílskúrs er 63,2 m², garðskúr er 15 m². Byggingaráformin voru kynnt á vef Mosfellsbæjar, mos.is, og með grenndarkynningarbréfi og gögnum sem send voru til allra skráðra og þinglýstra eigenda húsa að Markholti 11, 15, 16, 18, 20, Njarðarholti 7 og 9. Athugasemdafrestur var frá 18.10.2023 til og með 17.11.2023. Umsögn barst frá Finni Torfa Guðmundssyni og Arnbjörgu Gunnarsdóttur, Njarðarholti 9, dags. 15.11.2023. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls

  • 3. Ak­ur­holt 21 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202111108

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Hans Þór Jenssen, dags. 27.06.2023, fyrir frekari stækkun viðbyggingar húss að Akurholti 21. Stækkun er á steinsteyptri viðbyggingu á einni hæð um brúttó 25,9 m². Samþykktir aðaluppdrættir af núverandi útfærslu viðbyggingar voru grenndarkynntir 02.12.2020. Nýjum aðaluppdráttum og erindi var vísað til skipulagsnefndar á 507. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Valdi­mar Birg­is­son, full­trúi C-lista Við­reisn­ar, vék af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn­in skuli grennd­arkynnt skv. 1. og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga. Fyr­ir­liggj­andi gögn skulu send aðliggj­andi hag­að­il­um og þing­lýst­um eig­end­um húsa að Ak­ur­holti 15, 17, 19, 20, 21 og Arn­ar­tanga 40 til kynn­ing­ar og at­huga­semda. Auk þess verða gögn að­gengi­leg á vef Mos­fells­bæj­ar, mos.is.

  • 4. Svæð­is­skipu­lag Suð­ur­há­lend­is202301285

    Borist hefur erindi um Skipulagsgáttina frá svæðisskipulagsnefnd um svæðisskipulag Suðurhálendis, dags. 15.11.2023, umsagnarbeiðni vegna tillögu svæðisskipulags Suðurhálendis 2042. Í tillögunni er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins, auk umhverfisskýrslu. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Umsagnarfrestur er til og með 14.01.2024. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt.

  • 5. Efsta­land 1 - skipu­lags­breyt­ing202311580

    Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað skipulagsfulltrúa og umhverfissviðs, í samræmi við afgreiðslu á 602. fundi nefndarinnar, er fjallar um heildaruppbyggingu Helgafellshverfis vegna umsóknar um breytingu á skipulagi Efstalands 1. Hjálagt er erindi umsækjanda til afgreiðslu.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar með 5 at­kvæð­um er­indi og út­færslu máls­að­ila að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Efsta­land 1, um stök rað­hús og minnk­un versl­un­ar­hús­næð­is. Með vís­an í sam­an­tekt og um­fjöllun í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði skipu­lags­full­trúa tel­ur skipu­lags­nefnd að for­send­ur aðal- og deili­skipu­lags um þjón­ustu fyr­ir íbúa Helga­fells­hverf­is séu ekki brosn­ar og því skuli ekki breyta lóð­inni með um­rædd­um hætti. Hverf­ið er í mik­illi upp­bygg­ingu og eiga enn fjór­ir áfang­ar þess eft­ir að byggjast upp að fullu.

  • 6. Bratta­hlíð við Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

    Lögð eru fram til kynningar og umræðu vinnslutillögur og drög frekari uppbyggingar og deiliskipulagsbreytingar Bröttuhlíðar. Til umræðu eru uppdrættir, greinargerð og byggingarskilmálar hönnuða auk minnisblaðs umhverfissviðs með ábendingum og spurningum af forkynningar- og samráðsfundi íbúa og hagaðila, sem haldinn var þann 12.12.2023 í sal bókasafns Mosfellsbæjar.

    Skipu­lags­nefnd fagn­ar og þakk­ar íbú­um fyr­ir góða þátt­töku á forkynn­ing­ar­fundi. Einn­ig þakk­ar nefnd­in starfs­fólki, hönn­uð­um og ráð­gjöf­um fyr­ir grein­argóð svör og fund­ar­stjórn. Nefnd­in tel­ur mik­il­vægt að vandað sé til verka við hönn­un og fram­kvæmd frek­ari upp­bygg­ing­ar við Bröttu­hlíð, svo nýta megi svæð­ið áfram til upp­bygg­ing­ar í sam­ræmi við áætlan­ir að­al­skipu­lags­ins. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði áfram­hald­andi vinnu máls. Rýna skal ábend­ing­ar og spurn­ing­ar íbúa vand­lega og í sam­ræmi við þær huga að um­ferð og um­ferðarör­yggi götu og svæð­is, at­huga að­r­ar mögu­leg­ar gatna­teng­ing­ar auk þess að greina bygg­ing­armagn vand­lega. Þá vill skipu­lags­nefnd leggja sér­staka áherslu á að við gerð upp­bygg­ing­ar­samn­inga verði sett ströng skil­yrði um fram­kvæmd, fram­vindu, frá­g­ang og alla helstu þætti upp­bygg­ing­ar­inn­ar. Skipu­lags­nefnd set­ur það sem skil­yrði fyr­ir mögu­legri sam­þykkt skipu­lags að verk­efni verði tíma­sett og áfanga­skipt með bind­andi hætti svo tak­marka megi rask og truflun aðliggj­andi íbúa eins og kost­ur er.

    Fundargerðir til kynningar

    • 7. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 509202312006F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 7.1. Berg­holt 2 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202312112

        Tóm­as Boonchang sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús á lóð­inni Berg­holt nr. 2 við­bygg­ingu úr timbri í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Stækk­un 22,7 m², 62,2 m³.

      • 7.2. Engja­veg­ur 21 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202310739

        Jón Bald­vin Hanni­bals­son Engja­vegi 21 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri smá­hýsi á lóð­inni Engja­veg­ur nr. 21 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 46,0 m², 165,6 m³.

      • 7.3. Helga­dal­ur Spilda C - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 1, 202311258

        Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um dreif­istöð á lóð­inni Spilda C í landi Helga­dals, L231752, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 7,5 m², 20,3 m³.

      • 7.4. Lund­ur, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi mhl 03 - GRÓЭUR­HÚS. 201806269

        Lauf­skál­ar Fast­eigna­fé­lag ehf., Lambhaga­veg­ur 23 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Lund­ur landnr. 123710, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Breyt­ing fel­ur í sér breytt innra skipu­lag ásamt millifleti yfir starfs­manna­að­stöðu.Stærð­ir: Milli­flöt­ur 162,9 m².

      • 7.5. Skóla­braut 6-10 6R - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 3, 202312064

        Mos­fells­bær Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timri og stáli flótta­stiga og þak yfir vöru­mót­töku skóla­bygg­ing­ar Varmár­skóla á lóð­inni Skóla­braut nr. 6-10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

      • 8. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 73202311042F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

        • 8.1. Sveins­stað­ir - deili­skipu­lags­breyt­ing 202305873

          Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 597. fundi sín­um að aug­lýsa og kynna til­lög að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir íbúð­ar­hús­ið Sveins­staði, inn­an Íb-329, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Til­lag­an fel­ur í sér nýj­an bygg­ing­ar­reit inn­an lóð­ar, 2 x 15 m, þar sem heim­ilt verð­ur að byggja allt að 150 m² bíl­skúr. Há­marks vegg­hæð er 3,6 m, há­marks mæn­is­hæð sem ligg­ur norð­ur suð­ur er 5,0 m. Deili­skipu­lags­breyt­ing­in var fram­sett í sakal­an­um 1:1000 og 1:2000, með grein­ar­gerð, unn­in af Val­hönn­un, dags. 05.09.2023.
          Til­laga að breyt­ingu var kynnt og að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til aðliggj­andi land­eig­enda lóða Há­eyri, 1, 2, Kára­leyni L125597 og Reykjalund­ar­lands L125400. At­huga­semda­frest­ur var frá 16.10.2023 til 15.11.2023.
          Um­sögn barst frá Guð­mundi Löve, f.h. SÍBS og Reykjalund­ar, dags. 15.11.2023. Eng­ar efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        • 8.2. Bjarg­slund­ur 4 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202311179

          Borist hef­ur er­indi frá Val Þór Sig­urðs­syni, Val­hönn­un, f.h. Sveins Sveins­son­ar, dags. 09.11.2023, með ósk um deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Bjarg­slund 4. Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga sem fel­ur í sér að stækka bygg­ing­ar­reit lóð­ar til vest­urs um 1,5 m, þar sem heim­ilt verð­ur að byggja allt að 50 m² bíl­skúr. Há­marks hæð er 3,4 m. Deili­skipu­lags­breyt­ing­in var fram­sett í sakal­an­um 1:1000, með grein­ar­gerð, unn­in af Val­hönn­un, dags. 07.11.2023.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55