8. september 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Lögð eru fram til frekari umræðu drög tillagna Undra arkitekta að breytingum og uppbyggingu við Bröttuhlíð, í framhaldi af kynningu á 594. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að unnin verði frekari kynningargögn og undirbúið samráð og kynning frumdraga fyrir íbúum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Græni stígurinn - svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins202306129
Lögð eru fram til frekari umræðu drög að frumgreiningu Græna stígsins í Græna treflinum. Lögð er fram til kynningar tillaga að umsögn til svæðisskipulagsnefndar í samræmi við afgreiðslu á 592. fundi nefndarinnar.
Í samræmi við umræður og vísan í fyrirliggjandi minnisblað skipulagsfulltrúa samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum fyrirliggjandi umsögn.
3. Þverholt 11 - ósk um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði202307218
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 593. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað og umsögn umhverfissviðs synjar skipulagsnefnd með 5 atkvæðum erindi, umsókn og útfærslu málsaðila.
4. Engjavegur 22 - deiliskipulagsbreyting202304349
Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að umsögn nefndar við innsendum athugasemdum auglýstrar deiliskipulagsbreytingar ásamt tillögu skipulagsfulltrúa um afgreiðslu, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnir og athugasemdir voru teknar fyrir til umræðu og kynntar á 593. fundi nefndarinnar. Tillaga deiliskipulagsbreytingar lögð að nýju fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum deiliskipulagstillöguna ásamt tillögu að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
5. Völuteigur 29 - ósk um stækkun lóðar og geymslutjald202308115
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 593. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað og umsögn umhverfissviðs synjar skipulagsnefnd með 5 atkvæðum erindi, umsókn og útfærslu málsaðila.
6. Grenibyggð 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202304122
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 590. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað og umsögn umhverfissviðs samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum tillögur að leiðbeinandi skilmálum um viðbyggingar við Grenibyggð, Furubyggð, Krókabyggð og Lindarbyggð. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa málsaðila um fyrirliggjandi leiðbeiningar, auk þess að rýna og meta teikningar.
7. Krókabyggð 10 - viðbygging202304280
Lögð er fram til kynningar umbeðin umsögn í samræmi við afgreiðslu á 590. fundi nefndarinnar. Hjálagt er að nýju erindi málsaðila til afgreiðslu.
Með vísan í fyrirliggjandi minnisblað og umsögn umhverfissviðs samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum tillögur að leiðbeinandi skilmálum um viðbyggingar við Grenibyggð, Furubyggð, Krókabyggð og Lindarbyggð. Skipulagsfulltrúa er falið að upplýsa málsaðila um fyrirliggjandi leiðbeiningar, auk þess að rýna og meta teikningar.
8. Umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar - Endurskoðun202202287
Kynnt er samantekt til upplýsinga um framvindu verkefna framkvæmdaáætlunar á gildandi umferðaröryggisáætlun Mosfellsbæjar 2016. Í undirbúningi er ný umferðaröryggisáætlun í samræmi við afgreiðslu á 559. fundi nefndarinnar. Gögn verða kynnt á fundi.
Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs, kynnti samantekt um framkvæmdir og aðgerðir í umferðaröryggismálum.
9. Hvítbók um húsnæðismál202308533
Lögð er fram til kynningar Hvítbók um húsnæðismál að hálfu innviðaráðuneytisins. Hvítbók um húsnæðismál er hluti af stefnumótunarferli stjórnvalda en með henni eru sett fram drög að húsnæðisstefnu til fimmtán ára ásamt fimm ára aðgerðaáætlun sem byggja m.a. á stöðumati grænbókar. Hvítbókin er í kynningu í samráðsgátt stjórnvalda með umsagnarfresti til og með 11.09.2023.
Lagt fram.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 70202308029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.1. Laxatunga 43 - deiliskipulagsbreyting 202304424
Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna breytinga á skilmálum einbýlishúss að Laxatungu 43, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að heimilt verður að byggja bílskúr undir húsi með samliggjandi niðurkeyrslu að Laxatungu 41. Skilgreind er ný húsagerð E-IIG fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með bílageymslu í kjallara. Hámarksmænishæð húss 5,5 m, frá gólfkóta fyrstu hæðar. Bundin byggingarlína við götu er felld niður. Deiliskipulagsbreytingin var framsett í skalanum 1:2000 og 1:200, unnin af TGA teiknistofu ehf., dags. 11.07.2023. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Laxatungu 33, 35, 37, 39, 41, 43, 45, 47, 49, 59, 61, 63 og 65. Athugasemdafrestur var frá 26.07.2023 til og með 27.08.2023.
Engar efnislegar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.2. Hjarðarland 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202307062
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 69. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Hjarðarlands 1, í samræmi við gögn unnin af teiknistofunni Austurvelli dags. 20.06.2023. Breytingin felur í sér viðbyggingu húss, sólskála, útlitsbreytingu, fjölgun glugga, stöllun lóðar og skráningu á rými í kjallara bílskúrs. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Hjarðarlands 1, 3, Hagalands 4, 6 og Brekkulands 4A. Athugasemdafrestur var frá 01.08.2023 til og með 31.08.2023.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.3. Leirutangi 17A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202306580
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 68. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Leirutanga 17A, í samræmi við gögn unnin af PRV hönnun dags. 11.06.2023. Breytingin felur í sér stækkun stofu til suðurs með viðbyggingu sólskála. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Leirutanga 13A, 13B, 15, 17A, 17B, 21A og 21B. Athugasemdafrestur var frá 24.07.2023 til og með 24.08.2023.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
10.4. Leirutangi 17B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202306579
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 68. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna breytinga og stækkunar á húsnæði Leirutanga 17B, í samræmi við gögn unnin af PRV hönnun dags. 11.06.2023. Breytingin felur í sér stækkun stofu til suðurs með viðbyggingu sólskála. Tillaga að breytingu var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til eigenda nærliggjandi húsa; Leirutanga 13A, 13B, 15, 17A, 17B, 21A og 21B. Athugasemdafrestur var frá 24.07.2023 til og með 24.08.2023.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 502202308026F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Bjarkarholt 11-29 - Umsókn um byggingarleyfi 202306627
FA01 ehf. Höfðabakka 3 Reykjavík sækir um leyfi til niðurrifs og förgunar atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bjarkarholt nr. 11-29, mhl 05, í samræmi við framlögð gögn. Fjarlægt byggingarmagn: -921,6 m², -3.678,1 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.2. Bugðufljót 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202305632
AB Group ehf. Víkurhvarf1 6 Reykjavík sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 7 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í fjölgun séreignarhluta. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.3. Huldugata 1 - 13 Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202206048
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta sjö íbúða raðhúss á lóðinni Huldugata nr. 1-13 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í stækkun lóða í samræmi við breitt deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.4. Liljugata 19-25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110140
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjögurra íbúða raðhúss á lóðinni Liljugata nr. 19-25 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í stækkun lóða í samræmi við breitt deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.5. Liljugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109583
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fimm íbúða raðhúss á lóðinni Liljugata nr. 9-17 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felst í stækkun lóða í samræmi við breitt deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.6. Sunnukriki 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1, 202307120
Reitir - verslun ehf. Kringlunni 4-12 sækja um leyfi til að innrétta snyrtistofu í eignarhluta 0102 á 1. hæð atvinnuhúsnæðis á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 503202308035F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Melkot 124512 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202308159
Halldór Þorgeirsson Melkoti sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Melkot, L124512, í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér að bílgeymslu er breytt í íbúðarrými. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.