Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. ágúst 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Þver­holt 19 - bíla­plan og að­koma201910467

    Lögð eru fram til kynningar drög að svörum innsendra athugasemda vegna kynntrar deiliskipulagsbreytingar við Þverholt 19. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram til afgreiðslu.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um deili­skipu­lagstil­lög­una ásamt til­lögu að svörun og um­sögn­um inn­sendra at­huga­semda, með vís­an til sam­an­tekt­ar og minn­is­blaðs. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 2. Huldugata 2-8 - deili­skipu­lags­breyt­ing202306061

    Skipulagsnefnd samþykkti á 592. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna fjölgunar íbúða að Huldugötu 2-8 í fjórða áfanga Helgafellshverfis. Breytingin fel­ur í sér fjölg­un íbúða í 4. áfanga Helga­fells­hverf­is um 20 tals­ins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218. Íbúð­um í fjöl­býl­um Huldu­götu 2-4 og 6-8 fjölg­ar úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fall­ið er frá heim­ild um bíla­kjall­ara fyr­ir Huldu­götu 6-8. Breyt­ing­ar eru gerð­ar á lóða­hönn­un til þess að upp­fylla bíla­stæða­kröf­ur gild­andi deili­skipu­lags. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf til nærliggjandi húseigenda. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um deili­skipu­lagstil­lög­una. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

  • 3. Völu­teig­ur 2 - deili­skipu­lags­breyt­ing202304515

    Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar byggingarreitar að Völuteig 2. Breytingin fel­ur í sér stækk­un bygg­ing­areits um 7 m til vest­urs, heim­il­ar ný­bygg­ingu allt að 245 m² og að nýt­ing­ar­hlut­fall­ið verði auk­ið úr 0,45 í 0,5. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.

    Þar sem eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með fimm at­kvæð­um deili­skipu­lagstil­lög­una. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

  • 4. Tengi­braut við Voga­tungu - deili­skipu­lags­breyt­ing þver­an­ir og yf­ir­borðs­frá­gang­ur202308285

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu á frágangi tengibrautar Leirvogstunguhverfis, frá Vesturlandsvegi að Fossa- og Vogatungu. Breytingin felur í sér að færa í skipulag frágang götu og breytta staðsetningu almenningsvagna. Uppfærsla á uppdrætti er unnin til samræmingar við framkvæmdir hraðatakmarkandi aðgerða á svæðinu. Breytingin er sett fram á uppdrætti í skalanum 1:1000.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una þó óveru­lega með til­liti til þess að hún varð­ar nú­ver­andi stöðu og fram­kvæmd vega með áherslu á frá­g­ang gatna og um­ferðarör­yggi. Með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins sveit­ar­fé­lag­ið helsta hags­muna­að­ila máls þar sem land og veg­ur er í eigu og um­sjón bæj­ar­ins. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu sömu máls­grein­ar. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 5. Star­dal­ur Reykja­vík L125755 - stað­fest­ing á lóða­mörk­um202308579

    Borist hefur erindi frá Baldvin Ómari Magnússyni, f.h. landeigenda að Stardal í Reykjavík, dags. 27.07.2023, með ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á landamerkjum aðliggjandi lands sveitarfélagsins við sveitarfélagamörk. Hjálögð er umsögn umhverfissviðs.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um landa­merki og mörk lands Mos­fells­bæj­ar og Star­dals, við Mos­fells­heiði, í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi gögn og minn­is­blað.

  • 6. Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

    Sindri Birg­is­son, verk­efna­stjóri skipu­lags­mála á um­hverf­is­sviði, tók sæti á fund­in­um und­ir 6. lið.

    Kynning á vinnsludrögum og tillögum að frekari nýtingu svæðis að Hulduhóla við Bröttuhlíð. Arkitektar frá Undra Arkitektum sýna frumdrög gagna og kynna sínar tillögur.

    Lagt fram og kynnt. Arki­tekt­arn­ir Fern­ando de Mendonça, Gísli Jóns­son og Hans H. Tryggvason taka þátt í um­ræð­um og svara spurn­ing­um. Skipu­lags­nefnd þakk­ar kynn­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinna máls og frek­ari rýni nýrra gagna.

    Gestir
    • Gísli Jónsson
    • Hans H. Tryggvason
    • Fernando de Mendonça
      Hjört­ur Örn Arn­ar­son full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks yf­ir­gaf fund kl: 08:25.
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00