25. ágúst 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þverholt 19 - bílaplan og aðkoma201910467
Lögð eru fram til kynningar drög að svörum innsendra athugasemda vegna kynntrar deiliskipulagsbreytingar við Þverholt 19. Tillaga að deiliskipulagsbreytingu lögð fram til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagstillöguna ásamt tillögu að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
2. Huldugata 2-8 - deiliskipulagsbreyting202306061
Skipulagsnefnd samþykkti á 592. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna fjölgunar íbúða að Huldugötu 2-8 í fjórða áfanga Helgafellshverfis. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða í 4. áfanga Helgafellshverfis um 20 talsins. Fjöldi íbúða fer úr 198 í 218. Íbúðum í fjölbýlum Huldugötu 2-4 og 6-8 fjölgar úr 20 í 30 á hvorri lóð. Fallið er frá heimild um bílakjallara fyrir Huldugötu 6-8. Breytingar eru gerðar á lóðahönnun til þess að uppfylla bílastæðakröfur gildandi deiliskipulags. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf til nærliggjandi húseigenda. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
3. Völuteigur 2 - deiliskipulagsbreyting202304515
Skipulagsnefnd samþykkti á 590. fundi sínum að auglýsa og kynna deiliskipulagsbreytingu vegna stækkunar byggingarreitar að Völuteig 2. Breytingin felur í sér stækkun byggingareits um 7 m til vesturs, heimilar nýbyggingu allt að 245 m² og að nýtingarhlutfallið verði aukið úr 0,45 í 0,5. Skipulagið er framsett á uppdrætti í skalanum 1:1000 og var það auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu, Skipulagsgáttinni og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Einnig voru send út tilkynningarbréf. Athugasemdafrestur var frá 06.06.2023 til og með 20.08.2023. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd með fimm atkvæðum deiliskipulagstillöguna. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
4. Tengibraut við Vogatungu - deiliskipulagsbreyting þveranir og yfirborðsfrágangur202308285
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu á frágangi tengibrautar Leirvogstunguhverfis, frá Vesturlandsvegi að Fossa- og Vogatungu. Breytingin felur í sér að færa í skipulag frágang götu og breytta staðsetningu almenningsvagna. Uppfærsla á uppdrætti er unnin til samræmingar við framkvæmdir hraðatakmarkandi aðgerða á svæðinu. Breytingin er sett fram á uppdrætti í skalanum 1:1000.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna þó óverulega með tilliti til þess að hún varðar núverandi stöðu og framkvæmd vega með áherslu á frágang gatna og umferðaröryggi. Með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins sveitarfélagið helsta hagsmunaaðila máls þar sem land og vegur er í eigu og umsjón bæjarins. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu sömu málsgreinar. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
5. Stardalur Reykjavík L125755 - staðfesting á lóðamörkum202308579
Borist hefur erindi frá Baldvin Ómari Magnússyni, f.h. landeigenda að Stardal í Reykjavík, dags. 27.07.2023, með ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á landamerkjum aðliggjandi lands sveitarfélagsins við sveitarfélagamörk. Hjálögð er umsögn umhverfissviðs.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum landamerki og mörk lands Mosfellsbæjar og Stardals, við Mosfellsheiði, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og minnisblað.
6. Hulduhólasvæði - deiliskipulagsbreyting - frekari uppbygging202209298
Sindri Birgisson, verkefnastjóri skipulagsmála á umhverfissviði, tók sæti á fundinum undir 6. lið.Kynning á vinnsludrögum og tillögum að frekari nýtingu svæðis að Hulduhóla við Bröttuhlíð. Arkitektar frá Undra Arkitektum sýna frumdrög gagna og kynna sínar tillögur.
Lagt fram og kynnt. Arkitektarnir Fernando de Mendonça, Gísli Jónsson og Hans H. Tryggvason taka þátt í umræðum og svara spurningum. Skipulagsnefnd þakkar kynninguna og felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinna máls og frekari rýni nýrra gagna.
Gestir
- Gísli Jónsson
- Hans H. Tryggvason
- Fernando de Mendonça