Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. mars 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hamra­brekk­ur 8 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202210491

    Skipulagsnefnd samþykkti á 582. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús og gestahús að Hamrabrekkum 8 í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningarbréf voru send á aðliggjandi landeigendur og hagaðila. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands, dags. 27.02.2023, fyrirliggjandi var umsögn Vegagerðarinnar vegna aðkomu, dags. 10.01.2023. Athugasemdafrestur var frá 01.02.2023 til og með 03.03.2023.

    Þar sem eng­ar efn­is­leg­ar at­hugesemd­ir bár­ust sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd grennd­arkynnt bygg­ingaráform, skv. 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að sam­þykkja bygg­ingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 2. L125340 Í Mið­dalsl - Sól­bakki - ósk um gerð deili­skipu­lags202208818

    Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að nýju deiliskipulagi sumarhúsalóða innan frístundabyggðar F-521. Gögn eru unnin í framhaldi af afgreiðslu á 571. fundi nefndarinnar. Deiliskipulagstillagan sýnir fjórar nýjar lóðir innan lands L125340 en ráðgert er að aðkoma frá Hafravatnsvegi verði í gegnum aðliggjandi frístundalóðir. Hjálögð er því einnig skipulagsbreyting fyrir frístundasvæði Heiðarhvamms vegna aðkomu nýrra lóða, auk undirritaðs samþykkis landeiganda.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að nýtt deili­skipu­lag að Sól­bakka og deili­skipu­lags­breyt­ing að Heið­ar­hvammi skuli aug­lýst­ar skv. 41. og 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Huldu­hóla­svæði - deili­skipu­lags­breyt­ing - frek­ari upp­bygg­ing202209298

    Lögð er fram til kynningar afgreiðsla af 1569. fundi bæjarráðs vegna mögulegarar uppbyggingar Hulduhólasvæðis, í samræmi við erindi málsaðila. Málið var tekið fyrir og vísað áfram á 576. fundi skipulagsnefndar. Hjálagt er afrit af minnisblaði og tillögu bæjarstjóra til bæjarráðs.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls í sam­ræmi við um­ræð­ur.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Skar­hóla­braut 30 - deili­skipu­lags­breyt­ing - hliðr­un lóð­ar202303034

    Borist hefur erindi frá Birni Traustasyni, f.h. Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, dags. 07.03.2023, með ósk um deiliskipulagsbreytingu og hliðrun á fyrirhugaðri lóð Skógræktarfélagsins að Skarhólabraut 30. Hjálögð er tillaga að hliðrun lóðar og gildandi deiliskipulag.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls við breyt­ingu deili­skipu­lags lóð­ar í sam­starfi við máls­að­ila.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Hita­veita Langa­vatns - fram­kvæmda­leyfi202302550

    Borist hefur erindi frá Þránni Þórarinssyni, f.h. félags Hitaveitu Langavatns, dags. 22.02.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu að frístundahúsum norðan Langavatns, í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt.

    Skipu­lags­full­trúa er heim­ilt að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar gögn upp­fylla ákvæði reglu­gerð­ar um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 6. Fyr­ir­hug­uð nið­ur­fell­ing hluta Helga­dals­veg­ar202302615

    Borist hefur bréf frá Vegagerðinni, dags. 27.02.2023, þar sem tilkynnt er fyrirhuguð niðurfelling hluta Helgadalsvegar (4345-01) af skrá Þjóðvega. Um ræðir 0,33 km veghluta syðst í Helgadal L123636. Athugasemdafrestur ákvörðunar er til og með 26.03.2023.

    Lagt fram og kynnt.

  • 7. Dals­garð­ur - fyr­ir­spurn um skipu­lag og gatna­gerð­ar­gjöld202301320

    Borist hefur bréf frá Gísla Jóhannessyni, eiganda Dalsgarðs ehf., dags. 17.01.2023, með ábendingum um aðalskipulagsákvæði og gjaldtöku landbúnaðarlands innan þéttbýlis suðurhluta Mosfellsdals.

    Lagt fram og kynnt.

  • 8. Kæra til ÚUA vegna synj­un­ar á efnis­töku í Hrossa­dal202302647

    Lögð er fram til kynningar kæra Miðdals ehf., landeiganda að Hrossadal L224003, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 28/2023, þar sem kærð er afgreiðsla á 580. fundi nefndarinnar, er varðar aðalskipulag landsins.

    Frestað vegna tíma­skorts

  • 9. Sam­ráð Mos­fells­bæj­ar og Strætó um nýtt leið­ar­net202211218

    Starfsfólk Strætó bs. kynna hugmyndir að nýju leiðaneti almenningssamgangna í Mosfellsbæ. Kynningin er hluti samráðs um bætt leiðanet fyrir Borgarlínu-, stofn- og almennar leiðir. Lagðar eru fram til kynningar og afgreiðslu tillögur Stærtó bs. að nýju leiðarneti og legu Borgarlínuleiðar E auk innanbæjarleiða S og T. Erindið frestaðist á síðasta fundi nefndarinnar.

    Lagt fram og kynnt. Ragn­heið­ur Ein­ars­dótt­ir og Sól­rún Svava Skúla­dótt­ir frá Strætó bs. kynntu, í gegn­um fjar­fund­ar­bún­að, út­færsl­ur af leiða­kerfi. Skipu­lags­nefnd legg­ur til að stofn­að­ur verði vinnu­hóp­ur um skoð­un á inn­an­bæjarakstri Strætó í Mos­fells­bæ.

    Gestir
    • Sólrún Svava Skúladóttir
    • Ragnheiður Einarsdóttir
      Ás­geir Sveins­son, full­trúi D-lista Sjálf­stæð­is­flokks, vék af fundi tíma­bund­ið vegna lög­mætra for­falla milli kl. 08:30-08:45.

    Fundargerð

    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 493202303006F

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 10.1. Arn­ar­tangi 47 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202302162

        Þeba Björt Karls­dótt­ir sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húss á lóð­inni Arna­tangi nr. 47, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 10.2. Bugðufljót 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202302636

        Karína ehf. Breiða­hvarfi 5 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu at­vinnu­hús­næði á tveim­ur hæð­um með 14 eign­ar­hlut­um á lóð­inni Bugðufljót nr. 4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stærð­ir: 1. hæð 1.243,9 m², 2. hæð 1.159,9 m², 15.587,2 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 10.3. Í landi Helga­dals 125467 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202210454

        Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja við bor­holu­hús stækk­un úr timbri á lóð­inni Í Landi Helga­dals L125467 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.Stækk­un: 8,5 m², 24,7 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 10.4. Í landi Helga­dals 125471 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202210453

        Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja við bor­holu­hús stækk­un úr timbri á lóð­inni Í Landi Helga­dals L125471 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: 8,5 m², 24,7 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 10.5. Í Æs­ustaðalandi 125465 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202210455

        Veit­ur ohf. Bæj­ar­hálsi 1 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja við bor­holu­hús stækk­un úr timbri á lóð­inni Í Æs­ustaðalandi L125465 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stækk­un: 8,5 m², 24,7 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00