Mál númer 201405028
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna nýgerðra kjarasamninga.
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1243
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna nýgerðra kjarasamninga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna nýgerðra kjarasamninga og breytinga á rekstri Fasteignafélagsins Lækjarhlíðar ehf. í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Afgreiðsla 1231. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1231
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykktur með þremur atkvæðum viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2015, sem felur í sér að launakostnaður að fjárhæð kr. 96.955.037 verði færður af deild 21-87 yfir á þær deildir sem verða fyrir kostnaðarhækkunum vegna starfsmats.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Tillaga M-listi Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarstjórn vísar þeirri tillögu Íbúahreyfingarinnar að óska eftir upplýsingum frá skólastjórnendum í grunnskólum um aðhaldsaðgerðir á árinu til umræðu í bæjarráði.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn þremur atkvæðum fulltrúa M- og S-lista.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Þegar í ljós kom að rekstur Mosfellsbæjar stóðst ekki fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 var því lofað að skólum sveitarfélagsins yrði hlíft við niðurskurði. Margt bendir þó til að svo sé ekki. Íbúahreyfingunni er kunnugt um að t.d. skólastjórnendur Varmárskóla hafi haldið fund með starfsmönnum skólans í vor þar sem aðhaldsaðgerðir upp á nokkra tugi milljóna voru boðaðar.$line$Ýmislegt styður að verið sé að skera niður í skólanum:$line$-Ekkert var aðhafst í sumar vegna brunans á útikennslusvæði; $line$-Öll sérkennsla hefur verið flutt í opið rými inn á bókasafn skólans; $line$-Stuðningsfulltrúum og skólaliðum var fækkað í vor; $line$-Engin forfallakennsla er í boði í 9. og 10. bekk og lítil í 7. og 8. bekk; $line$-Ekkert hefur verið gert til að bæta mötuneytisaðstöðu. Yngri deild mætir í mat kl. 10.50 þrátt fyrir að nesti sé ekki borðað fyrr en kl. 9.30; $line$-Skólaliða vantar í mötuneyti; $line$-Starfskraftur sem sá um kennarastofuna og aðstoð í matsal í hádegi hefur verið færður niður í yngri deild; $line$-Viðhald á útisvæði er lítið sem ekkert; $line$-Vinnuaðstaða kennara er sögð óviðunandi, tölvur þarfnast endurnýjunar o.fl. $line$Það er samdóma álit fjölda kennara að bæjarfélagið sinni ekki Varmárskóla sem skyldi og skólann skorti sárlega fjármagn. $line$Þöggun og hálfsannleikur eru samfélagsmein sem við stjórnmálamenn þurfum að vinna gegn og því leggur bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar til að bæjarstjórn óski eftir upplýsingum um raunveruleg áhrif rekstrartaps Mosfellsbæjar á grunn- og leikskóla sveitarfélagsins. $line$$line$Bókun V-og D-lista:$line$Bæjarfulltrúar V og D lista árétta að fjárhagsárið 2015 er ekki liðið og þeir viðaukar sem til umræðu eru fjölluðu um hagræðingu sem beint var til sviða bæjarins. Í þeim viðauka er sérstaklega tilgreint að grunnskólum bæjarins yrði hlíft við þeirri hagræðingarkröfu. Fulltrúar V og D lista bera traust til skólastjórenda og treysta þeim til að reka skólanna innan þess fjárhagsramma sem samþykktur var í bæjarstjórn. Hafin er vinna bæjarráðs við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Í þeirri vinnu mun bæjarráð hitta stjórnendur stofnana og fá upplýsingar um hvernig til hefur tekist á yfirstandandi ári og á hvað stjórnendur vilja leggja áherslu á næsta ári. Á þeim forsendum fellum við tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Afgreiðsla 1227. fundar bæjarráðs samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
- 17. september 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1227
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Framlögð tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 samþykkt með þremur atkvæðum.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Lagt fram minnisblað um yfirferð fjárhagsáætlunar 2015-2018 og tillögur því tengdu.
Afgreiðsla 1219. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Afgreiðsla 1218. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 9. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1219
Lagt fram minnisblað um yfirferð fjárhagsáætlunar 2015-2018 og tillögur því tengdu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar þeirri yfirlýsingu starfshóps um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2015 að grunnskólum Mosfellsbæjar verði hlíft við niðurskurði en lýsir sig andsnúinn því að aðgerðirnar skuli engu að síður beinast að barnafjölskyldum. Upplýsingum um með hvaða hætti lækka á útgjöld sviðanna er auk þess ábótavant þar sem framkvæmdastjórum sviða er gert að skera niður stærstan hluta þeirrar upphæðar sem spara á án þess að fyrir liggi í hverju sá niðurskurður á að felast.Bókun fulltrúa D- og V-lista:
Fyrir liggur að gera þarf breytingar á fjárhagsáætlun 2015 meðal annars vegna aukins launakostnaðar, bættra kjara starfsmanna sveitarfélagsins og lægra framlags frá jöfnuðarsjóði sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks.
Gert er ráð fyrir að þessu verði mætt á tvennan hátt, annars vegar á sviðum bæjarins með almennri hagræðingu án þess að það komi niður á þjónustu. Framkvæmdarstjórum og fagfólki bæjarins verður falið að útfæra það frekar. Hins vegar er gert ráð fyrir lítilsháttar breytingum á gjaldskrám. Markmið þessara aðgerða er að rekstrarniðurstaða fjárhagsársins verði sú sama og lagt var upp með í samþykktri fjárhagsáætlun.Framlögð drög að gjaldskrá leikskóla, gjaldskrá í frístundaseljum grunnskóla og gjaldskrá mötuneyti grunnskóla samþykkt með þremur atkvæðum.
Þá er jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fresta upptöku á systkinaafslætti frístundaávísunar um eitt ár, eða til 1. júlí 2016, og að setja á öll svið bæjarins óútfærða hagræðingarkröfu á þessu fjárhagsári, að undanskildum grunnskólum.
Að lokum er samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra verði falið að hafa yfirumsjón með gerð viðkauka við fjárhagsáætlun 2015-2018 í samræmi við framangreint og að hann verði lagður fram í bæjarráði um miðjan ágúst.
- 2. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1218
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, og Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mæta á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu vinnu við yfirferð yfir fjárhagsáætlunar.
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Afgreiðsla 1215. fundar bæjarráðs samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. júní 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1215
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela teymi um yfirferð fjárhagsáætlunar áframhaldandi vinnu við verkefnið.
- 20. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #650
Bæjarfulltrúi S listans óskar eftir umræðu um vinnu við yfirferð á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-2018
Dagskrártillaga forseta:
Forseti leggur til að þessum dagskrárlið verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Fjárhagsáætlun 2015-2018 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 45. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Fjárhagsáætlun 2015-2018 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 186. fundar menningarmálanefndir samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-2018 fyrir skipulags- og byggingarmál.
Afgreiðsla 379. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista gerir alvarlegar athugsemdir við að skipulagsnefnd skuli fá fjárhagsáætlun 2015-2018 til kynningar á sama degi og áætlunin er afgreidd í bæjarstjórn. Á þessum vinnubrögðum má ljóst vera hversu léttvægu hlutverki nefndinni er ætlað þjóna í augum D- og V-lista við gerð fjárhagsáætlunar.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Fjárhagsáætlun á fræðslusviði fyrir 2015 kynnt
Afgreiðsla 301. fundar fræðslunefndar samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Ósk um mál á dagskrá. Tillögur Íbúahreyfingarinnar í tilefni fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2015.
Afgreiðsla 1190. fundar bæjarráðs samþykkt á 639. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. desember 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #379
Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-2018 fyrir skipulags- og byggingarmál.
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09 lögð fram.
- 3. desember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #639
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-2018 lögð fram til seinni umræðu.
Við afgreiðslu málsins sátu Aldís Stefánsdóttir deildarstjóri þjónustu- og samskiptadeildar, Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi, staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur J. Lockton fjármálastjóri og Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri.$line$$line$Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór bæjarstjóri yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2015 til 2018.$line$$line$Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 A og B hluta eru eftirfarandi:$line$$line$Tekjur: 8.034 m.kr. $line$Gjöld: 7.364 m.kr.$line$Fjármagnsgjöld: 624 m.kr$line$Tekjuskattur 12 m.kr.$line$Rekstrarniðurstaða: 35 m.kr.$line$Eignir í árslok: 14.789 m.kr.$line$Eigið fé í árslok: 4.017 m.kr.$line$Fjárfestingar: 630 m.kr.$line$-------------------------------------------------------------$line$Útsvarsprósenta 2015. $line$Samþykkt á 638. fundur bæjarstjórnar 14,52%. $line$-------------------------------------------------------------$line$Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2015 eru eftirfarandi:$line$$line$Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)$line$Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar$line$Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar$line$Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar$line$Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðar$line$$line$Fasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)$line$Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar$line$Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar$line$Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar$line$Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðar$line$$line$Fasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)$line$Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar$line$Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar$line$Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar$line$Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar$line$$line$-------------------------------------------------------------$line$Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september. $line$Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 35.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.$line$$line$-------------------------------------------------------------$line$Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2015.$line$$line$Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.$line$Samþykkt um systkinaafslátt.$line$Tekjuviðmiðum sbr. breytingu á neysluvísitölu, vegna viðbótarniðurgreiðslu v/tekna (leikskóla og dagforeldragæslu sbr. breytingu á neysluvísitölu).$line$$line$$line$-------------------------------------------------------------$line$Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2015 nema annað sé tekið fram. Almennt hækka neðangreindar gjaldskrár um 3,4%:$line$$line$Gjaldskrá, húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks$line$Gjaldskrá, í félagsstarfi aldraðra$line$Gjaldskrá, húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar$line$Gjaldskrá, húsaleiga í íbúðum aldraðra$line$Gjaldskrá, þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra$line$Gjaldskrá, húsaleiga í félagslegum íbúðum$line$Gjaldskrá, vegna heimsendingar fæðis$line$Gjaldskrá, félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ$line$Gjaldskrá, ferðaþjónusta fatlaðs fólks$line$Gjaldskrá, ferðaþjónusta í félagsstarfi aldraðra, fellur niður þar sem Strætó Bs tekur yfir þjónustuna.$line$$line$Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla$line$Gjaldskrá gæsluvallar í Mosfellsbæ$line$Gjaldskrá þjónustusamnings vegna daggæslu barna í heimahúsi (frá 1. feb. 2015)$line$Gjaldskrá frístundaselja$line$Gjaldskrá Listaskóla (frá 1. ágúst 2015)$line$Gjaldskrá Skólahljómsveitar (frá 1. ágúst 2015)$line$Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og sundlaga$line$Gjaldskrá um systkinaafslátt$line$Gjaldskrá Ítóm 2015$line$$line$Gjaldskrá, Bókasafns Mosfellsbæjar$line$$line$Gjaldskrá, Vatnsveitu Mosfellsbæjar$line$Gjaldskrá, skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ$line$Gjaldskrá, fyrir rotþróargjald í Mosfellsbæ$line$Gjaldskrá, um hundahald í Mosfellsbæ$line$Gjaldskrá, Hitaveitu Mosfellsbæjar$line$Gjaldskrá, fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ$line$$line$Gjaldskrá, fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ$line$$line$Tillögur Samfylkingar við fjárhagsáætlun 2015.$line$$line$1. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að frístundaávísun verði hækkuð í 30 þúsund krónur haustið 2015. Embættismönnum verði falið að reikna út kostnað og koma með tillögur um hvernig mæta megi hækkuninni innan ramma fjárhagsáætlunar.$line$$line$Þar sem fyrir fundinum liggur önnur tillaga um almenna hækkun frístundaávísunar um 10% og sérstakar hækkanir fyrir barnmargar fjölskyldur verði litið svo á að þar sé um að ræða málsmeðferðartillögu hvað þessa tillögu varðar.$line$$line$2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að tekjumörk vegna afsláttar eldri borgara og öryrkja á fasteignagjöldum verði hækkuð og færð til samræmis við tekjumörk sem þessir hópar njóta í Hafnarfirði og Kópavogi. $line$Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.$line$$line$Þar sem fyrir fundinum liggur önnur tillaga um hækkun tekjuviðmiða elli og örorkulífeyrisþega til útreiknings fasteignagjalda verði litið svo á að þar sé um að ræða málsmeðferðartillögu hvað þessa tillögu varðar.$line$$line$3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að sett verði af stað tilraunaverkefni í einu hverfa bæjarins í anda Betri Reykjavikur þar sem ákveðin upphæð viðhaldsfjár verði eyrnamerkt framkvæmdum sem íbúar hverfisins velja. Kallað verði eftir tillögum íbúa um viðhaldsverkefni, þau kostnaðargreind og síðan gefist íbúum hverfisins kostur á að kjósa um hvaða verkefni farið verði í innan þess kostnaðarramma sem gefinn er. Reynslan af verkefninu verði síðan nýtt til að móta fyrirkomulag slíkra verkefna í öðrum hverfum bæjarins.$line$$line$4. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að á árinu 2015 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss sem ætlað verði til félags- og tómstundastarfs ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára þar sem það hafi aðstöðu til að sinna hugðarefnum af ýmsum toga og til að efla tengsl sín á milli. $line$$line$Varið verði einni milljón króna á árinu 2015 til að hefja undirbúning verkefnisins. $line$$line$Samþykkt með níu atkvæðum að vísa þriðju og fjórðu tillögum S- lista Samfylkingar til frekari málsmeðferðar í bæjarráði.$line$$line$Tillögur Íbúahreyfingarinnar við seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2015-2018.$line$$line$1. Mötuneyti við Varmárskóla$line$Bygging mötuneytis og kaup á kælibúnaði - 2 ár$line$a. Reist verði viðbygging fyrir mötuneyti við efri deild Varmárskóla. Undirbúningur og teikningar verði unnar á fjárhagsárinu 2015 og hafist handa við bygginguna árið 2016. Mötuneyti sem annað gæti 7-800 nemendum (200-300 í senn) hæfi rekstur að hausti 2016. Hönnun hússins taki mið af þeim varanlegu byggingum sem eru við skólann. Þar sem útsýni er einstakt (sérstaklega frá vestari enda skólans) mætti hugsa sér að viðbyggingin væri að miklum hluta úr gleri. Sú útfærsla fæli einnig í sér sparnað.$line$b. Þessa tillögu mætti útvíkka með fleiri þarfir í huga en mikil hörgull er á viðunandi húsnæði fyrir mynd- og verkmenntagreinar og lúðrasveit, - svo eitthvað sé nefnt.$line$c. Keyptur verði kælir fyrir matvæli í mötuneyti Varmárskóla í byrjun árs 2015 til viðbótar við þá útigeymslu sem nú er verið að endurbyggja. Um er að ræða kælibúnað fyrir innra rými. Að sögn starfsmanna leiðir aðstöðuleysið til mikillar sóunar á matvælum.$line$$line$2. Íþróttamannvirki í Mosfellsbæ$line$Langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í takt við íbúafjölgun - ½ ár$line$Ráðast þyrfti í það brýna verkefni á fjárhagsárinu 2015 að gera langtímaáætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Mosfellsbæ þar sem tekið er mið af áætlaðri fjölgun íbúa en hún er sögð verða um 10% á næstu fjórum árum. $line$$line$3. Almenningsíþróttir á útisvæðum$line$Æfingatæki og bekkir á göngu- og hjólaleiðum - 6 ár$line$Hafist verði handa við að bæta aðstöðu til almenningsíþrótta, sem ekki krefjast greiðslu félagsgjalda, með því að koma fyrir bekkjum og æfingatækjum á vinsælum göngu-, hlaupa- og hjólaleiðum. Gert er ráð fyrir 3 ? 5 tækjum á hverjum stað.$line$$line$4. Göngu- og hjólastígar $line$Tenging göngu- og hjólastíga við biðskýli strætó - 4 ár$line$Hafist verði handa við að hanna og leggja göngu- og hjólastíg frá (1) Reykjum í Reykjahverfi að endastöð strætó við Reykjaveg, (2) frá Reykjalundi að stíg í útjaðri iðnaðarhverfis á Teigum og (3) frá Hlíðartúni að Vesturlandsvegi við nýja slökkvistöð. $line$$line$5. Fráveita $line$Leit að uppsprettum saurgerlamengunar í ám, sjó og vötnum - 1 ár$line$Gerð verði gangskör að því brýna lýðheilsuverkefni að leita uppi uppsprettur saurgerlamengunar í ám, sjó og vötnum í Mosfellsbæ. Beina þarf sjónum sérstaklega að rangtengingum frárennslis frá íbúðarhúsum og atvinnustarfsemi austan Vesturlandsvegar og í Töngum. Einnig verði girt fyrir að affallsvatns frá atvinnustarfsemi renni í ræsi og þaðan óhreinsað í viðtaka.$line$$line$6. Umhirða á útisvæðum og náttúruvernd$line$a. Eyðing ágengra framandi plantna - 10 ár$line$Hafist verði handa í byrjun sumars 2015 við að eyða ágengum framandi tegundum s.s. lúpínu, skógarkerfli og fleiri plöntum sem draga úr líffræðilegri fjölbreytni í náttúru Mosfellsbæjar. Árbakkar njóti forgangs þar sem fallvötn eiga stóran þátt í útbreiðslunni.$line$Um er að ræða langtímaverkefni sem nauðsynlegt er að fá íbúa í bænum og nágrannasveitarfélög til að taka þátt í.$line$b. Bakkaviðgerðir og umhirða stíga við Varmá - 5 ár$line$Viðgerðir hefjist á syðri bakka Varmár frá Reykjalundarvegi að Blómvangi á fjárhagsárinu 2015. Samhliða verði malarstígurinn meðfram ánni lagfærður með efni sem hæfir ljósum grágrýtisgrunninum í og við ána. $line$Um er að ræða fyrsta áfanga fimm ára verkefnis sem tekur til Varmársvæðisins frá friðlýstum ósum að Húsadal. Vinna þarf verkið í samráði við sérfræðinga í bakkaviðgerðum á Veiðimálastofnun.$line$c. Náttúruverndaráætlun - 1/2 ár$line$Hafin verði vinna við gerð náttúruverndaráætlunar fyrir Mosfellsbæ sem verði hluti af svæðis- og aðalskipulagi. Áætlunin er liður í að efla umhverfisvitund í tengslum við skipulag og framkvæmdir og stuðla þannig að því að áætlanir og umgengni taki mið af gæðum náttúru og sé í anda sjálfbærrar þróunar.$line$Þungamiðjan í verkefninu er að kortleggja lífríki og náttúrufar í Mosfellsbæ, s.s. búsvæði fugla- og fiska, gróður, landslag, votlendi, jarðhitasvæði, uppsprettur ferskvatns o.fl. Einnig að semja reglur um umgengni framkvæmdaaðila á náttúrusvæðum og fá til þess leiðsögn til þess bærrar stofnunar.$line$Umhverfisnefnd hefði umsjón með verkefninu og spurning hvort hægt væri að útvista verkefninu til nemenda í umhverfis- og náttúrufræðum í FaMos, LbhÍ eða HÍ. $line$d. Umhverfisfræðsla - 2 ár$line$1. Á fjárhagsárinu 2015 verði hafist handa við undirbúning fræðsluskilta um fuglalíf, leirur og fjörugróður á gönguleiðinni meðfram Leiruvogi. Undirbúningsvinna sérfræðinga færi fram á fjárhagsárinu 2015, hönnun og uppsetning vorið 2016. $line$2. Fræðslukvöld um náttúru og dýralíf að vori og hausti væru einnig tilvalin leið til að efla umhverfisvitund.$line$e. Vöktun friðlýstra svæða - langtímaverkefni$line$Ráðast þyrfti í reglubundna vöktun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ. Einnig þarf að bæta aðgengi og umhirðu þeirra. Dæmi: Tungufoss og Álafoss.$line$$line$Bæjarfulltrúar D- og V-lista telja að ýmsar tillögur M-listans séu góðra gjalda verðar. Við bendum þó á að margar þeirra eru nú þegar í vinnslu og umræður um tillögurnar eiga heima í fagnefndum bæjarins en ekki við lokaafgeiðslu fjárhagsáætlunar því með því væri bæjarstjórn að taka fram fyrir hendurnar á nefndunum. Bæjarfulltrúar D- og V-lista vilja því beina því til M-listans að taka einstök mál upp á þeim vettvangi. Af ofangreindum ástæðum leggja fulltrúar D- og V-lista til að breytingatillögum M-listans verði vísað frá.$line$$line$Breytingartillaga S-lista Samfylkingar við tillögu D- og V-lista.$line$$line$Í stað þess að vísa tillögu Íbúahreyfingarinnar frá verði henni vísað til nefnda með sömu rökum og koma fram í tillögu meirihlutans.$line$$line$M-listi Íbúahreyfingar leggur til að hver eftirtalinna tillagna fyrir sig verið borin upp til atkvæðagreiðslu.$line$$line$Tillaga:$line$1. Mötuneyti við Varmárskóla. $line$Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$2. Íþróttamannvirki í Mosfellsbæ$line$Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$3. Almenningsíþróttir á útisvæðumSamþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$4. Göngu- og hjólastígar $line$Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$5. Fráveita $line$Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$6. Umhirða á útisvæðum og náttúruvernd$line$Samþykkt með sex atkvæðum gegn einu að vísa tillöginni frá.$line$$line$Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar mótmælir harðlega þeirri ósanngjörnu málsmeðferð D- og V-lista að visa breytingatillögum Íbúahreyfingarinnar við fjárhagsáætlun 2015 frá á þeirri forsendu að ræða þurfi þær í nefndum. Flestar þessara tillagna hafa verið til umræðu og hlotið samþykki í nefndum og jafnvel bæjarstjórn. Það sem upp á vantar er að gert sé ráð fyrir fjármagni til að tryggja framgang þeirra og út á það ganga flestar tillögurnar.$line$$line$Bókun D- og V-lista$line$Bæjarfulltrúar D- og V-lista telja að ýmsar tillögur M-listans séu góðra gjalda verðar. Við bendum þó á að margar þeirra eru nú þegar í vinnslu og umræður um tillögurnar eiga heima í fagnefndum bæjarins en ekki við lokaafgeiðslu fjárhagsáætlunar því með því væri bæjarstjórn að taka fram fyrir hendurnar á nefndunum. Bæjarfulltrúar D- og V-lista vilja því beina því til M-listans að taka einstök mál upp á þeim vettvangi. Af ofangreindum ástæðum samþykktu fulltrúar D- og V-lista að vísa breytingatillögum M-listans frá.$line$$line$Tillögur meirihluta D- og V-lista að breytingum á fjárhagsáætlun 2015 við seinni umræðu 3. des. 2014.$line$$line$1. Lagt er til að upphæð frístundaávísunar hækki um 10% 1. júlí 2015. Jafnframt verði frá sama tíma ávísunin 25% hærri fyrir annað barn innan sömu fjölskyldu og 50% hærri fyrir þriðja barn og fleiri innan sömu fjölskyldu. Kostnaður við þessa breytingu er um 5 mkr. Samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði Eddu Davíðsdóttur tómstundafulltrúa Mosfellsbæjar.$line$$line$2. Lagt er til að veitt verði 4,5 mkr. til að auka niðurgreiðslur til foreldra með börn sín í sjálfstætt reknum leikskólum. Skólaskrifstofa móti reglur um framkvæmd og fyrirkomulag þessara niðurgreiðslna og leggi fyrir bæjarráð. Að öðru leiti er vísað til meðfylgjandi minnisblaðs Gunnhildar Sæmundsdóttur skólafulltrúa. $line$$line$3. Lagt er til að tekjuviðmið tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega til útreiknings á afslætti fasteignagjalda verði breytt. Breytingin felur í sér rýmkun á tekjuviðmiðum þannig að fleiri njóta afsláttar af fasteignagjöldum. Kostnaður við þessa breytingu rúmast innan þegar framlagðrar fjárhagsáætlunar skv. minnisblaði Péturs Lockton fjármálastjóra Mosfellsbæjar. $line$$line$$line$Ofangreindar breytingar leiða til kostnaðarhækkana samtals að upphæð 9,5 mkr. Lagt er til að því verði mætt með þeim breytingum á áætlun sem lagðar eru til í minnisblaði fjármálastjóra sem gera ráð fyrir bættri afkomu að sömu fjárhæð.$line$$line$Tillögurnar eru samþykktar með níu atkvæðum.$line$$line$Fjármálastjóra er falið að útfæra samþykktar tillögur að breytinu á fjáhagsáætlun í samræmi við samþykkt þessa. Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.$line$$line$Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2015 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 var samþykkt með átta atkvæðum.$line$$line$Bókun S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2015.$line$Fjárhagsáætlun er að stærstu leyti stefnumarkandi plagg meirihluta sjálfstæðismanna og VG hvað varðar rekstur og framkvæmdir næstu ára og lýsir þeim áherslum sem hann vill vinna að. Fulltrúar minnihluta hafa ekki tekið þátt í vinnu við áætlunina á fyrri stigum. $line$$line$Samfylkingin lagði fram fjórar tillögur við fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina og óskaði eftir að embættismönnum yrði falið að kostnaðargreina þær og leggja til hvernig koma mætti þeim fyrir innan ramma fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir að tvær af þessum tillögum S lista fá gott brautargengi meirihlutans í fjárhagsáætlun, þ.e. hækkun frístundaávísunar til barna og hækkun tekjuviðmiða eldri borgara og öryrkja til afsláttar af fasteignagjöldum, báðar í anda þeirra tillagna sem bæjarfulltrúar S-lista báru fram og eru bókaðar í fundargerð bæjarstjórnarfundar 5. nóvember.$line$$line$Þá er ánægjulegt að sjá að gjaldskrár leikskóla bæjarins hækka ekki frá fyrra ári og að áætlanir eru um að auka niðurgreiðslur vegna barna sem eru í sjálfstætt reknum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, en Mosfellsbær hefur verið eftirbátur nágrannasveitarfélaganna hvað þær niðurgreiðslur varðar.$line$$line$Þá ætlar meirihlutinn að halda áfram með úrbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins og vonandi að taka myndarlega á mengunarvörnum í bæjarfélaginu líkt og bæjarfulltrúi Samfylkingar lagði mikla áherslu á síðastliðið kjörtímabil og er það vel. Þá er haldið áfram á þeirri braut að auka við framlög til uppbyggingar skólamannvirkja en Samfylkingin marg benti á nauðsyn þess á síðasta kjörtímabili.$line$$line$Í ljósi þess að meirihlutinn hefur tekið tillit til tveggja tillagna Samfylkingarinnar í breytingum á fjárhagsáætlun fyrir aðra umræðu og vísa hinum tveimur tillögunum, varðandi undirbúning stofnunar Ungmennahúss og tilraunaverkefni varðandi íbúalýðræði um aukna aðkomu íbúa að vali á viðhaldsverkefnum í hverfum bæjarins, til nánari umfjöllunar í bæjarráði , þá samþykkir Samfylkingin framlagða fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-18.$line$$line$Ólafur Ingi Óskarsson, bæjarfulltrúi$line$Steinunn Dögg Steinsen, varabæjarfulltrúi$line$$line$$line$Bókun V- og D- lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.$line$$line$Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 verður rúmlega 35 mkr. afgangur af rekstri Mosfellsbæjar eftir fjármagnsliði. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 762 mkr. eða um 10% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka. $line$$line$Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2015 eru eftirfarandi:$line$-Að afgangur sé af rekstri bæjarins og veltufé frá rekstri verði jákvætt um 10% af tekjum.$line$-Að leikskólagjöld hækki ekki. $line$-Að aðrar gjaldskrár bæjarins verði þær sömu að raungildi en hækki til samræmis við verðlag.$line$-Að frístundaávísun hækki um 10% og hækki sérstaklega fyrir barnmargar fjöskyldur$line$-Að haldið verði áfram undirbúningi nýrra skólabygginga í samræmi við stefnumótun þar um.$line$-Að afsláttur af fasteignagjöldum til tekjulágra eldri borgara verði aukinn. $line$-Að áfram verði unnið að þróa og bæta þjónustu við fólk með fötlun.$line$-Að haldið verði áfram þróun á rafrænni þjónustu sveitarfélagsins.$line$-Að valfrelsi verði aukið með hækkuðum niðurgreiðslum til sjálfstætt starfandi leikskóla. $line$-Að lögð sé áhersla á áframhaldandi innleiðingu á Heilsueflandi samfélagi. $line$$line$Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn ábyrgur. Skuldastaða sveitarfélagsins er vel viðunandi miðað við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum samfara miklum vexti og fjölgun íbúa. Mosfellsbær hefur staðið fyrir miklum framkvæmdum í bænum síðustu ár. Þar má nefna byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla ásamt nýbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá og fjölda annarra smærri verkefna. Nýir kjarasamningar starfsmanna sveitarfélaga hafa talsverð áhrif á áætlun næsta árs. Laun hækka umfram tekjur og er haft að leiðarljósi að aðlaga reksturinn að því.$line$$line$Mikil og ötul vinna fer í fjárhagsáætlunargerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af bæjarstjóra, fjármálastjóra, framkvæmdarstjórum og forstöðumönnum. Við viljum þakka öllu því góða starfsfólki sem og fulltrúum í nefndum og ráðum fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.
- 27. nóvember 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1190
Ósk um mál á dagskrá. Tillögur Íbúahreyfingarinnar í tilefni fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2015.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fór yfir tillögur að verkefnum tengdum fjárhagsáætlun 2015. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til seinni umræðu fjárhagsáætlunar bæjarstjórnar.
- 25. nóvember 2014
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #301
Fjárhagsáætlun á fræðslusviði fyrir 2015 kynnt
Forstöðumenn stofnanna á fræðslusviði kynntu fjárhagsáætlun sinnar stofnunar fyrir næsta ár.
- 25. nóvember 2014
Þróunar- og ferðamálanefnd #45
Fjárhagsáætlun 2015-2018 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Lagt fram.
- 20. nóvember 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #186
Fjárhagsáætlun 2015-2018 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Fjárhagsáætlun lögð fram.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Bókun D- og V-lista:$line$Bæjarfulltrúar D- og V-lista gera athugasemd við bókun fulltrúa M-lista í umhverfisnefnd um að verkefni Staðardagskrár 21 séu komin "neðst í skúffu". Þvert á móti hafa verkefnin teygt anga sína víða og haft þannig áhrif á alla starfsemi og fjárhagsáætlunargerð Mosfellsbæjar. Vert er að minna á MARKMIÐS- OG AÐGERÐARÁÆTLUN MOSFELLSBÆJAR Í STAÐARDAGSKRÁ 21 TIL ÁRSINS 2020 og að á hverju ári setur umhverfisnefnd bæjarins saman verkefnalista í samræmi við þá áætlun. Einnig vilja bæjarfulltrúar D- og V-lista árétta að þótt hugtakið Staðardagskrá 21 sé ekki ritað eða nefnt jafn oft og áður beri að hafa í huga að viðfangsefnin séu í farvegi og framkvæmd og þá oft undir öðrum hugtökum eða formerkjum. Má þar nefna sem dæmi stefnumörkun um sjálfbæra þróun sem unnin hefur verið af hálfu Mosfellsbæjar.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar$line$Fulltrúi M-lista tekur heilshugar undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í umhverfisnefnd. Eflaust er margt vel gert hjá Mosfellsbæ en það er hægt að gera miklu betur.$line$$line$Afgreiðsla 155. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.
Afgreiðsla 185. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #638
Fjárhagsáætlun 2015-2018 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla 224. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 638. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2014
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #185
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.
Frestað.
- 13. nóvember 2014
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #155
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Formaður umhverfisnefndar og framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynntu drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 fyrir málaflokk 11. Umræður um málið.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag. Miðað við það ætti að veita meira fjármagni í starfsemi umhverfisdeildarinnar, þar á meðal í viðhald, fegrun og hreinsun útisvæða, eftirlit með friðlýstum svæðum og framkvæmdaaðilum. Þá þarf að efla fræðandi starfsemi og bæta upplýsingar. Stefnt ætti einnig að sérstökum umhverfisátökum t.d. hreinsun ánna og fjörunnar og draga úr plastnotkun bæjarbúa. Umhverfismálin munu í framtíðinni fá sífelt meira vægi.
Velferð jarðarbúa er í hættu með sama áframhaldi og gott væri að byrja heima hjá sér að bæta umhverfisvitund. ?Think global but act local? segir í Staðardagskrá 21 en þetta verkefni er komið neðst í skúffu og ekki mikið áætlað í það. - 12. nóvember 2014
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #224
Fjárhagsáætlun 2015-2018 lögð fram eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnir framlögð drög að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2015. Fjallað var um verkefni sviðsins og þau mikilvægu mál sem það sinnir. Auk þess leggur nefndin áherslu á að verkefninu Máttur í Mosfellsbæ verði fylgt eftir af starfsmönnum sviðsins.
- 6. nóvember 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #183
drög að fjárhagsáætlun 2015 lögð fram
Drög að fjárhagsáætlun kynnt og lögð fram.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.
Afgreiðsla 1186. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Umfjöllun um fjárhagsáætlun.
Afgreiðsla 1185. fundar bæjarráðs samþykkt á 637. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #637
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram til fyrri umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Gunnhildur Sæmundsdóttir skólafulltrúi og staðgengill framkvæmdastjóra fræðslusviðs, Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála og Pétur Jens Lockton fjármálastjóri.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
Tillögur fulltrúa S-lista:
1. Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að frístundaávísun verði hækkuð í 30 þúsund krónur haustið 2015. Embættismönnum bæjarins verði falið að reikna út kostnað og koma með tillögur um hvernig mæta megi hækkuninni innan ramma fjárhagsáætlunar.
2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að tekjumörk vegna afsláttar eldri borgara og öryrkja á fasteignagjöldum verði hækkuð og færð til samræmis við tekjumörk sem þessir hópar njóta í Hafnarfirði og Kópavogi.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að sett verði á fót tilraunaverkefni í einu hverfi bæjarins í anda verkefnisins Betri Reykjavík, þar sem ákveðin upphæð viðhaldsfjár verði eyrnamerkt framkvæmdum sem íbúar velja í sínu hverfi. Kallað verði eftir tillögum íbúa um viðhaldsverkefni, þau kostnaðargreind og síðan gefist íbúum hverfisins kostur á að kjósa um hvaða verkefni farið verði í innan þess kostnaðarramma sem gefinn er. Reynslan af verkefninu verði síðan nýtt til að þróa og móta fyrirkomulag slíkra verkefna í öðrum hverfum bæjarins.4. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að á árinu 2015 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss sem ætlað verði til félags- og tómstundastarfs ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára þar sem þau hafi aðstöðu til að sinna hugðarefnum af ýmsum toga og efla tengsl sín á milli. Varið verði einni milljón króna á árinu 2015 til að hefja undirbúning verkefnisins.
Samþykkt samhljóða að vísa ofangreindum tillögum til síðari umræðu.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu.
- 30. október 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1186
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri bæjarins mætti á fundinn við umfjöllun málsins.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir drög að fjárhagsáætlun 2015-2018.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á 637. fundi bæjarstjórnar 5. móvember 2014. - 23. október 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1185
Umfjöllun um fjárhagsáætlun.
Mættur á fundinn undir þessum dagskrárlið er Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Lagt er fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra varðandi áætlaðar skatttekjur 2015 og fyrirhugaðar fjárfestingar vegna áranna 2015-2018.
- 22. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #636
Kynning á vinnuferli og helstu dagsetningum vegna fjárhagsáætlunar árin 2015-2018.
Afgreiðsla 1184. fundar bæjarráðs lögð fram á 636. fundi bæjarstjórnar.
- 16. október 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1184
Kynning á vinnuferli og helstu dagsetningum vegna fjárhagsáætlunar árin 2015-2018.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Pétur J. Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar kynntu vinnuferli við fjáhagsáætlanagerð.
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Fjármálastjóri kynnir dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2015-2018.
Afgreiðsla 1164. fundar bæjarráðs samþykkt á 627. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 8. maí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1164
Fjármálastjóri kynnir dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2015-2018.
Samþykkt með þremur atkvæðum framkomin tillaga fjármálastjóra varðandi vinnuferli vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2015.