2. júlí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar um lækkun byggingargjalda201506172
Erindi Hestamannafélagsins Harðar um að félaginu verði veittur styrkur til greiðslu byggingargjalda vegna stækkunar á félagsheimili. Minnisblað fjármálastjóra lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Hestamannafélaginu Herði styrk til greiðslu gatnagerðargjalda sem nemur fjárhæð gjaldanna vegna byggingar félagsheimilis.
2. Fasteignamat 2016201506379
Erindi Þjóðskrár um endurskoðun fasteignamats lagt fram.
Lagt fram.
3. Tjón vegna óveðurs 14. mars 2015201503370
Drög að bréfi til Vegagerðarinnar vegna áskorunar um úrbætur við Reykjaveg lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að senda Vegagerðinni bréf í samræmi við fyrirliggjandi drög.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, og Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mæta á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu vinnu við yfirferð yfir fjárhagsáætlunar.