Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

23. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Selja­dals­náma, mat á um­hverf­isáhrif­um 2014201403446

  Erindi íbúa í Miðdal, Dallandi og Þormóðsdal þar sem skorað er á Mosfellsbæ að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir námarekstri í Þormóðsdal.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara bréf­rit­ur­um því að tíma­bund­ið fram­kvæmda­leyfi hafi ver­ið veitt og í skil­yrð­um leyf­is­ins er tek­ið á þeim punkt­um sem bréf­rit­ar­ar fjalla um í er­indi sínu.

  • 2. Styrk­veit­ing­ar á veg­um Mos­fells­bæj­ar - er­indi að ósk full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar201410204

   Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir erindi á dagskrá bæjarstjórnarfundar varðandi fyrirkomulag styrkveitinga hjá Mosfellsbæ.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að taka sam­an al­mennt yf­ir­lit yfir styrk­veit­ing­ar á veg­um Mos­fells­bæj­ar og þær regl­ur sem eft­ir at­vik­um gilda um þær og leggja fyr­ir bæj­ar­ráð.

   • 3. Er­indi Óbyggð­ar­nefnd­ar varð­andi bréf Kópa­vogs­bæj­ar um stað­fest­ingu á stað­ar­mörk­um bæj­ar­ins201104182

    Úrskurður Óbyggðarnefndar varðandi lögsögumörk á Sandskeiði. Lögmaður Mosfellsbæjar í málinu mætir á fundinn.

    Mætt­ur á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er Frið­björn Garð­ars­son (FG) lög­mað­ur Mos­fells­bæj­ar í mál­inu.

    Frið­björn fór yfir úr­sk­urð Óbyggð­ar­nefnd­ar ásamt því að rekja mál­ið all langt aft­ur í tím­ann til að varpa ljósi á það.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að af­staða bæj­ar­ráðs hvað varð­ar nið­ur­stöðu Óbyggð­ar­nefnd­ar sé sú að freista þess ekki að fá nið­ur­stöðu nefnd­ar­inn­ar hnekkt fyr­ir dómi.

    • 4. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

     Umfjöllun um fjárhagsáætlun.

     Mætt­ur á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

     Lagt er fram til kynn­ing­ar minn­is­blað bæj­ar­stjóra og fjár­mála­stjóra varð­andi áætl­að­ar skatt­tekj­ur 2015 og fyr­ir­hug­að­ar fjár­fest­ing­ar vegna ár­anna 2015-2018.

     • 5. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu varð­andi bygg­ing­ar­skil­mála í Leir­vogstungu201410206

      Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.

      Af­greiðslu frestað.

      • 6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á vega­lög­um201410222

       Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.

       Af­greiðslu frestað.

       • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á lög­um um fram­halds­skóla201410223

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskól nr. 92/2008, (rafræn námsgögn o.fl.) 214. mál.

        Af­greiðslu frestað.

        • 8. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur varð­andi að­komu íbúa og fasta­nefnda að gerð fjár­hags­áætl­un­ar201410259

         Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

         Af­greiðslu frestað.

         Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.