23. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014201403446
Erindi íbúa í Miðdal, Dallandi og Þormóðsdal þar sem skorað er á Mosfellsbæ að veita ekki framkvæmdaleyfi fyrir námarekstri í Þormóðsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara bréfriturum því að tímabundið framkvæmdaleyfi hafi verið veitt og í skilyrðum leyfisins er tekið á þeim punktum sem bréfritarar fjalla um í erindi sínu.
2. Styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar - erindi að ósk fulltrúa Íbúahreyfingarinnar201410204
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir erindi á dagskrá bæjarstjórnarfundar varðandi fyrirkomulag styrkveitinga hjá Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að taka saman almennt yfirlit yfir styrkveitingar á vegum Mosfellsbæjar og þær reglur sem eftir atvikum gilda um þær og leggja fyrir bæjarráð.
3. Erindi Óbyggðarnefndar varðandi bréf Kópavogsbæjar um staðfestingu á staðarmörkum bæjarins201104182
Úrskurður Óbyggðarnefndar varðandi lögsögumörk á Sandskeiði. Lögmaður Mosfellsbæjar í málinu mætir á fundinn.
Mættur á fundinn undir þessum dagskrárlið er Friðbjörn Garðarsson (FG) lögmaður Mosfellsbæjar í málinu.
Friðbjörn fór yfir úrskurð Óbyggðarnefndar ásamt því að rekja málið all langt aftur í tímann til að varpa ljósi á það.
Samþykkt með þremur atkvæðum að afstaða bæjarráðs hvað varðar niðurstöðu Óbyggðarnefndar sé sú að freista þess ekki að fá niðurstöðu nefndarinnar hnekkt fyrir dómi.
4. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Umfjöllun um fjárhagsáætlun.
Mættur á fundinn undir þessum dagskrárlið er Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Lagt er fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra og fjármálastjóra varðandi áætlaðar skatttekjur 2015 og fyrirhugaðar fjárfestingar vegna áranna 2015-2018.
5. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu201410206
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.
Afgreiðslu frestað.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum201410222
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.
Afgreiðslu frestað.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla201410223
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskól nr. 92/2008, (rafræn námsgögn o.fl.) 214. mál.
Afgreiðslu frestað.
8. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu íbúa og fastanefnda að gerð fjárhagsáætlunar201410259
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Afgreiðslu frestað.