20. maí 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1211201505001F
Fundargerð 1211. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 650. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21 201504263
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram til bæjarráðs tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda og að málinu verði vísað áfram til frekari vinnslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Erindi Hestamannafélagsins Harðar - merkingar og styrkur 201503545
Erindi frá Hestamannafélaginu Herði þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna merkinga reiðleiða í Mosfellsbæ. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs til bæjarráðs fylgir erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Samþykkt um hænsnahald utan skipulagðra landbúnaðarsvæða 201412356
Heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis vísar samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ utan skipulagðra landbúnaðarsvæða, til bæjarráðs til lokaafgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum. Fyrri umræða um samþykkt um hænsnahald verður síðar.
1.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum 201504300
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög 201504286
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann 201505003
Beiðni sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Ný undirgöng við Hlíðartún 201412139
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samningum vegna framkvæmdar við ný undirgöng.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Framkvæmd við Höfðaberg 201412140
Ósk um heimild til þess að bjóða út smíði á færanlegum kennslustofum fyrir skóladeild að Höfðabergi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Framkvæmdir 2015 201505030
Jóhanna B Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kemur og kynnir skýrslu um framkvæmdir Eignasjóðs á árinu 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að skýrsla um framkvæmdir 2015 verði kynnt í umhverfisnefnd og skipulagsnefnd kjörnum fulltrúum til upplýsingar um þau verkefni sem verið er að vinna á vegum Mosfellsbæjar.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá. $line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar: $line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir furðu sinni á því að ekki skuli vera vilji til að upplýsa nefndir sem starfa á vettvangi umhverfismála um þær framkvæmdir sem verið er að vinna að í Mosfellsbæ. Skýrslan hefur mikið upplýsingagildi og veitir nefndunum góða innsýn í þau verkefni sem verið er að vinna að í bænum. Hún hefur því mikið fræðslugildi fyrir nefndarmenn. $line$$line$Bókun D- og V-lista:$line$Það er einkennileg ályktun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar að ekki sé vilji til að upplýsa kjörna fulltrúa og nefndarmenn um framkvæmdir í Mosfellsbæ. Þvert á móti kom fram í máli bæjarfulltrúa hvatning til að kynna efni umrædds dagskrárliðar fyrir nefndarfólki og kjörnum fulltrúum. Bæjarráð gegnir m.a. því hlutverki að vera framkvæmdanefnd bæjarins og því er mál sem þessi rædd á þeim vettvangi eðli máls samkvæmt. Það er síðan að sjálfsögðu öllu nefndarfólki frjálst að taka viðkomandi mál upp í viðkomandi nefnd ef það sér ástæðu til.$line$$line$Bókun fulltrúa S-lista:$line$Varðandi bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vilja fulltrúar Samfylkingarinnar taka fram að á reglulegum undirbúningsfundum bæjarfulltrúa hennar og nefndarmanna er farið yfir öll mál sem eru á dagskrá bæjarstjórnar hverju sinni og þeim upplýsingum miðlað til þess hóps sem þar starfar. Telji einstakir nefndarmenn ástæðu til að taka mál upp í nefndum þá gera þeir það.$line$$line$Anna Sigríður Guðnadóttir$line$Ólafur Ingi Óskarsson.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Það er mat Íbúahreyfingarinnar að ekkert komi í staðinn fyrir kynningu framkvæmdastjóra umhverfissviðs á skýrslu um framkvæmdir 2015. $line$$line$Afgreiðsla 1211. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1212201505007F
Fundargerð 1212. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 650. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Reiðleiðir og undirgöng norðan og austan hesthúsahverfis 201503348
Erindi frá reiðveganefnd Hestamannafélagsins Harðar þar sem farið er fram á framkvæmdir við reiðbrýr og reiðvegi í framhaldi af framkvæmdum við Tunguveg. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs fylgir erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.2. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes 201505028
Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Laxnes lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda 201505029
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli 201505049
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma 201505056
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2014 201502159
Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá S-lista, þess efnis að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins, sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins, verði lagðar fyrir bæjarráð. Jafnframt kom fram tillaga frá M-lista um að þess yrði gætt við endurskoðun á fjárhagsáætlun 2015-2018 að niðurskurður kæmi sem minnst niður á skólunum. Var tillögum þessum vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi M-lista gerir að tillögu sinni að reynt verði með öllum tiltækum ráðum að verja lögbundna grunnþjónustu Mosfellsbæjar fyrir niðurskurði, þá sérstaklega skóla og félagsþjónustu. Einnig verði verkefni sett í forgang sem lúta að umhirðu og viðhaldi á göngustígum á útisvæðum í byggð, í stað þess að leggja fé í framkvæmdir sem þjóna sérhagsmunum eða teljast ekki til þeirra verkefna sveitafélagsins sem þjóna skýrum almannahagsmunum.$line$Íbúahreyfingin óskar eftir að tillögunni verði vísað til nefndar um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2015.$line$$line$Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Forsenda fjárhagsáætlunargerðar er að fyrir liggi langtímaáætlanir í fjárfrekum málaflokkum. Slík áætlun hefur ekki verið gerð um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja og það þrátt fyrir ört vaxandi bæjarfélag og áætlaða fjölgun íbúa um meira en 10% á næstu 4 árum. Íbúahreyfingin óskaði eftir slíkri áætlun í nóvember sl. og var tjáð að hún væri í undirbúningi. Síðan er liðið meira en hálft ár og fjárhagsáætlun næsta árs að fara á skrið. Það er því löngu tímabært að langtímaáætlun um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja líti dagsins ljós.$line$Íbúahreyfingin óskar eftir að tillögunni verði vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslusviðs.$line$$line$Dagsskrártillaga Haraldar Sverrissonar, fulltrúa D-lista:$line$Lagt er til að báðum tillögum fulltrúa M-lista verði vísað frá. $line$$line$Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista. Fulltrúar S-lista sitja hjá. $line$$line$Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
2.7. Reglur um birtingu gagna á vef Mosfellsbæjar 201504012
Á 649. fundi bæjarstjórnar kom fram tillaga frá M-lista, þess efnis að betri grein verði fyrir því, í reglum um birtingu gagna á vef Mosfellsæjar, hver meti hvaða gögn eigi að birta og hvort fylgigögn funda sveitarfélagsins birtist með fundarboði eða fundargerð eftirá. Var tillögunni vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1212. fundar bæjarráðs samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista.
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 189201505002F
Fundargerð 189. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 650. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins 200711264
Reglur um kjör íþróttamanns og -konu Mosfellsbæjar yfirfarnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Vinnuskóli 2015 201505023
Vinnuskóli 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Könnun á þátttöku í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Ból 2015 201505024
Kynnt verður könnun sem að lögð var fyrir grunnskólanemendur í Mosfellsbæ um þátttöku í starfi félagsmiðstöðvarinnar Ból
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Vímuefnanotkun ungs fólks í Mosfellsbæ 201503347
Kynning á niðurstöðum vímuefnanotkunar ungs fólks í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Heilsueflandi samfélag 201208024
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu og markmið verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 189201504020F
Fundargerð 189. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 650. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Menningarvor 2015 201503368
Einstaklega vel heppnað Menningarvor að baki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Hátíðarhöld 17.júní 2015 201504231
Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi kemur og kynnir drög að dagskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Í túninu heima 2015 201504228
Kynnt og rædd drög að dagskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 189. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 390201505003F
Fundargerð 390. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 650. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi 201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, sbr. meðfylgjandi athugasemdir hans. Frestað á 389. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi 201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 389. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Hvíta Riddarans 201505004
Ólafía Hreiðarsdóttir f.h. sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu óskar 30.4.2015 eftir umsögn Mosfellsbæjar um umsókn 270 veitinga ehf. um rekstrarleyfi fyrir Hvíta Riddarann, Háholti 13-15.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Ósk Alþingis um umsögn um tillögu að þingsályktun um landsskipulagsstefnu 2015-2026 201504248
Erindi Alþingis sem bæjarráð hefur vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefnda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um verndarsvæði í byggð 201504249
Erindi Alþingis sem bæjarráð hefur vísað til skipulags- og umhverfisnefnda til umsagnar og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Völuteigur 8, fyrirspurn um notkun lóðar sem geymslusvæðis 201505047
Gunnlaugur Bjarnason óskar 13.4.2015 f.h. Bílapartasölunnar ehf. eftir afstöðu skipulagsnefndar til þess að norðurhluti lóðarinnar verði nýttur til skamms tíma sem geymslu-/sölu-/uppboðssvæði fyrir "ýmsa lausafjármuni."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu 201501793
Tillaga að breytingum á deiliskipulagsskilmálum var grenndarkynnt 17.4.2015 með bréfi til 5 aðila auk umsækjanda og athugasemdafresti til 6. maí 2015. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum; frá JP lögmönnum f.h. Ársæls Baldurssonar og Birgittu Baldursdóttur, og frá Gunnlaugi Ó Johnson og Hjördísi Bjartmars Arnardóttur.
Gunnlaugur Johnson vék af fundi undir þessum lið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum 201501589
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.9. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 201410126
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 30. mars 2015 með athugasemdafresti til 11. maí 2015. Engin athugasemd hefur borist.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.10. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2015 - 2018 201504227
Lögð fram tillaga að þróunaráætlun 2015-2018, sem svæðisskipulagsnefndin hefur lagt til við aðildarsveitarfélögin að þau taki mið af í aðgerðum sínum í skipulags- og byggingarmálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.11. Erindi Aleflis vegna uppbyggingar Háholts 21 201504263
Magnús Þór Magnússon f.h. Aleflis ehf leggur 27.4.2015 fram tillögu að byggingum á lóðinni ásamt undirritaðri viljayfirlýsingu Aleflis og Haga, og óskar eftir jákvæðri umfjöllun bæjaryfirvalda. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Þróunar- og ferðamálanefnd - 50201503035F
Fundargerð 50. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 650. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Samstarfsverkefnið Hjólaborgin Reykjavík 201505008
Lögð fram til samþykktar tillaga að þátttöku í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og höfuðborgarstofu um þróun á hjólahringjum í sveitarfélögunum og útgáfu hjólakorts. Óskað er eftir 250.000 kr. styrk vegna verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 50. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu - markaðssamstarf sveitarfélaga 201505025
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að samningi um markaðssamstarf, viðburði og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 50. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 201412346
Beiðni frá bæjarráði um umsögn vegna umsóknar um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 50. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Tjaldstæði Mosfellsbæjar 201203081
Lögð fram áætlun um starfsemi sumarsins 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 50. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 650. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 217. fundar Strætó bs201504287
Fundargerð 217. fundar Strætó bs
Lagt fram.
Almenn erindi
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Bæjarfulltrúi S listans óskar eftir umræðu um vinnu við yfirferð á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-2018
Dagskrártillaga forseta:
Forseti leggur til að þessum dagskrárlið verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar.Tillagan er samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.