8. maí 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr)
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk Veritas lögmanna um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Lögð fram umsögn skipulagsnefndar.
Samþykkt mð þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
2. Vefarinn - gæðakerfi á bæjarskrifstofu201403408
Mótun og innleiðing gæðastefnu og gæðakerfis á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt minnisblað um stefnumörkun varðandi gæðastefnu og gæðakerfi fyrir bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar.
3. Erindi Skúla Thorarensen varðandi lögheimili að Laut201404103
Skúla Thorarensen óskar eftir því að fá að skrá lögheimili sitt að Laut í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.
4. Erindi leikskólakennara Mosfellsbæjar varðandi samanburð launa201404255
Lagt fram erindi leikskólakennara og minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun á grundvelli framlagðs minnisblaðs framkvæmdastjóra fræðslusviðs og leggja fyrir bæjarráð.
5. Nýting Geldingatjarnar í ferðaþjónustu.201404361
Beiðni um nýtingu Geldingatjarnar og umhverfis hennar í ferðaþjónustu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemd við framkomna hugmynd og felur umhverfisstjóra umsjón málsins af hálfu Mosfellsbæjar.
6. Styrkbeiðni frá Yrkjusjóði201405007
Styrkbeiðni frá Yrkjusjóði þar sem óskað er eftir fjárstuðningi að fjárhæð kr. 150 þúsundu til kaupa á trjáplöntum til úthlutunar til skólabarna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu.
7. Erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands201405018
Erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands sem hefur það að markmiði að auka umhverfisvitund ungs fólks á aldrinum 15-25 ára og auka áhuga þeirra á flokkun og endurvinnslu á sorpi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Fjármálastjóri kynnir dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun 2015-2018.
Samþykkt með þremur atkvæðum framkomin tillaga fjármálastjóra varðandi vinnuferli vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2015.