27. nóvember 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vatnsveita Mosfellsbæjar - þróun og endurbætur 2014-2019201405143
Í framhaldi af umræðu um skýrslu um Vatnsveitu Mosfellsbæjar er lagt fram minnisblað varðandi möguleg ný vatnstökusvæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögu framkvæmdastjóra umhverfissviðs sbr. framlagt minnisblað dags. 12.nóvember 2014.
2. Skeggjastaðir - umsögn bæjarstjórnar um stofnun lögbýlis201411075
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar, sem bæjarráð óskaði eftir á 1189. fundi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela deildarstjóra þjónustu- og samskiptadeildar að skoða betur aðra þætti málsins áður en umsögnin er send til Landbúnaðarráðuneytisins.
3. Erindi Ráðgjafar ehf varðandi lóðir og skipulag við Bröttuhlíð201409301
Lögð fram umsögn skipulagsnefndar um skipulagsmál við Bröttuhlíð, sem bæjarráð óskaði eftir á 1181. fundi
Samþykkt með þremur atkvæðum að fresta afrgreiðslu málsins.
4. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili201411043
Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt svörum nágranna/hagsmunaaðila við bréfi hans, þar sem erindi malbikunarstöðvarinnar Höfða um breytingu á vinnslutíma var kynnt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka undir tillögu skipulagsfulltrúa sbr. framlagt minnisblað dags. 25.nóvember 2014 og fallast á ósk Malbikunarstöðvarinnar um breyttan vinnslutíma.
5. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Ósk um mál á dagskrá. Tillögur Íbúahreyfingarinnar í tilefni fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2015.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fór yfir tillögur að verkefnum tengdum fjárhagsáætlun 2015. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til seinni umræðu fjárhagsáætlunar bæjarstjórnar.
6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.201411083
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál201411136
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.201411154
Erindi Alþingis vegna umsagnar frumvarps til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 29. mál.
Erindið er lagt fram.
9. Erindi Alþingis vegna umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.201411153
Erindi Alþingis vegna umsagnar um tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 32. mál.
Erindið er lagt fram.