14. janúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samningur Reykjavíkurborgar við Mosfellsbæ um leikskólapláss201510361
Drög að samningi við Reykjavíkurborg um leikskólavist fyrir börn á Fitjum og í Varmadal lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga frá samningi við Reykjavíkurborg um leikskólavist fyrir börn á Fitjum og í Varmadal á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
2. Merki Mosfellsbæjar - reglur um notkun201601156
Erindi tekið á dagskrá að ósk bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
3. Tímabundið áfengisleyfi - Þorrablót Aftureldingar201601190
Óskað eftir umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi í tengslum við Þorrablót Aftureldingar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisleyfis í tengslum við Þorrablót Aftureldingar að Varmá.
4. Samræmdar reglur sveitarfélaga um afmörkun lóða fyrir orkufyrirtæki201601191
Óskað eftir afstöðu Mosfellsbæjar vegna vinnu við sæmræmingu reglna fyrir sveitarfélög um afmörkun lóða fyrir orkufyrirtæki.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið.
5. Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur201512343
Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur lagt fram.
Lagt fram.
6. Dómsmálið Pálmatré/Verkland gegn Mosfellsbæ201510328
Lögð fram stefna Pálmatrés/Verklands á hendur Mosfellsbæ til kynningar.
Lagt fram.
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna nýgerðra kjarasamninga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna nýgerðra kjarasamninga og breytinga á rekstri Fasteignafélagsins Lækjarhlíðar ehf. í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.