Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

16. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Óbyggð­ar­nefnd­ar varð­andi bréf Kópa­vogs­bæj­ar um stað­fest­ingu á stað­ar­mörk­um bæj­ar­ins201104182

    Úrskurður Óbyggðarnefndar varðandi lögsögumörk á Sandskeiði.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir að lög­mað­ur komi á næsta fund bæj­ar­ráðs til að fara nán­ar yfir mál­ið.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

      Kynning á vinnuferli og helstu dagsetningum vegna fjárhagsáætlunar árin 2015-2018.

      Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Pét­ur J. Lockton fjár­mála­stjóri Mos­fells­bæj­ar kynntu vinnu­ferli við fjá­hags­áætlana­gerð.

      • 3. Er­indi Neyt­enda­sam­tak­anna varð­andi styrk­beiðni201410030

        Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni þar sem farið er fram á 45 þús. króna styrk vegna ársins 2015.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja styrk­beiðni Neyt­enda­sam­tak­anna.

        Bók­un áheyrn­ar­full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
        Full­trúi M-lista hvet­ur bæj­ar­ráð til að end­ur­skoða þá ákvörð­un sína að hafna beiðni Neyt­enda­sam­tak­anna um styrk. Sam­tökin hafa ein síns liðs lengi unn­ið óeig­ingjarnt starf í þágu neyt­enda, stað­ið vörð um sam­keppni, hag­stæð­ara vöru­verð og aukin vör­u­gæði á Ís­landi. Að­gerð­ir sam­tak­anna skila sér ekki síst í fjár­hags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir heim­ilin í land­inu, - líka hér í Mos­fells­bæ. Við höf­um því öll af því ótví­ræð­an hag að stuðla að við­gangi Neyt­enda­sam­tak­anna.
        Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að regl­ur um út­hlut­un verði út­færð­ar og um­sókn­um beint til fag­nefnda í fram­tíð­inni.

        Bók­un bæj­ar­ráðs:
        Bæj­ar­ráð tek­ur und­ir mik­il­vægi starf­semi Neyt­enda­sam­tak­anna en tel­ur ekki unnt að styrkja sam­tökin að þessu sinni.

        • 4. Er­indi Lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins varð­andi um­sagn­ar­beiðni201410078

          Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis Subway Háholti 11.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar geri fyr­ir sitt leyti ekki at­huga­semd við starfs­leyf­ið.

          • 5. Er­indi Auð­ar Ei­ríks­dótt­ur varð­andi Reykja­hlíð­ar­veg201410095

            Erindi Auðar Eiríksdóttur varðandi Reykjahlíðarveg þar sem óskað er eftir lagfæringum á veginum.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska eft­ir um­sögn fram­kvæmd­ar­stjóra Um­hverf­is­sviðs.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.