16. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður kynningarmála
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Óbyggðarnefndar varðandi bréf Kópavogsbæjar um staðfestingu á staðarmörkum bæjarins201104182
Úrskurður Óbyggðarnefndar varðandi lögsögumörk á Sandskeiði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir að lögmaður komi á næsta fund bæjarráðs til að fara nánar yfir málið.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Kynning á vinnuferli og helstu dagsetningum vegna fjárhagsáætlunar árin 2015-2018.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Pétur J. Lockton fjármálastjóri Mosfellsbæjar kynntu vinnuferli við fjáhagsáætlanagerð.
3. Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni201410030
Erindi Neytendasamtakanna varðandi styrkbeiðni þar sem farið er fram á 45 þús. króna styrk vegna ársins 2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja styrkbeiðni Neytendasamtakanna.
Bókun áheyrnarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi M-lista hvetur bæjarráð til að endurskoða þá ákvörðun sína að hafna beiðni Neytendasamtakanna um styrk. Samtökin hafa ein síns liðs lengi unnið óeigingjarnt starf í þágu neytenda, staðið vörð um samkeppni, hagstæðara vöruverð og aukin vörugæði á Íslandi. Aðgerðir samtakanna skila sér ekki síst í fjárhagslegum ávinningi fyrir heimilin í landinu, - líka hér í Mosfellsbæ. Við höfum því öll af því ótvíræðan hag að stuðla að viðgangi Neytendasamtakanna.
Íbúahreyfingin leggur til að reglur um úthlutun verði útfærðar og umsóknum beint til fagnefnda í framtíðinni.Bókun bæjarráðs:
Bæjarráð tekur undir mikilvægi starfsemi Neytendasamtakanna en telur ekki unnt að styrkja samtökin að þessu sinni.4. Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni201410078
Erindi Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins varðandi umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis Subway Háholti 11.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri fyrir sitt leyti ekki athugasemd við starfsleyfið.
5. Erindi Auðar Eiríksdóttur varðandi Reykjahlíðarveg201410095
Erindi Auðar Eiríksdóttur varðandi Reykjahlíðarveg þar sem óskað er eftir lagfæringum á veginum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska eftir umsögn framkvæmdarstjóra Umhverfissviðs.