4. júní 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Hildur Margrétardóttir (HMa) varamaður
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur deilda janúar-mars201506013
Rekstraryfirlit janúar til mars kynnt.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Rekstraryfirlitið er lagt fram og gert aðgengilegt á heimasíðu Mosfellsbæjar í samræmi við markmið bæjarins um birtingu fjárhagsupplýsinga úr bókhaldi bæjarins.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynna stöðu mála vegna yfirferðar á fjárhagsáætlun ársins.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela teymi um yfirferð fjárhagsáætlunar áframhaldandi vinnu við verkefnið.
3. Erindi SSH vegna kjarasamninga grunnskólakennara201506009
Samþykkt stjórnar SSH vegna innleiðingar á kjarasamningi grunnskólakennara lögð fyrir bæjarráð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fræðslunefndar og fræðslusviðs til kynningar, og er fræðslusviði falið að koma erindinu á framfæri við skólastjórnendur
4. Framkvæmd við Höfðaberg201412140
Niðurstaða útboðs ásamt tillaga um samningagerð lögð fyrir bæjarráð.
Samþykkt með þremur ákvæðum að veita framkvæmdastjóra umhverfissviðs heimild til að rita undir samning við J.E. Skjanna ehf. vegna framkvæmda við 4. áfanga Höfðabergs í samræmi við framlagt minnisblað.
5. Hjólreiðastígar 2015 - styrkir Vegagerðar201505200
Vegagerðin sendir svarbréf dags. 13. maí 2015 vegna umsóknar Mosfellsbæjar um gerð nýrra hjólreiðastíga meðfram stofnbrautum. Veittir eru styrkir sem eru í samræmi við gildandi samstarfssamninga. Ekki eru veittir styrkir til nýrra verkefna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindi Vegagerðarinnar.
6. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að undirbúa úthlutun leiguíbúða við Þverholt.
Frestað.
7. Umsókn um lóð - Desjamýri 1201505109
Umsókn Mótandi ehf. um lóð við Desjamýri 1 lögð fram ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi á lóðinni. Umsækjandi sótti upphaflega um lóð við Desjamýri 10, en hefur nú óskað eftir breytingu á þá leið að honum verði úthlutað lóðinni Desjamýri 1.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.
8. Sumarstörf 2015201506008
Staðan á ráðningum í sumarstörf 2015 kynnt.
Lagt fram.