13. nóvember 2014 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Halla Fróðadóttir (HF) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ, Mosfellsbær og Skátafélagið Mosverjar200811187
Kynning á verkefni Mosfellsbæjar og Skátafélagsins Mosverja við stikun gönguleiða um fellin í Mosfellsbæ. Ævar Aðalsteinsson umsjónarmaður verkefnisins mætir á fundinn og kynnir verkefnið.
Undir þessum lið mætti Ævar Aðalsteinsson verkefnastjóri frá Skátafélaginu Mosverjum og kynnti verkefnið stikaðar gönguleiðir í Mosfellsbæ. Gerð var grein fyrir þeim áföngum sem hefur verið lokið við frá árinu 2008 til og með ársins 2014. Ennfremur voru kynntar hugmyndir að nýjum verkefnum á næstu árum.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Formaður umhverfisnefndar og framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynntu drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 fyrir málaflokk 11. Umræður um málið.
Bókun fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag. Miðað við það ætti að veita meira fjármagni í starfsemi umhverfisdeildarinnar, þar á meðal í viðhald, fegrun og hreinsun útisvæða, eftirlit með friðlýstum svæðum og framkvæmdaaðilum. Þá þarf að efla fræðandi starfsemi og bæta upplýsingar. Stefnt ætti einnig að sérstökum umhverfisátökum t.d. hreinsun ánna og fjörunnar og draga úr plastnotkun bæjarbúa. Umhverfismálin munu í framtíðinni fá sífelt meira vægi.
Velferð jarðarbúa er í hættu með sama áframhaldi og gott væri að byrja heima hjá sér að bæta umhverfisvitund. ?Think global but act local? segir í Staðardagskrá 21 en þetta verkefni er komið neðst í skúffu og ekki mikið áætlað í það.3. Sorphirða og endurvinnsla í Mosfellsbæ 2014201411037
Kynning á úrgangsmálum í Mosfellsbæ 2014, s.s. endurvinnslu, sorphirðu og sorpurðun.
Umhverfisstjóri kynnti fyrirkomulag sorphirðu og sorpflokkunar hjá Mosfellsbæ. Eigendasamkomulag um SORPU bs. og framtíð úrgangsmála kynnt. Umræður um málið.
4. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2014201410093
Kynning á niðurstöðu ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar sem fram fór á Hvolsvelli fimmtudaginn 6. nóvember.
Tómas Gíslason og Ursula Junemann greindu frá ársfundi náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar og þeim málefnum sem þar voru til kynningar og umfjöllunar.
5. Losun kjötúrgangs í fjöru í Leiruvogi201411108
Erindi að ósk Ursulu Junemann fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þar sem vakin er athygli á losun kjötúrgangs í fjöru í Leiruvogi.
Ursula Junemann og Tómas Gíslason gerðu grein fyrir málinu. Umræður um málið.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
6. Heilsueflandi samfélag201208024
Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfisnefndar varðandi hugmyndir um framleiðslu og dreifingu fjölnota og umhverfisvænna innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ.
Umbeðin umsögn umhverfisnefndar fylgir erindinu.