15. október 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2015201510118
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands tilkynnir um ágóðahlutagreiðslu ársins 2015.
Lagt fram.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp frumvarp til laga um almannatryggingar201510040
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.) lagt fram.
Lagt fram.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir tengt málefnum aldraðra201509443
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að skila umsögn um frumvarpið í samræmi við athugasemdir í framlögðu minnisblaði.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum201510047
Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum lögð fram.
Lagt fram.
5. Gerplustræti 7-11 ósk um breytingar á deiliskipulagi201509466
Skipulagsnefnd samþykkti 29. september 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinganna til bæjarráðs. Um er að ræða fjölgun um þrjár íbúðir.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna viðbótaríbúða við Gerplustræti 7-11 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
6. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Óskað er heimildar bæjarráðs til að vinna áfram að yfirferð tillagna sem borist hafa vegna Þverholts 21-23 og 27-29 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og að matsnefnd skili í framhaldi greinagerð og tillögum til bæjarráðs í samræmi við úthlutunarskilmála.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela starfsmönnum umhverfissviðs og matsnefnd að vinna áfram að yfirferð tillagna sem borist hafa vegna lóða að Þverholti 21-23 og 27-29 og að matsnefnd skili í framhaldi greinargerð og tillögum til bæjarráðs um úthlutun lóðanna.
7. Malbikunarstöðin Höfði - Seljadalsnáma201510149
Malbikunarstöðin Höfði óskar með bréfi eftir framleningu á samningi um efnistöku úr Seljadalsnámu um 5 ár.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að beiðninni verði hafnað vegna þeirra miklu óþæginda sem íbúar á svæðinu verða fyrir vegna flutninga á grjóti úr náminu. Fá mál eru jafnvel upplýst og því ekki ástæða til að bíða með svar.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun fulltrúa S-, V- og D-lista:
Bæjarráð telur mikilvægt að rannsóknarskyldu sé sinnt áður en afstaða sé tekin til fyrirliggjandi erindis, það eru góðir stjórnsýsluhættir og á þeim grundvelli fellum við tillögu M-lista.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanni bæjarins að veita umsögn um erindið.
8. Áskorun Mosfellsbæjar til ríkisstjórnarinnar201510154
Lögð fram drög að áskorun til ríkisstjórnar Íslands þess efnis að hún beiti sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að senda ríkisstjórn Íslands fyrirliggjandi áskorun bæjarráðs um að hún beiti sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga. Jafnframt verði afrit sent öllum þingmönnum.
9. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykktur með þremur atkvæðum viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2015, sem felur í sér að launakostnaður að fjárhæð kr. 96.955.037 verði færður af deild 21-87 yfir á þær deildir sem verða fyrir kostnaðarhækkunum vegna starfsmats.
10. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019201507096
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætir á fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu við gerð fjárhagsáætlunar.