Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

15. október 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður S. Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ágóða­hluta­greiðsla EBÍ 2015201510118

    Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands tilkynnir um ágóðahlutagreiðslu ársins 2015.

    Lagt fram.

  • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp frum­varp til laga um al­manna­trygg­ing­ar201510040

    Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.) lagt fram.

    Lagt fram.

  • 3. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sjóði og stofn­an­ir tengt mál­efn­um aldr­aðra201509443

    Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að skila um­sögn um frum­varp­ið í sam­ræmi við at­huga­semd­ir í fram­lögðu minn­is­blaði.

  • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um bráða­að­gerð­ir til að tryggja öll­um hús­næði á við­ráð­an­leg­um kjör­um201510047

    Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum lögð fram.

    Lagt fram.

  • 5. Gerplustræti 7-11 ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509466

    Skipulagsnefnd samþykkti 29. september 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna breytinganna til bæjarráðs. Um er að ræða fjölgun um þrjár íbúðir.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna við­bóta­r­í­búða við Gerplustræti 7-11 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1 millj­ón króna á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

  • 6. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

    Óskað er heimildar bæjarráðs til að vinna áfram að yfirferð tillagna sem borist hafa vegna Þverholts 21-23 og 27-29 í samræmi við meðfylgjandi minnisblað og að matsnefnd skili í framhaldi greinagerð og tillögum til bæjarráðs í samræmi við úthlutunarskilmála.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela starfs­mönn­um um­hverf­is­sviðs og mats­nefnd að vinna áfram að yf­ir­ferð til­lagna sem borist hafa vegna lóða að Þver­holti 21-23 og 27-29 og að mats­nefnd skili í fram­haldi grein­ar­gerð og til­lög­um til bæj­ar­ráðs um út­hlut­un lóð­anna.

    • 7. Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði - Selja­dals­náma201510149

      Malbikunarstöðin Höfði óskar með bréfi eftir framleningu á samningi um efnistöku úr Seljadalsnámu um 5 ár.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
      Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að beiðn­inni verði hafn­að vegna þeirra miklu óþæg­inda sem íbú­ar á svæð­inu verða fyr­ir vegna flutn­inga á grjóti úr nám­inu. Fá mál eru jafn­vel upp­lýst og því ekki ástæða til að bíða með svar.

      Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

      Bók­un full­trúa S-, V- og D-lista:
      Bæj­ar­ráð tel­ur mik­il­vægt að rann­sókn­ar­skyldu sé sinnt áður en af­staða sé tekin til fyr­ir­liggj­andi er­ind­is, það eru góð­ir stjórn­sýslu­hætt­ir og á þeim grund­velli fell­um við til­lögu M-lista.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs og lög­manni bæj­ar­ins að veita um­sögn um er­ind­ið.

    • 8. Áskor­un Mos­fells­bæj­ar til rík­is­stjórn­ar­inn­ar201510154

      Lögð fram drög að áskorun til ríkisstjórnar Íslands þess efnis að hún beiti sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að senda rík­is­stjórn Ís­lands fyr­ir­liggj­andi áskor­un bæj­ar­ráðs um að hún beiti sér fyr­ir breyt­ing­um á tekju­stofn­um sveit­ar­fé­laga. Jafn­framt verði afrit sent öll­um þing­mönn­um.

    • 9. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

      Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015.

      Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um við­auki 2 við fjár­hags­áætlun árs­ins 2015, sem fel­ur í sér að launa­kostn­að­ur að fjár­hæð kr. 96.955.037 verði færð­ur af deild 21-87 yfir á þær deild­ir sem verða fyr­ir kostn­að­ar­hækk­un­um vegna starfs­mats.

      • 10. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2016-2019201507096

        Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.

        Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Far­ið yfir stöðu við gerð fjár­hags­áætl­un­ar.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.