30. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stjórnskipulag á bæjarskrifstofu201410326
Trúnaðarmál. Fylgigögn send í tölvupósti.
Arnar Jónsson ráðgjafi hjá Capacent mætti á fundinn við umfjöllun málsins og kynnti tillögur Capacent að breytingum á stjórnskipulagi Mosfellsbæjar. Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs sat fundinn við umfjöllun málsins.
Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögur Capacent að breytingum á stjórnskipulagi Mosfellsbæjar. Þær fela m.a. í sér að fagsviðum verði fækkað í þrjú og þau séu; fræðslusvið, fjölskyldusvið og umhverfissvið og jafnframt verði þrjár stoðdeildir; þjónustu- og samskiptadeild, mannauðsdeild og fjármáladeild. Þar með samþykkir bæjarráð að menningarsvið og stjórnsýslusvið verði lögð niður og verkefnum þeirra falin öðrum sviðum og deildum samkvæmt tillögum.
Bókun fulltrúa S-lista Samfylkingar.
Bæjarráðsmaður S-lista situr hjá við afgreiðslu bæjarráðs á tillögu meirihlutans um skipulagsbreytingar á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Fulltrúi S-lista hefur ekki haft neina aðkomu að úttekt og skoðun á eldra skipulagi og verkferlum á bæjarskrifstofu eða athugun á mögulegum skipulagsbreytingum. Þar af leiðir að fulltrúi S-lista hefur ekki forsendur til að meta hvort þær breytingar sem hér eru lagðar til séu nauðsynlegar og til þess fallnar að bæta verklag, samhæfingu og almennt starfsumhverfi innan bæjarskrifstofu.Bókun áheyrnarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Fulltrúi M-lista samþykkir ekki þá tillögu um breytingar á skipuriti Mosfellsbæjar sem hér liggur fyrir á þeirri forsendu að of mikil leynd hefur hvílt yfir umbótaferlinu og fagsvið sem hagsmuna eiga að gæta verið útilokuð frá þátttöku í því. Fastanefndir eiga sér auk þess ekki stað í skipuritinu og gengið svo langt að leggja menningarsvið niður og setja verkefni þess, ásamt fjölda ólíkra verkefna undir þjónustu og samskiptadeild. Menningin tapar með þessu endanlega þeim faglega sessi sem hún hefur svo lengi vonast eftir.
Það skiptir verulegu máli fyrir staðaranda hvers sveitarfélags að saga og menningarleg sérstaða sé sýnileg. Það hefur lengi setið á hakanum í Mosfellsbæ og mun gera áfram ef þessi tillaga nær fram að ganga. Sú tillaga að leggja niður menningarsvið kemur því ekki til greina að mati Íbúahreyfingarinnar.
Endurbætur á starfsemi stjórnsýslunnar eru sjálfsagður hlutur en það er mjög mikilvægt að hafa ferlið opið og gefa öllum starfsmönnum og fastanefndum færi á að koma að umbótaferlinu. Ekkert samráð var haft við bæjarstjórn í upphafi og í ferlinu sjálfu en samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar ákveður bæjarstjórn stjórnskipulag sveitarfélagsins.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.
Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri bæjarins mætti á fundinn við umfjöllun málsins.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir drög að fjárhagsáætlun 2015-2018.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til fyrri umræðu á 637. fundi bæjarstjórnar 5. móvember 2014.3. Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi byggingarskilmála í Leirvogstungu201410206
Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.
Afgreiðslu frestað.
4. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum201410222
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla201410223
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskól nr. 92/2008, (rafræn námsgögn o.fl.) 214. mál.
Lagt fram.
6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu íbúa og fastanefnda að gerð fjárhagsáætlunar201410259
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.
Afgreiðslu frestað.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu201410310
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu, mál 257.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.201410301
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum o.fl., 17. mál.
Lagt fram.
9. Ósk um mál á dagskrá.201410314
Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.
Afgreiðslu málsins frestað