Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. október 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Pétur Jens Lockton fjármálastjóri

Fundargerð ritaði

Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stjórn­skipu­lag á bæj­ar­skrif­stofu201410326

    Trúnaðarmál. Fylgigögn send í tölvupósti.

    Arn­ar Jóns­son ráð­gjafi hjá Capacent mætti á fund­inn við um­fjöllun máls­ins og kynnti til­lög­ur Capacent að breyt­ing­um á stjórn­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar. Jó­hanna B. Han­sen fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs sat fund­inn við um­fjöllun máls­ins.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um til­lög­ur Capacent að breyt­ing­um á stjórn­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar. Þær fela m.a. í sér að fags­við­um verði fækkað í þrjú og þau séu; fræðslu­svið, fjöl­skyldu­svið og um­hverf­is­svið og jafn­framt verði þrjár stoð­deild­ir; þjón­ustu- og sam­skipta­deild, mannauðs­deild og fjár­mála­deild. Þar með sam­þykk­ir bæj­ar­ráð að menn­ing­ar­svið og stjórn­sýslu­svið verði lögð nið­ur og verk­efn­um þeirra falin öðr­um svið­um og deild­um sam­kvæmt til­lög­um.

    Bók­un full­trúa S-lista Sam­fylk­ing­ar.
    Bæj­ar­ráðs­mað­ur S-lista sit­ur hjá við af­greiðslu bæj­ar­ráðs á til­lögu meiri­hlut­ans um skipu­lags­breyt­ing­ar á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar. Full­trúi S-lista hef­ur ekki haft neina að­komu að út­tekt og skoð­un á eldra skipu­lagi og verk­ferl­um á bæj­ar­skrif­stofu eða at­hug­un á mögu­leg­um skipu­lags­breyt­ing­um. Þar af leið­ir að full­trúi S-lista hef­ur ekki for­send­ur til að meta hvort þær breyt­ing­ar sem hér eru lagð­ar til séu nauð­syn­leg­ar og til þess falln­ar að bæta verklag, sam­hæf­ingu og al­mennt starfs­um­hverfi inn­an bæj­ar­skrif­stofu.

    Bók­un áheyrn­ar­full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    Full­trúi M-lista sam­þykk­ir ekki þá til­lögu um breyt­ing­ar á skipu­riti Mos­fells­bæj­ar sem hér ligg­ur fyr­ir á þeirri for­sendu að of mik­il leynd hef­ur hvílt yfir um­bóta­ferl­inu og fags­við sem hags­muna eiga að gæta ver­ið úti­lok­uð frá þátt­töku í því. Fasta­nefnd­ir eiga sér auk þess ekki stað í skipu­rit­inu og geng­ið svo langt að leggja menn­ing­ar­svið nið­ur og setja verk­efni þess, ásamt fjölda ólíkra verk­efna und­ir þjón­ustu og sam­skipta­deild. Menn­ing­in tap­ar með þessu end­an­lega þeim fag­lega sessi sem hún hef­ur svo lengi von­ast eft­ir.
    Það skipt­ir veru­legu máli fyr­ir stað­ar­anda hvers sveit­ar­fé­lags að saga og menn­ing­ar­leg sér­staða sé sýni­leg. Það hef­ur lengi set­ið á hak­an­um í Mos­fells­bæ og mun gera áfram ef þessi til­laga nær fram að ganga. Sú til­laga að leggja nið­ur menn­ing­ar­svið kem­ur því ekki til greina að mati Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    End­ur­bæt­ur á starf­semi stjórn­sýsl­unn­ar eru sjálf­sagð­ur hlut­ur en það er mjög mik­il­vægt að hafa ferl­ið opið og gefa öll­um starfs­mönn­um og fasta­nefnd­um færi á að koma að um­bóta­ferl­inu. Ekk­ert sam­ráð var haft við bæj­ar­stjórn í upp­hafi og í ferl­inu sjálfu en sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lög­um og sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar ákveð­ur bæj­ar­stjórn stjórn­skipu­lag sveit­ar­fé­lags­ins.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

      Drög að fjárhagsáætlun 2015 - 2018 lögð fram.

      Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri bæj­ar­ins mætti á fund­inn við um­fjöllun máls­ins.

      Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri fóru yfir drög að fjár­hags­áætlun 2015-2018.
      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til fyrri um­ræðu á 637. fundi bæj­ar­stjórn­ar 5. móv­em­ber 2014.

      • 3. Er­indi Íbúa­sam­taka Leir­vogstungu varð­andi bygg­ing­ar­skil­mála í Leir­vogstungu201410206

        Erindi Íbúasamtaka Leirvogstungu varðandi að bæjarráð Mosfellsbæjar tryggi að byggingarskilmálum í Leirvogstungu verði framfylgt.

        Af­greiðslu frestað.

        • 4. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á vega­lög­um201410222

          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vegalögum nr. 80/2007, með síðari breytingum, mál 157.

          Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á lög­um um fram­halds­skóla201410223

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskól nr. 92/2008, (rafræn námsgögn o.fl.) 214. mál.

            Lagt fram.

            • 6. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur varð­andi að­komu íbúa og fasta­nefnda að gerð fjár­hags­áætl­un­ar201410259

              Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur varðandi aðkomu samráð íbúa og fastanefnda við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár.

              Af­greiðslu frestað.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um sér­hæfða þjón­ustumið­stöð á sviði heil­brigð­is- og fé­lags­þjón­ustu201410310

                Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu, mál 257.

                Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.201410301

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum o.fl., 17. mál.

                  Lagt fram.

                  • 9. Ósk um mál á dagskrá.201410314

                    Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur bæjarfulltrúa varðandi vígbúnað lögreglunnar þar sem óskað er eftir umræðu um málið og að Mosfellsbær segi hug sinn í því.

                    Af­greiðslu máls­ins frestað

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.