9. júlí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Hestamannafélagsins Harðar vegna ofanvatns201506409
Hestamannafélagið Hörður óskar eftir að áhersla verði lögð á að leysa vandamál tengd ofanvatni á yfirstandandi ári.
Framlagt erindi Hestamannafélagsins Harðar samþykkt með þremur atkvæðum.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur201507045
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018201405028
Lagt fram minnisblað um yfirferð fjárhagsáætlunar 2015-2018 og tillögur því tengdu.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnar þeirri yfirlýsingu starfshóps um endurskoðun fjárhagsáætlunar 2015 að grunnskólum Mosfellsbæjar verði hlíft við niðurskurði en lýsir sig andsnúinn því að aðgerðirnar skuli engu að síður beinast að barnafjölskyldum. Upplýsingum um með hvaða hætti lækka á útgjöld sviðanna er auk þess ábótavant þar sem framkvæmdastjórum sviða er gert að skera niður stærstan hluta þeirrar upphæðar sem spara á án þess að fyrir liggi í hverju sá niðurskurður á að felast.Bókun fulltrúa D- og V-lista:
Fyrir liggur að gera þarf breytingar á fjárhagsáætlun 2015 meðal annars vegna aukins launakostnaðar, bættra kjara starfsmanna sveitarfélagsins og lægra framlags frá jöfnuðarsjóði sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks.
Gert er ráð fyrir að þessu verði mætt á tvennan hátt, annars vegar á sviðum bæjarins með almennri hagræðingu án þess að það komi niður á þjónustu. Framkvæmdarstjórum og fagfólki bæjarins verður falið að útfæra það frekar. Hins vegar er gert ráð fyrir lítilsháttar breytingum á gjaldskrám. Markmið þessara aðgerða er að rekstrarniðurstaða fjárhagsársins verði sú sama og lagt var upp með í samþykktri fjárhagsáætlun.Framlögð drög að gjaldskrá leikskóla, gjaldskrá í frístundaseljum grunnskóla og gjaldskrá mötuneyti grunnskóla samþykkt með þremur atkvæðum.
Þá er jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að fresta upptöku á systkinaafslætti frístundaávísunar um eitt ár, eða til 1. júlí 2016, og að setja á öll svið bæjarins óútfærða hagræðingarkröfu á þessu fjárhagsári, að undanskildum grunnskólum.
Að lokum er samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarstjóra verði falið að hafa yfirumsjón með gerð viðkauka við fjárhagsáætlun 2015-2018 í samræmi við framangreint og að hann verði lagður fram í bæjarráði um miðjan ágúst.
4. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-20172014081479
Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.
Lagt fram.
5. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Minnisblað lögmanns lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins til umfjöllunar í nefndum bæjarins og að því loknu funda með nefndum sé þess talin þörf.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir yfir ánægju sinni með minnisblað lögmanns bæjarins en telur brýnt að setningarhlutinn "...og þá hefur verið talið að sveitarstjórnarmenn eigi einungis rétt á að fá upplýsingar sem eru til staðar en ekki að upplýsingar séu sérstaklega unnar" verði felldur út þar sem hann á sér hvorki stoð í 28. gr. sveitarstjórnarlaga, né 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar, auk þess sem þýðing hans er óútskýrð og má túlka á ýmsa vegu.Einnig verði textanum "...skuli hann snúa sér til bæjarstjóra" breytt á þann veg að hann samræmist nýsamþykktum Verklags- og samskiptareglum, þ.e. "...skal hann snúa sér til bæjarstjóra, framkvæmdastjóra eða forstöðumanna deilda".
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur fulla ástæðu til að bæjarlögmaður kynni og ræði efni minnisblaðsins í nefndum og ráðum bæjarins enda hluti af lýðræðisstefnu að kjörnir fulltrúar og starfsfólk fái þjálfun og fræðslu um lýðræðismál.
6. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Tillögur lögmanns um framhald málanna kynntar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að áfrýja til Hæstaréttar dómsmálum vegna skipulagsbreytinga við Stórakrika í samræmi við tillögur hans.
7. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ201409371
Óskað er heimildar bæjarráðs á breytingum við innheimtu gjalda í tengslum við úthlutun leiguíbúðalóða í miðbæ Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að breyta gjaldskrá gatnagerðargjalda vegna bílakjallara þannig að gjaldið verði framvegis 25% af hefðbundnu gjaldi eða 3,75% af fermetraverði vísitöluhúss. Jafnframt samþykkt með þremur atkvæðum að byggingarréttargjald vegna íbúða í miðbæ Mosfellsbæjar verði 1 milljón á hverja íbúð.
8. Gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Mosfellsbæ201507052
Lögð er fram ný gjaldskrá um gatnagerðargjöld vegna sérstakrar gjadtöku fyrir bílakjallara.
Framlögð drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjöld á deiliskipulögðum svæðum í Mosfellsbæ samþykkt með þremur atkvæðum.
9. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi tillögu að eigendasamkomulagi um Sorpu bs.201310271
Minnisblað framkvæmdastjóra Sorpu um framgang verkefna sem tengjast eigendasamkomulagi um gas- og jarðgerðarstöð lagt fram.
Samþykkt með þremur að fela fulltrúa Mosfellsbæjar í stjórn Sorpbu bs. að fylgja eftir framgangi eigendasamkomulags um gerð gas- og jarðgerðarstöðvar og lokun Gýmis gagnvart stjórn fyrirtækisins. Jafnframt að minnisblaðið verði sent umhverfisnefnd til kynningar.
10. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili201411043
Lagt fram bréf Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um að breyting verði gerð á heimiluðum efnistökutíma úr Seljadalsnámu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka þennan lið á dagskrá fundarins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ræða við bréfritara og upplýsa bæjarráð um þau samskipti á næsta fundi.