Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. júlí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) varamaður
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar vegna of­an­vatns201506409

  Hestamannafélagið Hörður óskar eftir að áhersla verði lögð á að leysa vandamál tengd ofanvatni á yfirstandandi ári.

  Fram­lagt er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

 • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um hús­næð­is­bæt­ur201507045

  Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur lagt fram.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

 • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

  Lagt fram minnisblað um yfirferð fjárhagsáætlunar 2015-2018 og tillögur því tengdu.

  Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
  Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagn­ar þeirri yf­ir­lýs­ingu starfs­hóps um end­ur­skoð­un fjár­hags­áætl­un­ar 2015 að grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar verði hlíft við nið­ur­skurði en lýs­ir sig and­snú­inn því að að­gerð­irn­ar skuli engu að síð­ur bein­ast að barna­fjöl­skyld­um. Upp­lýs­ing­um um með hvaða hætti lækka á út­gjöld svið­anna er auk þess ábóta­vant þar sem fram­kvæmda­stjór­um sviða er gert að skera nið­ur stærst­an hluta þeirr­ar upp­hæð­ar sem spara á án þess að fyr­ir liggi í hverju sá nið­ur­skurð­ur á að felast.

  Bók­un full­trúa D- og V-lista:
  Fyr­ir ligg­ur að gera þarf breyt­ing­ar á fjár­hags­áætlun 2015 með­al ann­ars vegna auk­ins launa­kostn­að­ar, bættra kjara starfs­manna sveit­ar­fé­lags­ins og lægra fram­lags frá jöfn­uð­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga vegna mál­efna fatl­aðs fólks.
  Gert er ráð fyr­ir að þessu verði mætt á tvenn­an hátt, ann­ars veg­ar á svið­um bæj­ar­ins með al­mennri hag­ræð­ingu án þess að það komi nið­ur á þjón­ustu. Fram­kvæmd­ar­stjór­um og fag­fólki bæj­ar­ins verð­ur fal­ið að út­færa það frek­ar. Hins veg­ar er gert ráð fyr­ir lít­ils­hátt­ar breyt­ing­um á gjald­skrám. Markmið þess­ara að­gerða er að rekstr­arnið­ur­staða fjár­hags­árs­ins verði sú sama og lagt var upp með í sam­þykktri fjár­hags­áætlun.

  Fram­lögð drög að gjaldskrá leik­skóla, gjaldskrá í frí­stunda­selj­um grunn­skóla og gjaldskrá mötu­neyti grunn­skóla sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

  Þá er jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fresta upp­töku á systkina­afslætti frí­stunda­á­vís­un­ar um eitt ár, eða til 1. júlí 2016, og að setja á öll svið bæj­ar­ins óút­færða hag­ræð­ing­ar­kröfu á þessu fjár­hags­ári, að und­an­skild­um grunn­skól­um.

  Að lok­um er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­stjóra verði fal­ið að hafa yf­ir­um­sjón með gerð við­kauka við fjár­hags­áætlun 2015-2018 í sam­ræmi við fram­an­greint og að hann verði lagð­ur fram í bæj­ar­ráði um miðj­an ág­úst.

 • 4. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

  Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.

  Lagt fram.

 • 5. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

  Minnisblað lögmanns lagt fram.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa minn­is­blaði lög­manns bæj­ar­ins til um­fjöll­un­ar í nefnd­um bæj­ar­ins og að því loknu funda með nefnd­um sé þess talin þörf.

  Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
  Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar lýs­ir yfir ánægju sinni með minn­is­blað lög­manns bæj­ar­ins en tel­ur brýnt að setn­ing­ar­hlut­inn "...og þá hef­ur ver­ið tal­ið að sveit­ar­stjórn­ar­menn eigi ein­ung­is rétt á að fá upp­lýs­ing­ar sem eru til stað­ar en ekki að upp­lýs­ing­ar séu sér­stak­lega unn­ar" verði felld­ur út þar sem hann á sér hvorki stoð í 28. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga, né 20. gr. sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar, auk þess sem þýð­ing hans er óút­skýrð og má túlka á ýmsa vegu.

  Einn­ig verði text­an­um "...skuli hann snúa sér til bæj­ar­stjóra" breytt á þann veg að hann sam­ræm­ist ný­sam­þykkt­um Verklags- og sam­skipta­regl­um, þ.e. "...skal hann snúa sér til bæj­ar­stjóra, fram­kvæmda­stjóra eða for­stöðu­manna deilda".

  Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur fulla ástæðu til að bæj­ar­lög­mað­ur kynni og ræði efni minn­is­blaðs­ins í nefnd­um og ráð­um bæj­ar­ins enda hluti af lýð­ræð­is­stefnu að kjörn­ir full­trú­ar og starfs­fólk fái þjálf­un og fræðslu um lýð­ræð­is­mál.

  • 6. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

   Tillögur lögmanns um framhald málanna kynntar.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að áfrýja til Hæsta­rétt­ar dóms­mál­um vegna skipu­lags­breyt­inga við Stórakrika í sam­ræmi við til­lög­ur hans.

   • 7. Leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ201409371

    Óskað er heimildar bæjarráðs á breytingum við innheimtu gjalda í tengslum við úthlutun leiguíbúðalóða í miðbæ Mosfellsbæjar.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að breyta gjaldskrá gatna­gerð­ar­gjalda vegna bíla­kjall­ara þann­ig að gjald­ið verði fram­veg­is 25% af hefð­bundnu gjaldi eða 3,75% af fer­metra­verði vísi­tölu­húss. Jafn­framt sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bygg­ing­ar­rétt­ar­gjald vegna íbúða í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar verði 1 millj­ón á hverja íbúð.

    • 8. Gjaldskrá um gatna­gerð­ar­gjöld í Mos­fells­bæ201507052

     Lögð er fram ný gjaldskrá um gatnagerðargjöld vegna sérstakrar gjadtöku fyrir bílakjallara.

     Fram­lögð drög að nýrri sam­þykkt um gatna­gerð­ar­gjöld á deili­skipu­lögð­um svæð­um í Mos­fells­bæ sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

     • 9. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi til­lögu að eig­enda­sam­komu­lagi um Sorpu bs.201310271

      Minnisblað framkvæmdastjóra Sorpu um framgang verkefna sem tengjast eigendasamkomulagi um gas- og jarðgerðarstöð lagt fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur að fela full­trúa Mos­fells­bæj­ar í stjórn Sorp­bu bs. að fylgja eft­ir fram­gangi eig­enda­sam­komu­lags um gerð gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar og lok­un Gým­is gagn­vart stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Jafn­framt að minn­is­blað­ið verði sent um­hverf­is­nefnd til kynn­ing­ar.

     • 10. Selja­dals­náma, ósk um breyt­ingu á vinnslu­tíma­bili201411043

      Lagt fram bréf Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. um að breyting verði gerð á heimiluðum efnistökutíma úr Seljadalsnámu.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka þenn­an lið á dagskrá fund­ar­ins.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ræða við bréf­rit­ara og upp­lýsa bæj­ar­ráð um þau sam­skipti á næsta fundi.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.