Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. desember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Uglugata 2-22, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201411038

    Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 29.10.2014 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um nýja tillögu að breyttu deiliskipulagi, sem felur í sér að íbúðum fjölgi um 5 miðað við gildandi skipulag og verði 8 í 2-ja hæða raðhúsum og 8 í 2-ja hæða fjölbýlum/tvíbýlum. Fyrri tillögu var hafnað á 377. fundi.

    Frestað

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2015 - 2018201405028

      Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015-2018 fyrir skipulags- og byggingarmál.

      Fjár­hags­áætlun fyr­ir mála­flokk 09 lögð fram.

      • 3. Til­laga Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur um fund með "Mið­bæj­ar­skóla­hópi"201409246

        Greint verður frá viðræðum við fulltrúa Foreldraráðs grunnskólanna í Mosfellsbæ, sbr. bókun á 374. fundi.

        Skipu­lags­nefnd árétt­ar að markmið fund­ar­ins sé að upp­lýsa kjörna full­trúa um hug­mynd­ir og rök sem liggja að baki fram­komn­um til­lög­um um mið­bæj­ar­skóla. Jafn­framt legg­ur skipu­lags­nefnd áherslu á að fund­ur­inn verði hald­inn sem fyrst.

        • 4. Strætó­leið­ir og bið­stöðv­ar í mið­bæ, at­hug­un.201412009

          Kynnt athugun Batterísins arkitekta sem beinist að því að finna heppilega staðsetningu á aðalstöð strætós í Miðbænum.

          Um­ræða um hug­mynd­ir Batte­rís­ins að mið­stöð fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.