Mál númer 201210297
- 21. desember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #685
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi." Lögð fram drög að svörum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir athugasemd við að því skuli vera haldið fram í svari við athugasemdum íbúa að bygging hótels við Sunnukrika feli ekki í sér skipulagsbreytingu. Íbúahreyfingin telur að á því leiki vafi þar sem skilgreining á miðsvæði í núgildandi aðalskipulagi gerir ekki ráð fyrir hóteli, heldur gistihúsi. Á þessu tvennu er stigsmunur sem getur leitt til þess að íbúar fari fram á skaðabætur vegna ólögmætra skipulagsbreytinga. Greinarmunur er á þjónustustigi hótela og annarra gististaða auk þess sem gera má ráð fyrir að hótel geti almennt orðið umfangsmeiri.Afgreiðsla 427. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 685. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
- 13. desember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #427
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi." Lögð fram drög að svörum.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu að svörum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
- 9. nóvember 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #682
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar." Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 3.september 2016 með athugasemdafresti til 17. október 2106. Athugasemdir bárust.
Afgreiðsla 423. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 682. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. nóvember 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #423
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar." Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 3.september 2016 með athugasemdafresti til 17. október 2106. Athugasemdir bárust.
Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi.
- Fylgiskjal160829-deiliskipulag 1000.pdfFylgiskjal160829-deiliskipulag 2000.pdfFylgiskjalathugasemd vegna breytingar á dsk. Krikahverfi.pdfFylgiskjalAthugasemdir við breytingar á deiliskipulagi.pdfFylgiskjalAthugasemdir vegna skipulagsbreytinga Krikahverfi.pdfFylgiskjalRe: Punktar vegna Krikahverfis.pdfFylgiskjalkrikahverfi2016.pdf
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar."
Afgreiðsla 420. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. september 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #420
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar."
Frestað.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 412. fundi.
Afgreiðsla 417. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #417
Tekið fyrir að nýju, framhald umræðu frá 412. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að auglýsa opið hús á auglýsingartíma tillögunnar.
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Upprifjun á stöðu mála varðandi tillögur að skipulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi og fleiri breytingar í Krikahverfi.
Afgreiðsla 412. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. maí 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #412
Upprifjun á stöðu mála varðandi tillögur að skipulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi og fleiri breytingar í Krikahverfi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta ganga frá tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.
- FylgiskjalÁstæður og efni breytinga.pdfFylgiskjalKrikahverfi, deiliskipulag m. athugasemdum.pdfFylgiskjal140401-002-deiliskipulag 1000.pdfFylgiskjal140401-003-skýringaruppdráttur.pdfFylgiskjalKrikahv_Glærukynning_08042014.pdfFylgiskjalKynning_13-mai-2014 (3 till.).pdfFylgiskjalTorgbref-Storikr-2.pdfFylgiskjalVegna hugmynda Mosfellsbæjar um breytingar á Krikatorgi.pdfFylgiskjalFW: Bréf til framkvæmdastjóra Búseta vegna Litlakrika 1, Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalLitlikriki - tillaga að breytingu á torgi.pdf
- 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Tekið fyrir að nýju og m.a. kynntar hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar Sunnukrika 3, sem fela í sér að á lóðina komi íbúðarhús.
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 14. júlí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #393
Tekið fyrir að nýju og m.a. kynntar hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar Sunnukrika 3, sem fela í sér að á lóðina komi íbúðarhús.
Lagt fram.
- 22. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #636
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi. Frestað á 374. fundi.
Afgreiðsla 375. fundar skipulagsnefnd samþykkt á 636. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. október 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #375
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi. Frestað á 374. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa áframhaldandi viðræður við fulltrúa íbúa í Krikahverfi.
- 8. október 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #635
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi.
Afgreiðsla 374. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 635. fundi bæjarstjórnar.
- 30. september 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #374
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi.
Frestað
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Kynntar verða fjórar tillögur að breyttri útfærslu hverfistorgstorgs, götu og bílastæða, sem fram hafa komið í tengslum við samráð við fulltrúa íbúa.
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Kynntar verða fjórar tillögur að breyttri útfærslu hverfistorgstorgs, götu og bílastæða, sem fram hafa komið í tengslum við samráð við fulltrúa íbúa.
Formaður kynnti stöðu mála vegna mögulegra deiliskipulagsbreytinga í Krikahverfi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kanna afstöðu húseigenda við Litlakrika 1 og Stórakrika 2 gagnvart mögulegum breytingum á lóðamörkum þeirra og staðetningu bílastæða miðað við fyrirliggjandi tillögur. - 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Gerð var grein fyrir samráði við íbúa um breytingar á hverfistorgi, sem eru einn þáttur í nokkrum deiliskipulagsbreytingum í Krikahverfi, sem undirbúnar hafa verið.
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
- 27. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #369
Gerð var grein fyrir samráði við íbúa um breytingar á hverfistorgi, sem eru einn þáttur í nokkrum deiliskipulagsbreytingum í Krikahverfi, sem undirbúnar hafa verið.
Formaður upplýsti fundarmenn um samráð við íbúa í Krikahverfi um mögulegar úrbætur á Krikatorgi.
- 6. nóvember 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #614
Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins. Frestað á 351. fundi.
Afgreiðsla 352. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 614. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 29. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #352
Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins. Frestað á 351. fundi.
Skipulagsnefnd felur umhverfisdeild að vinna áfram að málinu í samráði við fulltrúa íbúa sem tilnefndir voru á íbúafundinum.
- 23. október 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #613
Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins.
Afgreiðsla 351. fundar skipulagsnefnar lögð fram á 613. fundi bæjarstjórnar.
- 15. október 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #351
Greint verður frá fundi með íbúum Krikahverfis 10.10.2013 um umferð, gönguleiðir og frágang á torgi í miðju hverfisins.
Frestað.
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Lögð fram drög að tillögu að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og athugun á útfærslu bílastæða og gönguleiða við Krikatorg.
Afgreiðsla 338. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 601. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 12. mars 2013
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #338
Lögð fram drög að tillögu að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og athugun á útfærslu bílastæða og gönguleiða við Krikatorg.
Nefndin óskar eftir að boðað verði til fundar með íbúum hverfisins um hugsanlegar útfærslur á Krikatorgi.
- 7. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #593
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis, m.a. til aðlögunar að nýrri göngubrú yfir Vesturlandsveg.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis, m.a. til aðlögunar að nýrri göngubrú yfir Vesturlandsveg.$line$$line$Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við minnisblað og leggja fyrir nefndina.$line$$line$Afgreiðsla 330. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 593. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 30. október 2012
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #330
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis, m.a. til aðlögunar að nýrri göngubrú yfir Vesturlandsveg.
Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir hugmyndum um breytingar á deiliskipulagi Krikahverfis, m.a. til aðlögunar að nýrri göngubrú yfir Vesturlandsveg.
Til máls tóku: EP, BH, OG, HB, JE, ÞS, FB og ÁÞ.
Samþykkt samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við minnisblað og leggja fyrir nefndina.