13. desember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Lagt fyrir minnisblað um staðsetningu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar á staðsetningu og að málinu verði vísað í formlegt skipulagsferli.
Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við breytingu aðalskipulags og gerð deilikskipulagulags fyrir svæðið.
2. Ástu Sólliljugata 14,14a,16 og 16a - breyting á deiliskipulagi201612030
Borist hefur erindi frá Viðari Austmann fh. Framkvæmd og ráðgjöf ehf. dags. 5. des. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ástu Sólliljugötu 14,14a,16 og 16a.
Nefndin synjar erindinu.
3. Reykjamelur 7 - Breyting á deiliskipulagi201611301
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 22. nóv. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjamel 7.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
4. Ástu Sólliljugata 9-13- breyting á deiliskipulagi201612052
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 6. des. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Ástu-Sólliljugötu 9-13
Nefndin synjar erindinu.
5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - veitinga- og gististaðir201612086
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. des. 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið.
6. Tengivegur á milli Þverholts og Leirvogstungu - breyting á deiliskipulagi201612093
Lögð fram tillaga að breytingu á deilskipulagi tengivegar á milli Þverholts og Leirvogstungu.
Nefndin samþykkir að tillagan verðir auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá Strætó bs.
7. Uglugata 32-38 - breyting á deiliskipulagi201612096
Borist hefur erindi frá Hauki Ásgeirssyni dags. 7. des. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Uglugötu 32-38.
Nefndin synjar erindinu.
8. Ósk um deiliskipulag Lágafelli2016081715
Á 420. fundi skipulagsnefndar 20. sept. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman nánari gögn fyrir næsta fund." Lagt fram drög að minnisblaði skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúa falið að gera drög að svörum við erindinu.
9. Tengivirki Landsnets á Sandskeiði - ósk um gerð deiliskipulags201610030
Á 423. fundi skipulagsnefndar 1. nóv. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar að hafin verði deiliskipulagsvinna á svæðinu." Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagið.
Skipulags- og matslýsing samþykkt. Skipulagsfultrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
10. Starfsáætlun skipulagsnefndar 2017201611238
Lögð fram tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.
Nefndin felur formanni og skipulagsfulltrúa að vinna að nánari útfærslu starfsáætlunarinnar.
11. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi." Lögð fram drög að svörum.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu að svörum og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
12. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á 421. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði" Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna hjá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og Landsneti.
13. Leirvogstunga 47-49 - breyting á deiliskipulagi201611296
Borist hefur erindi frá Eiríki Vigni Pálssyni dags. 29. nóv. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Leirvogstungu 47-49. Theódór Kristjánsson vék af fundi.
Nefndin synjar erindinu.
14. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins - fundargerðir201611311
Lögð fram fundargerð 71. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuborgarsvæðisins dags. 25. nóv. 2016.
Lagt fram til kynningar.
15. Í Búrfellslandi Þormóðsdal, framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum201606190
Á 419. fundi skipulagsnefndar 6. sept. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð fram minnisblöð umhverfissviðs. Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi samræmist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030." Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi sínum 14. sept. 2016. Fulltrúar Iceland Resources ehf. óskuðu eftir kynningarfundi og var sá fundur haldinn 30. nóv. 2016. Í framhaldi af þeim fundi hefur borist erindi frá Iceland Resources þar sem óskað er eftir endurupptöku á fyrra erindi.
Frestað.
16. Umsókn um hækkun gróðurhúsa - Reykjadal 2201611249
Finnur I Hermannsson sækir um leyfi fyrir hækkun á gróðurhúsum að Reykjadal 2 í samræmi við framlögð gögn.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Fundargerðir til staðfestingar
17. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 13201612005F
Lagt fram til kynningar.
17.1. Ástu Sólliljugata 15, breyting á deiliskipulagi 2016081921
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi var auglýst frá 14. október til og með 25. nóvember 2016. Engin athugasemd barst.
18. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 298201612007F
Lagt fram til kynningar.
18.1. Ástu-Sólliljugata 15/Umsókn um byggingarleyfi 201611263
Axel H Steinþórsson Bakkastöðum 7A Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 15 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð, íbúð 173,0m2, bílgeymsla 43,0 m2, 795,4 m3.18.2. Dvergholt 2, Umsókn um byggingarleyfi, breyting. 201611251
Ragna R Bjarkadóttir Dvergholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innanhúss breytingum á neðri hæð Dvergholts 2 í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða innréttingu áðurgerðs en óskráðs kjallararýmis.
Stærð rýmis 62,0 m2, 162,0 m3.
Fyrir liggur samþykki meðeigenda í húsinu.18.3. Helgafellsskóli, Umsókn um byggingarleyfi 201612087
Óskar G Sveinsson fh. Mosfellsbæjar Þverholti 2, sækir um takmarkað byggingarleyfi fyrir jarðvegsframkvæmdir vegna Helgafellsskóla að Gerplustræti 14 samkvæmt framlögðum gögnum.
18.4. Umsókn um hækkun gróðurhúsa - Reykjadal 2 201611249
Finnur I Hermannsson sækir um leyfi fyrir hækkun á gróðurhúsum að Reykjadal 2 í samræmi við framlögð gögn.
18.5. Snæfríðargata 2-8 201611308
Planki ehf. Valshólum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu raðhús með sambyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 2-8 við Snæfríðargötu í samræmi við framlogð gögn.
Stærð: Nr. 2, íbúð 121,0 m2, bílgeymsla 26,4 m2, 590,0 m3.
Nr. 4, íbúð 118,8 m2, bílgeymsla 26,4 m2, 582,7 m3.
Nr. 6, íbúð 118,8 m2, bílgeymsla 26,4 m2, 582,7 m3.
Nr. 8, íbúð 121,0 m2, bílgeymsla 26,4 m2, 590,0 m3.18.6. Vefarastræti 8-14/Umsókn um byggingarleyfi 201612024
Eignalausnir ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækja um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum í húsi og á lóð að Vefarastræti 8-14 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.18.7. Vefarastræti 16-22/Umsókn um byggingarleyfi 201612023
Eignalausnir ehf. Stórhöfða 25 Reykjavík sækja um leyfi fyrir efnis- og fyrirkomulagsbreytingum í húsi að Vefarastræti 8-14 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss breytast ekki.18.8. Vogatunga 34-38/Umsókn um byggingarleyfi 201609289
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík Sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með sambyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 34, 36 og 38 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Nr. 34, íbúð 125,6 m2, bílgeymsla /geymsla 34,8 m2, 675,0 m3.
Nr. 36, íbúð 125,5 m2, bílgeymsla /geymsla 34,7 m2, 674,3 m3.
Nr. 38, íbúð 125,4 m2, bílgeymsla /geymsla 34,8 m2, 674,3 m3.18.9. Vogatunga 26-32/Umsókn um byggingarleyfi 201609293
Akrafell ehf. Breiðagerði 8 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með sambyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 26, 28, 30 og 32 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Stærð: Nr. 26, íbúð 123,3 m2, bílgeymsla /geymsla 34,7 m2, 665,4 m3.
Stærð: Nr. 28, íbúð 123,5 m2, bílgeymsla /geymsla 34,7 m2, 666,0 m3.
Stærð: Nr. 30, íbúð 123,5 m2, bílgeymsla /geymsla 34,7 m2, 666,0 m3.
Stærð: Nr. 32, íbúð 123,3 m2, bílgeymsla /geymsla 34,7 m2, 665,4 m3.