Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. desember 2016 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
 • Júlía Margrét Jónsdóttir aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ólafur Melsted Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Vatnstank­ur í Úlfars­fells­hlíð­um201611188

  Lagt fyrir minnisblað um staðsetningu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar á staðsetningu og að málinu verði vísað í formlegt skipulagsferli.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að hefja vinnu við breyt­ingu að­al­skipu­lags og gerð deilik­skipu­lagu­lags fyr­ir svæð­ið.

 • 2. Ástu Sólliljugata 14,14a,16 og 16a - breyt­ing á deili­skipu­lagi201612030

  Borist hefur erindi frá Viðari Austmann fh. Framkvæmd og ráðgjöf ehf. dags. 5. des. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ástu Sólliljugötu 14,14a,16 og 16a.

  Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

 • 3. Reykja­mel­ur 7 - Breyt­ing á deili­skipu­lagi201611301

  Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 22. nóv. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Reykjamel 7.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verð­ir aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

 • 4. Ástu Sólliljugata 9-13- breyt­ing á deili­skipu­lagi201612052

  Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni arkitekt dags. 6. des. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina að Ástu-Sólliljugötu 9-13

  Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

 • 5. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - veit­inga- og gisti­stað­ir201612086

  Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. des. 2016 varðandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.

  Lagt fram. Ekki er gerð at­huga­semd við er­ind­ið.

 • 6. Tengi­veg­ur á milli Þver­holts og Leir­vogstungu - breyt­ing á deili­skipu­lagi201612093

  Lögð fram tillaga að breytingu á deilskipulagi tengivegar á milli Þverholts og Leirvogstungu.

  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verð­ir aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Jafn­framt verði til­lag­an send til um­sagn­ar hjá Strætó bs.

 • 7. Uglugata 32-38 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201612096

  Borist hefur erindi frá Hauki Ásgeirssyni dags. 7. des. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Uglugötu 32-38.

  Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

 • 8. Ósk um deili­skipu­lag Lága­felli2016081715

  Á 420. fundi skipulagsnefndar 20. sept. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman nánari gögn fyrir næsta fund." Lagt fram drög að minnisblaði skipulagsfulltrúa.

  Skipu­lags­full­trúa fal­ið að gera drög að svör­um við er­ind­inu.

  • 9. Tengi­virki Landsnets á Sand­skeiði - ósk um gerð deili­skipu­lags201610030

   Á 423. fundi skipulagsnefndar 1. nóv. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin heimilar að hafin verði deiliskipulagsvinna á svæðinu." Lögð fram skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulagið.

   Skipu­lags- og mats­lýs­ing sam­þykkt. Skipu­lags­ful­trúa fal­ið að kynna hana og afla um­sagna.

  • 10. Starfs­áætlun skipu­lags­nefnd­ar 2017201611238

   Lögð fram tillaga að starfsáætlun fyrir skipulagsnefnd árið 2017.

   Nefnd­in fel­ur formanni og skipu­lags­full­trúa að vinna að nán­ari út­færslu starfs­áætl­un­ar­inn­ar.

  • 11. Krika­hverfi, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 2012201210297

   Á 417. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa athugasemdunum til skoðunar skipulagsfulltrúa og lögmanns bæjarins, sem leggi fram tillögu að svörum á næsta fundi." Lögð fram drög að svörum.

   Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lagða til­lögu að svör­um og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku­ferl­ið.

   • 12. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

    Á 421. fundi nefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Vísað til skoðunar hjá umhverfissviði" Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að leita um­sagna hjá heil­brigðis­eft­ir­liti Kjós­ar­svæð­is og Landsneti.

    • 13. Leir­vogstunga 47-49 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201611296

     Borist hefur erindi frá Eiríki Vigni Pálssyni dags. 29. nóv. 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar að Leirvogstungu 47-49. Theódór Kristjánsson vék af fundi.

     Nefnd­in synj­ar er­ind­inu.

    • 14. Svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - fund­ar­gerð­ir201611311

     Lögð fram fundargerð 71. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuborgarsvæðisins dags. 25. nóv. 2016.

     Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 15. Í Búr­fellslandi Þor­móðs­dal, fram­kvæmda­leyfi fyr­ir rann­sókn­ar­bor­un­um201606190

     Á 419. fundi skipulagsnefndar 6. sept. 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð fram minnisblöð umhverfissviðs. Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi samræmist ekki Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030." Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi sínum 14. sept. 2016. Fulltrúar Iceland Resources ehf. óskuðu eftir kynningarfundi og var sá fundur haldinn 30. nóv. 2016. Í framhaldi af þeim fundi hefur borist erindi frá Iceland Resources þar sem óskað er eftir endurupptöku á fyrra erindi.

     Frestað.

    • 16. Um­sókn um hækk­un gróð­ur­húsa - Reykja­dal 2201611249

     Finnur I Hermannsson sækir um leyfi fyrir hækkun á gróðurhúsum að Reykjadal 2 í samræmi við framlögð gögn.Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið.

     Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga þeg­ar full­nægj­andi gögn hafa borist.

     Fundargerðir til staðfestingar

     • 17. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 13201612005F

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 17.1. Ástu Sólliljugata 15, breyt­ing á deili­skipu­lagi 2016081921

       Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi var aug­lýst frá 14. októ­ber til og með 25. nóv­em­ber 2016. Eng­in at­huga­semd barst.

      • 18. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 298201612007F

       Lagt fram til kynn­ing­ar.

       • 18.1. Ástu-Sólliljugata 15/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201611263

        Axel H Stein­þórs­son Bakka­stöð­um 7A Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með sam­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 15 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð, íbúð 173,0m2, bíl­geymsla 43,0 m2, 795,4 m3.

       • 18.2. Dverg­holt 2, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi, breyt­ing. 201611251

        Ragna R Bjarka­dótt­ir Dverg­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir inn­an­húss breyt­ing­um á neðri hæð Dverg­holts 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Um er að ræða inn­rétt­ingu áð­ur­gerðs en óskráðs kjall­ara­rým­is.
        Stærð rým­is 62,0 m2, 162,0 m3.
        Fyr­ir ligg­ur sam­þykki með­eig­enda í hús­inu.

       • 18.3. Helga­fells­skóli, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201612087

        Ósk­ar G Sveins­son fh. Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, sæk­ir um tak­markað bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir jarð­vegs­fram­kvæmd­ir vegna Helga­fells­skóla að Gerplustræti 14 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

       • 18.4. Um­sókn um hækk­un gróð­ur­húsa - Reykja­dal 2 201611249

        Finn­ur I Her­manns­son sæk­ir um leyfi fyr­ir hækk­un á gróð­ur­hús­um að Reykja­dal 2 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

       • 18.5. Snæfríð­argata 2-8 201611308

        Planki ehf. Vals­hól­um 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu rað­hús með sam­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni nr. 2-8 við Snæfríð­ar­götu í sam­ræmi við fram­logð gögn.
        Stærð: Nr. 2, íbúð 121,0 m2, bíl­geymsla 26,4 m2, 590,0 m3.
        Nr. 4, íbúð 118,8 m2, bíl­geymsla 26,4 m2, 582,7 m3.
        Nr. 6, íbúð 118,8 m2, bíl­geymsla 26,4 m2, 582,7 m3.
        Nr. 8, íbúð 121,0 m2, bíl­geymsla 26,4 m2, 590,0 m3.

       • 18.6. Vefara­stræti 8-14/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201612024

        Eigna­lausn­ir ehf. Stór­höfða 25 Reykja­vík sækja um leyfi fyr­ir efn­is- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í húsi og á lóð að Vefara­stræti 8-14 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

       • 18.7. Vefara­stræti 16-22/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201612023

        Eigna­lausn­ir ehf. Stór­höfða 25 Reykja­vík sækja um leyfi fyr­ir efn­is- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í húsi að Vefara­stræti 8-14 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

       • 18.8. Voga­tunga 34-38/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201609289

        Akra­fell ehf. Breiða­gerði 8 Reykja­vík Sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með sam­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 34, 36 og 38 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Nr. 34, íbúð 125,6 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,8 m2, 675,0 m3.
        Nr. 36, íbúð 125,5 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,7 m2, 674,3 m3.
        Nr. 38, íbúð 125,4 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,8 m2, 674,3 m3.

       • 18.9. Voga­tunga 26-32/Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201609293

        Akra­fell ehf. Breiða­gerði 8 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um rað­hús með sam­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 26, 28, 30 og 32 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð: Stærð: Nr. 26, íbúð 123,3 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,7 m2, 665,4 m3.
        Stærð: Nr. 28, íbúð 123,5 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,7 m2, 666,0 m3.
        Stærð: Nr. 30, íbúð 123,5 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,7 m2, 666,0 m3.
        Stærð: Nr. 32, íbúð 123,3 m2, bíl­geymsla /geymsla 34,7 m2, 665,4 m3.

       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00