14. október 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
- Gunnlaugur Johnson (GJo)
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um skiptingu lóðar við Engjaveg 22 lnr. 125410201409032
Sigríður Jóhannsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir óska með bréfi dags. 26. ágúst 2014 eftir heimild til að skipta lóðinni sem er 2.940 m2 í tvær jafnstórar einbýlislóðir.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir skiptingu lóðarinnar í tvær einbýlishúsalóðir.
2. Vefarastræti 7-13, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201409209
Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Afgreiðslu frestað á 374. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina en gerir fyrirvara um fjölgun íbúða.
3. Erindi Ráðgjafar ehf varðandi lóðir og skipulag við Bröttuhlíð201409301
Ráðgjöf ehf. f.h. Tré-búkka ehf. óskar 16. september 2014 eftir afstöðu Mosfellsbæjar m.a. til mögulegrar þéttingar byggðar á svæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar varðandi þann lið erindisins. Frestað á 374. fundi.
Umræður um málið, frestað.
4. Reykjahvoll 27, ósk um stækkun byggingarreits201409414
Guðrún Ólafsdóttir og Ingi Ragnar Pálmarsson óska með bréfi 18. september 2014 eftir stækkun á byggingarreit á lóðinni til norðausturs eins og meðf. skissa sýnir. Frestað á 374. fundi.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til grenndarkynningar.
5. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi. Frestað á 374. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsfulltrúa áframhaldandi viðræður við fulltrúa íbúa í Krikahverfi.
6. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir Reykjalund við Hafravatn201409208
Lögð fram gögn til frekari skýringa við umsókn Reykjalundar um heimild til að setja niður 2 gáma til að bæta aðstöðu sína við Hafravatn, sbr. bókun á 373. fundi.
Skipulagsnefnd felur skiplagsfulltrúa að athuga möguleika á gerð deiliskipulags á svæðinu.
7. Grjótnám í Seljadal, umsókn um framkvæmdaleyfi201410092
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar þann 3. október 2014 eftir framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi efnistöku í Seljadal, að hámarki 60 þús. rúmm., samkvæmt meðfylgjandi framkvæmdalýsingu. Efnistakan hefur farið gegnum mat á umhverfisáhrifum og álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis m.a. með skilyrðum um óháðan úttektar- og eftirlitsaðila auk annarra atriða sem fram koma í framkvæmdalýsingunni.
8. Merkjateigur 8, fyrirspurn um byggingarleyfi201405373
Umsókn um leyfi til að byggja við húsið nr. 8 við Merkjateig viðbyggingu úr steinsteypu var grenndarkynnt með bréfi til tveggja aðila auk umsækjanda þann 15. september 2014, með athugasemdafresti til 14. október 2014. Engin athugasemd hefur borist.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við samþykkt byggingarleyfis þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
9. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi201410126
G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 253201410012F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar
10.1. Hagaland 11, umsókn um byggingarleyfi 201410106
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr timbri við húsið nr. 11 við Hagaland í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss: 19,5 m2, 53,8 m3.
Grenndarkynning fór fram en engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
10.2. Kvíslartunga 17, umsókn um byggingarleyfi 201409424
Sunna M Sigurðardóttir Kvíslartungu 17 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta skyggni við anddyri hússins nr. 17 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Kvíslartungu 15.
Stærðir húss breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
10.3. Stórikriki 25, umsókn um byggingarleyfi 201410019
Þórður Jónsson Stórakrika 25 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja garðveggi og gera minniháttar innanhúss fyrirkomulagsbreytingar samkvæmt framlögðum gögnum.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.