Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. október 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Þröstur Jón Sigurðsson 2. varamaður
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
  • Gunnlaugur Johnson (GJo)

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Beiðni um skipt­ingu lóð­ar við Engja­veg 22 lnr. 125410201409032

    Sigríður Jóhannsdóttir og Guðrún Jóhannsdóttir óska með bréfi dags. 26. ágúst 2014 eftir heimild til að skipta lóðinni sem er 2.940 m2 í tvær jafnstórar einbýlislóðir.

    Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir skipt­ingu lóð­ar­inn­ar í tvær ein­býl­is­húsa­lóð­ir.

    • 2. Vefara­stræti 7-13, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201409209

      Jón Hrafn Hlöðversson hjá Mansard ehf. óskar f.h. Eyktar ehf. eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum að breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi nýjum gögnum. Afgreiðslu frestað á 374. fundi.

      Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi í sam­ræmi við fyr­ir­spurn­ina en ger­ir fyr­ir­vara um fjölg­un íbúða.

      • 3. Er­indi Ráð­gjaf­ar ehf varð­andi lóð­ir og skipu­lag við Bröttu­hlíð201409301

        Ráðgjöf ehf. f.h. Tré-búkka ehf. óskar 16. september 2014 eftir afstöðu Mosfellsbæjar m.a. til mögulegrar þéttingar byggðar á svæðinu. Bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar varðandi þann lið erindisins. Frestað á 374. fundi.

        Um­ræð­ur um mál­ið, frestað.

        • 4. Reykja­hvoll 27, ósk um stækk­un bygg­ing­ar­reits201409414

          Guðrún Ólafsdóttir og Ingi Ragnar Pálmarsson óska með bréfi 18. september 2014 eftir stækkun á byggingarreit á lóðinni til norðausturs eins og meðf. skissa sýnir. Frestað á 374. fundi.

          Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­end­um að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi til grennd­arkynn­ing­ar.

          • 5. Krika­hverfi, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 2012201210297

            Lagðir fram tölvupóstar frá formanni húsfélags Stórakrika 2 og framkvæmdastjóra Búseta hsf., eiganda Litlakrika 1, varðandi afstöðu til tillagna um breytingar á fyrirkomulagi umferðar og bílastæða á hverfistorgi, sbr. bókun á 370. fundi. Frestað á 374. fundi.

            Skipu­lags­nefnd fel­ur formanni og skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi við­ræð­ur við full­trúa íbúa í Krika­hverfi.

            • 6. Fyr­ir­spurn um að­stöðu fyr­ir Reykjalund við Hafra­vatn201409208

              Lögð fram gögn til frekari skýringa við umsókn Reykjalundar um heimild til að setja niður 2 gáma til að bæta aðstöðu sína við Hafravatn, sbr. bókun á 373. fundi.

              Skipu­lags­nefnd fel­ur skiplags­full­trúa að at­huga mögu­leika á gerð deili­skipu­lags á svæð­inu.

              • 7. Grjót­nám í Selja­dal, um­sókn um fram­kvæmda­leyfi201410092

                Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar þann 3. október 2014 eftir framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi efnistöku í Seljadal, að hámarki 60 þús. rúmm., samkvæmt meðfylgjandi framkvæmdalýsingu. Efnistakan hefur farið gegnum mat á umhverfisáhrifum og álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

                Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is m.a. með skil­yrð­um um óháð­an út­tekt­ar- og eft­ir­lits­að­ila auk ann­arra at­riða sem fram koma í fram­kvæmda­lýs­ing­unni.

                • 8. Merkja­teig­ur 8, fyr­ir­spurn um bygg­ing­ar­leyfi201405373

                  Umsókn um leyfi til að byggja við húsið nr. 8 við Merkjateig viðbyggingu úr steinsteypu var grenndarkynnt með bréfi til tveggja aðila auk umsækjanda þann 15. september 2014, með athugasemdafresti til 14. október 2014. Engin athugasemd hefur borist.

                  Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við sam­þykkt bygg­ing­ar­leyf­is þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

                  • 9. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201410126

                    G. Oddur Víðisson arkitekt óskar með bréfi dags. 8. október 2014 f.h. lóðarhafa eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi fjölda og fyrirkomulag bílastæða, sbr. meðfylgjandi skissur.

                    Frestað.

                    Fundargerðir til kynningar

                    • 10. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 253201410012F

                      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar

                      Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

                      • 10.1. Haga­land 11, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410106

                        Ein­ar S Sig­urðs­son Hagalandi 11 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja við­bygg­ingu úr timbri við hús­ið nr. 11 við Haga­land í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                        Stækk­un húss: 19,5 m2, 53,8 m3.
                        Grennd­arkynn­ing fór fram en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.2. Kvísl­artunga 17, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409424

                        Sunna M Sig­urð­ar­dótt­ir Kvísl­artungu 17 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta skyggni við and­dyri húss­ins nr. 17 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                        Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki eig­enda Kvísl­artungu 15.
                        Stærð­ir húss breyt­ast ekki.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      • 10.3. Stórikriki 25, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410019

                        Þórð­ur Jóns­son Stórakrika 25 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja garð­veggi og gera minni­hátt­ar inn­an­húss fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­ar sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                        Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Lagt fram til kynn­ing­ar.

                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.