Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. mars 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 226201303012F

    Fundargerð 226. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

    Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar á 338. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

    • 1.1. Arn­ar­tangi 47, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201302306

      Þeba Björt Karls­dótt­ir Arn­ar­tanga 47 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri hús­ið nr. 47 við Arn­ar­tanga sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Stækk­un húss: 12,9 m2, 42,0 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.2. Engja­veg­ur 20 -Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201003403

      Há­kon Ís­feld Jóns­son Brúna­stekk 6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti og glugg­um húss­ins nr. 20 við Engja­veg í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.3. Há­holt 14, um­sókn um upp­setn­ingu á aug­lýs­inga­skilt­um 201303014

      Pizza Pizza ehf Lóu­hól­um 2-6 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að setja upp aug­lýs­inga­skilti vegna rekstr­ar í rými 0105 að Há­holti 14 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.4. Reykja­hlíð, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201302101

      Júlí­ana Rann­veig og Þröst­ur Sig­urðs­son Reykja­hlíð Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að end­ur­byggja og stækka smá­vægi­lega úr timbri véla- og að­stöðu­hús, mats­hluta 05 að Reykja­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stækk­un húss 31,9 m2, 79,8 m3.
      Stærð mats­hluta 05 eft­ir breyt­ingu: 191,5 m2, 586,7 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.5. Skar­hóla­braut 1, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201302186

      SHS fast­eign­ir ehf Skóg­ar­hlíð 14 Reykja­vík sækja um leyfi til að gera ýms­ar fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­ar og stækka úr stein­steypu áð­ur­sam­þykkta slökkvistöð að Skar­hóla­braut 1. Stækk­un­in felst í að byggð verði bíl­geymsla til norð-aust­urs í kjall­ara.
      Stækk­un kjall­ara 268,7 m2.
      Stærð húss eft­ir breyt­ingu: 1986,6 m2, 9776,4 m3.
      Stækk­un húss­ins er inn­an ramma gild­andi deili­skipu­lags.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 1.6. Urð­ar­holt 2-4, um­sókn um fjar­skipta­bún­að á gafl og inn­an­hús 201302305

      Nova ehf. Lág­múla 9 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að setja upp fjar­skipta­bún­að á vest­urgafl húss­ins nr. 4 við Urð­ar­holt auk tækni­bún­að­ar á efri hæð húss­ins nr. 2 við Urð­ar­holt sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    Almenn erindi

    • 2. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

      Gerð var grein fyrir fundum með ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla, þar sem fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi voru kynntar. Frestað á 337. fundi.

      Nefnd­in ósk­ar eft­ir að til­laga að deili­skipu­lagi til aug­lýs­ing­ar verði full­unn­in í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

      • 3. Huldu­hóla­svæði, breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi 2013201302234

        Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga. Frestað á 337. fundi.

        Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að láta vinna til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi í sam­ræmi við fram­lagða minn­ispunkta.

        • 4. Leiru­tangi 22, breytt að­koma201302260

          Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll þórðarson ásamt eigendum neðri hæðar Leirutanga 22 óska eftir því að leyfð verði aðkoma frá vestri fyrir íbúð á neðri hæð.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að er­ind­ið verði grennd­arkynnt þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

          • 5. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2012-2030201301589

            Vegna ákvæða í nýrri skipulagsreglugerð er kynnt að nýju verkefnislýsing endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur. Efnislega er um að ræða sömu lýsingu og áður var kynnt og nefndin tók afstöðu til á 303. fundi 9. ágúst 2011.

            Nefnd­in ger­ir ekki at­huga­semd­ir við verk­efn­is­lýs­ing­una.

            • 6. Krika­hverfi, deili­skipu­lags­breyt­ing­ar 2012201210297

              Lögð fram drög að tillögu að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og athugun á útfærslu bílastæða og gönguleiða við Krikatorg.

              Nefnd­in ósk­ar eft­ir að boð­að verði til fund­ar með íbú­um hverf­is­ins um hugs­an­leg­ar út­færsl­ur á Krika­torgi.

              • 7. Teig­ur og Sól­valla­land - ósk um breytta land­notk­un í að­al­skipu­lagi201303036

                Landeigendur að Teigi og hluta Sólvallalands óska með bréfi 28.2.2013 eftir því að landnotkun skikanna verði breytt í íbúðarsvæði í aðalskipulagi.

                Nefnd­in lít­ur á er­ind­ið sem at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu að að­al­skipu­lagi og mun taka það til af­greiðslu með öðr­um at­huga­semd­um eft­ir að at­huga­semda­frest­ur er lið­inn.

                • 8. Arn­ar­tangi 47, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201302306

                  Þeba Björt Karlsdóttir sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 47 við Arnartanga samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.

                  Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

                  • 9. Mála­listi skipu­lags­nefnd­ar201303075

                    Lagt verður fram og kynnt yfirlit yfir skipulagsmál sem komið hafa til kasta nefndarinnar á undanförnum misserum og stöðu þeirra.

                    Frestað.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00