12. mars 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 226201303012F
Fundargerð 226. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar á 338. fundi skipulagsnefndar.
1.1. Arnartangi 47, umsókn um byggingarleyfi 201302306
Þeba Björt Karlsdóttir Arnartanga 47 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 47 við Arnartanga samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun húss: 12,9 m2, 42,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.2. Engjavegur 20 -Umsókn um byggingarleyfi 201003403
Hákon Ísfeld Jónsson Brúnastekk 6 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta útliti og gluggum hússins nr. 20 við Engjaveg í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.3. Háholt 14, umsókn um uppsetningu á auglýsingaskiltum 201303014
Pizza Pizza ehf Lóuhólum 2-6 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti vegna rekstrar í rými 0105 að Háholti 14 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.4. Reykjahlíð, umsókn um byggingarleyfi 201302101
Júlíana Rannveig og Þröstur Sigurðsson Reykjahlíð Mosfellsbæ sækja um leyfi til að endurbyggja og stækka smávægilega úr timbri véla- og aðstöðuhús, matshluta 05 að Reykjahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 31,9 m2, 79,8 m3.
Stærð matshluta 05 eftir breytingu: 191,5 m2, 586,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.5. Skarhólabraut 1, umsókn um byggingarleyfi 201302186
SHS fasteignir ehf Skógarhlíð 14 Reykjavík sækja um leyfi til að gera ýmsar fyrirkomulagsbreytingar og stækka úr steinsteypu áðursamþykkta slökkvistöð að Skarhólabraut 1. Stækkunin felst í að byggð verði bílgeymsla til norð-austurs í kjallara.
Stækkun kjallara 268,7 m2.
Stærð húss eftir breytingu: 1986,6 m2, 9776,4 m3.
Stækkun hússins er innan ramma gildandi deiliskipulags.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
1.6. Urðarholt 2-4, umsókn um fjarskiptabúnað á gafl og innanhús 201302305
Nova ehf. Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptabúnað á vesturgafl hússins nr. 4 við Urðarholt auk tæknibúnaðar á efri hæð hússins nr. 2 við Urðarholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
Almenn erindi
2. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Gerð var grein fyrir fundum með ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla, þar sem fyrirliggjandi tillögur að deiliskipulagi voru kynntar. Frestað á 337. fundi.
Nefndin óskar eftir að tillaga að deiliskipulagi til auglýsingar verði fullunnin í samræmi við umræður á fundinum.
3. Hulduhólasvæði, breytingar á deiliskipulagi 2013201302234
Vegna áforma um gerð göngu- og hjólreiðastígs með Vesturlandsvegi að norðan, er lagt til að deiliskipulagi Hulduhólasvæðis verði breytt og stígurinn færður þar inn, auk nokkurra annarra breytinga. Frestað á 337. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við framlagða minnispunkta.
4. Leirutangi 22, breytt aðkoma201302260
Bryndís Stefánsdóttir og Hannes Páll þórðarson ásamt eigendum neðri hæðar Leirutanga 22 óska eftir því að leyfð verði aðkoma frá vestri fyrir íbúð á neðri hæð.
Skipulagsnefnd samþykkir að erindið verði grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
5. Aðalskipulag Reykjavíkur 2012-2030201301589
Vegna ákvæða í nýrri skipulagsreglugerð er kynnt að nýju verkefnislýsing endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur. Efnislega er um að ræða sömu lýsingu og áður var kynnt og nefndin tók afstöðu til á 303. fundi 9. ágúst 2011.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.
6. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012201210297
Lögð fram drög að tillögu að breytingum á deiliskipulagi hverfisins og athugun á útfærslu bílastæða og gönguleiða við Krikatorg.
Nefndin óskar eftir að boðað verði til fundar með íbúum hverfisins um hugsanlegar útfærslur á Krikatorgi.
7. Teigur og Sólvallaland - ósk um breytta landnotkun í aðalskipulagi201303036
Landeigendur að Teigi og hluta Sólvallalands óska með bréfi 28.2.2013 eftir því að landnotkun skikanna verði breytt í íbúðarsvæði í aðalskipulagi.
Nefndin lítur á erindið sem athugasemd við auglýsta tillögu að aðalskipulagi og mun taka það til afgreiðslu með öðrum athugasemdum eftir að athugasemdafrestur er liðinn.
8. Arnartangi 47, umsókn um byggingarleyfi201302306
Þeba Björt Karlsdóttir sækir um leyfi til að stækka úr timbri húsið nr. 47 við Arnartanga samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
9. Málalisti skipulagsnefndar201303075
Lagt verður fram og kynnt yfirlit yfir skipulagsmál sem komið hafa til kasta nefndarinnar á undanförnum misserum og stöðu þeirra.
Frestað.